Færslur

Sýnir færslur frá júlí 3, 2005
..::Heyskapur::.. Gærdagurinn var blankó, en ég gerði svo sem ekki mikið, boraði út standarann á hjólinu braut hann og fékk hann steiktan saman :), tróð honum svo undir vélhestinn. Svo sló ég landareignina sem var ekki svo mikið verk en blessaður bakkinn ofan við stóð í okkur B&S en þegar búið var að setja græjuna í næst hæstu stöðu þá náðum við að nudda þessum stráum af, en það kostaði nokkrar ádrepur og oft þurfti að endurvekja B&S en allt hafðist þetta á endanum. Kjúllinn sem frúin eldaði í gærkvöldi fékk mann svo til að gleyma stað og stund :), það var ekkert Rússneskt við þennan og bragðaðist hann ca 1000sinnum betur en um-borð-eldaður án þess að ég sé neitt að kvarta yfir Rússneskri endamennsku. Taskan hennar Hjördísar birtist svo í gærkvöldi eftir næturdvöl í Eyjum, en þeir voru einstaklega almennilegir hjá flugfélaginu og gerðu allt sem þeir gátu til að klóra yfir handvömm sína :). Í morgun var svo hvasst á Dalvík en hlítt, en eftir hádegið skánaði þetta aðeins og var b
..::Fyrirframgreiðsla::.. Hringdi í Frumherja og pantaði mér nýtt númer á hjólið í morgun, það tekur víst nokkra daga því fanganýlendan vinnur enga yfirvinnu hehe, ég varð að borga þetta fyrirfram annað kom ekki til greina. Þetta er kannski eitthvað sem koma skal, að maður byrji á að fá útborgað áður en maður byrjar að vinna, en líklega þarf maður að limlesta eða drepa einhvern áður en maður fær fyrirframgreitt fyrir vinnuna sína:):). Þar sem að það viðraði ekki nógu vel fyrir garðslátt þá var því sveiflað aftur fyrir og geymt til betri tíma “Ámorgun segir sá lati!” en til hvers að gera það í dag sem hægt er að geima til morguns?. Ég gerði aðra tilraun með reiðstígvélin í dag, slakaði aðeins upp á öllum smellum og þá gekk þetta mun betur, en þetta er ekkert ólíkt skíðaklossum, útbúnaðurinn á þessu dóti. Svo linaðist þetta aðeins þegar maður fór að ríða um í græjunum, ég hnoðaðist inn allan Svarfaðardal og upp Heljardalsheiði þangað til snjórinn stoppaði frekari landvinninga. Í kvöld s
..::Ferðalok farangursins::.. Farangurinn minn var mættur til Dalvíkur eldsnemma í morgun, þetta var náttúrulega snilld því að þar leyndust hlutir sem búið var að bíða eftir :). Ég setti handhlífarnar á hjólið og mátaði nýju stígvélin, svo var sparkað í gang og farin smá prufutúr. Ekki líkaði mér vel við stígvélin en maður var eins og tréhestur í þeim og kom ég fljótlega heim til að skila þeim af mér, en kannski gerir maður aðra tilraun með þau seinna :). Ég brunaði svo sem leið lá út í Múla en þar sem vegurinn er í sundur þá fór ég göngin út í Ólafsfjörð, þar fyllti ég upp af eldsneyti og setti svo stefnuna á Lágheiðina með smá útúrdúrum hingað og þangað. Á Lágheiðinni voru miklar vegaframkvæmdir, ég skil það nú ekki alveg hvað er verið að punga peningum í Lágheiðina!, á ekki að fara að eyða 7miljörðum í Héðinsfjarðargöng ? Göng sem gera þennan Láheiðarforarslóða nánast óþarfan. En hvað sem því máli líður þá hossaðist ég yfir heiðina og yfir í Fljótin niður að stíflu en þar snéri ég v
..:: ITEM LOCATED. AIRLINE IS CONFIRMING::.. Sem sagt farangurinn kominn í leitirnar, og félagarnir í farangursþjónustu Flugleiða hringdu í mig seinnipartinn í dag og tilkynntu að þetta myndi mæta á Dalvík ekki seinna en í fyrramálið :). Ekki slæmar fréttir það!!!. Annars var dagurinn rólegur, renndum í bæinn(Akureyris) og brösuðum aðeins, en það hellirigndi svo að það var ekkert spennandi að þvælast þar. Þegar ég kom heim reif ég blöndunginn úr hjólinu og stillti flotholtin samkvæmt forskrift úr viðgerðarbókinni, það fór í gang á eftir svo að þetta verður líklega í lagi hehe. Vonandi get ég mokað inn einhverjum myndum á morgun, þ.e.a.s ef myndasíðan sem hýsir myndirnar okkar virkar, það er alltaf í bulli. That´s it for to now ........................
..::Loksins komin heim í frí::.. Jæja þá er þessu úthaldi lokið og maður komin heim í frí, frí sem vonandi varir í tvo mánuði eða fram í endaðan ágúst. Ég ætlaði nú að moka inn einhverjum myndum, t.d seríu af því þegar Gideon kvaddi yfirborðið og lagðist til hvílu á Flæmska Hattinum, en því miður þá tapaðist allur farangurinn minn á leiðinni heim svo að nú bíður maður milli vonar og ótta um að þetta skili sér heim, já það hlaut að koma að þessu en hingað til hef ég sloppið við töskutap á þessum ferðalögum mínum, það verður sjálfsagt að teljast til heppni frekar en hitt. En þessi heimferð var eins og svo margar aðrar, maður flaug út og suður áður en lent var á Íslandi, það er frekar fúlt að geta ekki flogið beint frá Newfie sem tæki 3-3.5klst, nei það væri full einfalt, nú var rútan St.Johns-Toranto-London-Keflavík og fór rúmur sólarhringur í þetta pjakk með tilheyrandi töskutapi svefnleysi og vonbrigðum, en ljósi punkturinn er nú samt að maður hafði það heim á endanum hehehe. Já þetta