Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 9, 2003
Svaf frekar illa í nótt og var vaknaður kl 07:30. Fór beint í textavarpið og kíkti á flugið. Jú þar var allt á áætlun og fyrsta flug kl 08:30 ég bustaði tanngarðana sturtaði í mig einu vatnsglasi og hringdi á Taxa og brunaði út á völl. Þar náði ég í fyrstu vél og fórum við í loftið á réttum tíma, auðvitað var sama lesefnið í sætisvasanum og verið hefur frá áramótum ;) við lentum svo á Akureyri kl 09:15 en þar þurfti ég að bíða til 10 eftir Brynju en hún sótti mig vegna þess að Guðný var í nuddi. Ég var svo komin heim rétt fyrir ellefu loksins loksins...... Dagurinn fór svo í ýmislegt stúss, ég kippti linkunum úr afturgafflinum á hjólinu enda búin að nálgast 17mm fastalykil og svo var stórafmæli hjá Ninnu systur Guðnýar þar sem við fórum og tróðum okkur út af tertum og kræsingum ;). Einar og Hilmar voru svo á flakki á milli Ægisgötunnar og Goðabrautar og endaði það með því að þeir fóru með Svölu fram á Bakka í kvöld að horfa á valið fyrir Eurovision og hitta hundinn, ég ætla svo að r
Arrg!! fluginu mínu var aflýst ásamt öllu flugi frá Rvík í kvöld og er athugun í fyrramálið, á textavarpinu (nota bene) ekki hringja. Þetta er nú meiri andsk þjónustan hjá þessari einokunarstofnun fyrst þarf maður að hanga klukkutíma í símanum eftir að vera búin að fara í gegn um fáránlegan “ ýttu á hina og þessa takka” já þetta fyrirtæki er ekki á topp tíu listanum hjá mér þessa dagana, og þegar maður loksins kemst í þessar gripaflutningavélar hjá þeim með hnéið í andlitinu og öxlina uppí næsta manni þá bíður mans sex mánaða gamalt skýjum ofar blað í sætisVasanum sem lítur út fyrir að hafa verið dregið á eftir hestvagni hálfan hnöttinn ;(.... og allir landsmenn búnir að lesa tvisvar sinnum ;(..
Dagurinn byrjaði á því að ég skutlaðist upp í Klukkurima og náði í Bryndísi (konu Viðars) og dæturnar þeirra og keyrði svo um borð en hún tók svo bílinn ;). Ég var svo að brasa með Leifa í morgun í að sannreyna kaplana í þrýstiskynjarana fyrir spilin og gekk það þokkalega, við notuðum gemsana í samskiptin en það þurfti náttúrulega að hringja hjá mér aldrei þessu vant svo að það var á tali þegar Leifi ætlaði að ná sambandi og svo slokknaði á símanum hjá mér ;(. En þetta hafðist fyrir rest. Ég tengdi svo margumrædda sjálfstýringu með nýjum köplum svo að nú á hún að vera í sama ástandi og áður ;) nema á nýjum og betri stað, svo færði ég GPS tækin og tók til í brúnni. Ekki veitti nú af því, það var allt á kafi í sagi og rusli. Kosturinn kom í dag en hann var óskaplega raunarmæddur rafsuðumaðurinn með þetta matarstúss enda var karlgreyið nú ekki ráðin sem kokkur þó að hann hafi lent í þessu verki. Annars var ekkert tekið fram hvað hann átti að rafsjóða og við erum ekki með gas svo allur m
Ætli ég verði ekki að byrja bloggið á að tilkynna dauðsfallið í fjölskyldunni. Aumingja Stuart hamsturinn hans Einars varð bráðkvaddur í gærdag og flögrar hann nú um með hinum hamstra englunum, blessuð sé minning hans. Og ekki byrjaði þessi dagurinn glæsilega hjá mér. Vaknaði við síman kl 09 en þá hafði ég sofið yfir mig, en það var ekki til skaða enda var ég komin um borð 10min seinna. Leifi var í víraflækjunni inni í púltinu framm að hádegi og ég var eitthvað að reyna að hjálpa honum en það var svo mikill gestagangur og ónæði að það fór allt út um læri og maga hjá mér. Það voru mættir menn í vinnsluna og þar var allt í syngjandi sveiflu í dag þó að lítil mynd sé komin á þetta ennþá. Og mál dagsins var að ég reif mig upp úr volæðinu og fór í að teikna upp tengingarnar í sjálfstýringuna merkti svo allt upp aftengdi draslið skrúfaði hana niður. Færði hana svo á betri stað og skrúfaði hana svo upp ;). Og nú er ekkert annað eftir en að útbúa nýja kapla og tengja draslið aftur. Í kv
Það er mikið búið að gerast hjá okkur í dag þó svo að ekki hafi ég lagt í sjálfstýringuna enn, en ég er búin að taka fyrir hana gatið svo að nú styttist í flutninginn. Ég setti upp tölvuna fyrir autotrollið í dag, það var nokkuð bras en ég þurfti að fella krossviðarplötu yfir gat í innréttingunni og taka svo gat í plötuna sem tölvan féll í, þetta var fúskað saman og leit bara nokkuð vel út á eftir þó að ég segi sjálfur frá ;). Svo setti ég upp skjáinn fyrir autoið og brasaði hitt og þetta. Í dag var svo byrjað að koma upp norðmönnunum í toggálgann fyrir togblakkirnar og klárast það verk vonandi á morgun, en mesta skúffelsi dagsins var þegar að vinnslulínu hönnuðurinn taldi að hann hefði hlaupið á sig í gær og ætti enga möguleika á að klára þetta í næstu viku, Jeesuus hvað er eiginlega í gangi en ég en reyndi jafnframt að anda með nefinu og missa mig ekki upp á snúning ;), seinna leystist þetta svo með því að við fáum aðra til að setja línuna niður og tengja glussa og sjólagnir en
Einn dagurinn enn að kvöldi komin. Ég náði að tengja alla snákasúpuna í nýju plotter tölvuna setja upp MaxSea og koma öllu af stað ;). Leifi var á fullu í autoinu í allan dag og miðar því verki jafnt og þétt. Og ekki má gleyma því að MarStar forritið kom í morgun svo að nú erum við komnir með emil og er það erla@sjor.it.is Seinnipartinn var svo farið í að opna ferskvatnskælinn fyrir höfuðmótorinn en borið hafði á leka á kælikerfinu, kælirinn átti að vera nýupptekin svo að vélstjórinn átti ekki von á neinu surprice en langaði samt að útiloka kælinn. Þegar loksins lokið náðist af þá varð helmingurinn af stýringunni á lokinu eftir inni í kælinum og nokkuð ljóst var að þessi kælir hafði ekki verið opnaður árum ef ekki öldum saman og þarf hann einhverrar aðhlynningar áður en hann fer saman aftur, en sem betur fer kom þetta upp núna en ekki út í sjó. Ekki lét vinnslulínan sjá sig í dag frekar en fyrri daginn og er þetta orðið frekar fúlt svo ekki sé meira sagt, en vonandi fer eitthvað
Djöfull var hvasst í morgun það verður engu logið þó að Reykvíkingar tali um vindgang, meira segja sveitamanninum að norðan/austan fannst nóg um ;). En það hefur samt aldrei blásið svo mikið að ekki lygni aftur og seinnipartinn var komið ágætisveður. Á morgun á svo að vera einhver vestan fræsingur svo að þessu er ekki alveg lokið. Leifi var á fullu í autoinu í dag og er að koma mynd á það, ég var settur sem handlangari og snattari í kring um Leifa ásamt því að ég var í að setja upp nýju plotter tölvuna í hjáverkum, en á eftir að fíniséra það verk örlítið. það felst aðallega í að koma snákasúpunni snyrtilega fyrir og apperatinu af stað. Svo er ég að safna kjarki til að færa sjáflstýringuna en mér hryllir við ormunum úr henni. Þá þyrfti að aftengja og lengja, það er eins og kjarkurinn minki með árunum, kannast ekki einhver við það? eða er ég einn um þessa tilfinningu? Þeir ætluðu að koma frá Radíómiðun og setja upp Marstar fyrir emil samskiptin en því var frestað til morguns. Hra
Nýjasta nýtt: ekki gat flugið staðist frekar en fyrri daginn og núna er búið að seinka til 22:00 í loftið 22:30 ef ekki verða frekari breytingar. :( :( :(.
Hæ hæ. Þorrablótið í gærkvöldi tókst rosalega vel og var mikið gaman hjá okkur :). Maturinn var mjög fínn fyrir utan pungana sem voru alls ekki nógu súrir :(. Í morgun byrjuðum við svo daginn á að horfa á Svamp Sveinsson en það er með því betra barnaefni sem ég hef séð, uppfullt af góðum húmor. Um ellefuleitið skutlaðist ég svo með Einar og Hilmar í sjoppuna því að laugardagsnammið var enn í peningaformi og því þurfti að umbreyta yfir í bland í poka. Eftir hádegið ætlaði ég að kippa tveimur örmum úr afturgaflinum á hjólinu en þegar á hólminn kom þá gat ég bara losað annan partinn því að á hinn þurfti 17mm fastalykil og sá sem ég átti var ekki nógu góður, og ekki gekk að nota topplyklasettið því að eini toppurinn sem vantar í settið er 17mm fyrir utan það að þetta var svo þröngt að ekki var hægt að koma toppi að, en þessu verð ég að kippa í liðinn við tækifæri. Það sem ég var að spá í með þessu var að hækka ásetuna á hjólinu en til þess þarf ég að lengja þessa arma, og ætlaði ég að