Færslur

Sýnir færslur frá september 28, 2008
Mynd
..::Grásleppan að hverfa::.. Það er ekki annað að heyra en það sé allt að fara til fjandans heima á klakanum, kóngurinn farin að kalla á þjóðstjórn og gjaldmiðilinn okkar í frjálsu falli. Læt þetta nægja núna, og já ég veit að þetta var ódýrt, ekki grásleppu virði. Bið þann sem öllu stjórnar að líta til með þeim sem sigla hriplekri þjóðarskútunni í átt til glötunar, það væri kannski ekki úr vegi að biðja himnaföðurinn um að leiðbeina þeim til hafnar þar sem þeir virðast vera komnir í tómar ógöngur og hafvillur......
Mynd
..::Nokkrir stafir::.. Vladimir annar stýrimaður sagði mér að Brezhnev heitinn hefði sagt „Það sem er met í dag er NORMAL á morgun“ nokkuð til í því hjá karlinum ;). En þá að okkur: Dagurinn hjá okkur einkenndist af fiskileysi, en svona er þetta bara í þessari baráttu, þetta gengur upp og niður. Við notum máltækið WILL BE á svona aðstæður, ef ekki í dag þá kannski á morgun „WILL BE! :). That’s it for today. Bið himnaföðurinn og alla hans hirð að vera með ykkur í brauðstritinu......
Mynd
..::Hvar liggur hundurinn grafinn?::.. Ég ætlaði að reyna að koma frá mér einhverjum línum en fæðingin er með þeim erfiðari sem ég hef tekið þátt í, tveir í útvíkkun og allt steinstopp á þessum bænum hehe, og endar sjálfsagt í fæðingarþunglindi ef þetta skánar ekki fljótlega. Ég held að ritstólpípa dugi ekki á þessa stíflu, og satt best að segja þá held ég að Póllandsferð myndi ekki heldur hjálpa mér út úr þeim ógöngum sem ég virðist komin í á ritvellinum. En það verður að taka verkið fyrir viljann, ég heyrði einhvertíma sagt að maður fengi einn fyrir að skrifa nafnið sitt rétt ;), samkvæmt þeim góða mælikvarða þá ætti ég að vera komin upp í tvo. Þetta verður bara að duga ykkur í dag.................... Bið Guðs engla að flögra í námunda við ykkur, bæði dag og nótt.
Mynd
..::Það er nú það::.. Það var þokkalega djúpt á þessu bloggi og ég eiginlega dauðsá eftir því að hafa lofast til að skrifa einhverjar línur, já letin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn, Það er með letina eins og öfundina, hún er þeim verst sem hana ber! Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum enn á veiðum í Morocco og búnir að landa tvisvar það sem af er þessu úthaldi, veiðar og vinnsla hafa verið upp og niður eins og gengur. Af Vírusi er það helst að frétta að hann dafnar vel. Honum þykir best að kúra og tekur í það 16-18 klst á dag, og það er engin bilbugur á honum í ketátinu enda eru þurrfóðurbyrgðir nú í sögulegu lámarki um borð í skútunni. Í hans huga er lífið alls ekki saltfiskur eða fiskur yfir höfuð, það er hrátt nautaket og hana nú. Annars lenti félaginn í smá hrakningum í dag, hann hafði troðið sér undir segl sem notað er til að breiða yfir tóg rúllur, þar virðist hann hafa lent í sjálfheldu og var tíndur fram eftir degi, vorum við félagar hans orðnir ve