Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 22, 2004
Mynd
..:: Köttur út í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri::.. Jæja loksins loksins erum við lagðir af stað í land, enda er þetta er orðið ágætt í bili. Það er einhver kaldaskítur á okkur og það mætt ganga örlítið betur, en vonandi verðum við ekki mikið of seinir í höfn :). Það spáir einhverri brælu á okkur á morgun, norðvestan og síðan vestan 8-9 á beufort. Þessi veðurófriður ætlar að fylgja okkur alla leið í land, það á ekki að sleppa af okkur takinu fyrr en í fulla hnefana :). En við erum orðnir sigggrónir fyrir brælum og látum þetta ekki setja okkur út af laginu :). Annað er ekki í spilunum hjá okkur í dag. Eigum við ekki að bæta við einni broshrukku? Jónas póstburðarmaður var að hætta að bera út póst í gamla hverfinu Sínu. Honum til mikillar gleði, var tekið á móti honum i hverju húsi og honum þakkað fyrir góð þjónustu síðustu árin. Jafnvel voru honum gefnar gjafir i stöku húsi. Þegar hann kom að húsi einu kom húsfreyjan á móti honum, hún bauð honum inn og inn í sv
Mynd
..::Sipp og hoj::.. Þegar ég vaknaði í morgun var allt hljótt í dollunni, hovedmotoren var dauður en þegar Strumpurinn var búin aðstrjúka honum og klappa í fimm klukkustundir þá hrökk mótorinn af stað og hefur malað síðan 6-11-14. Það er nú alveg á mörkunum að það sé skriftfært í dollunni í dag, blíðuveður en þung alda. VélaStrumpurinn varð eitthvað þreyttur á veltingnum og ákvað að dæla olíu milli einhvera tanka, ekki veit ég hvað gerðist, hvort dollunni kítlar svona agalega? Allavega höfðu þessir tilburðir Strumpsins þveröfug áhrif. Þegar ég var alveg búin að fá mig fullsaddan af látunum fór ég og bað háttvirtan Strump um að leiðrétta þessi mistök hið snarasta. Þeir sátu allir rauðeygðir og svekktir í borðsalnum englarnir mínir, enda getur engin sofið í þessum hamagangi. En það þarf svo sem ekki að fjölyrða meira um þetta :). Annað kvöld ætlum við að snúa rassgatinu í þetta vindblásna hundsrassgat og þeysast í átt að landi. En verðum við ekki að grafa einn upp fyri
Mynd
..::Styttist hratt núna::.. Það er frekar lítið að segja héðan í dag, veðrið er til friðs og það virðist sem þeim sé að fjölga góðviðrisdögunum. Kannski er vorið að koma? Annars er það nú vaninn hérna að mestu lætin séu úr þessu í endaðan febrúar :). Við eigum eftir tvo veiðidaga áður en langþráð landstím tekur við, það hefur verið smá vonarneisti í þessari veiði hérna síðustu daga svo það eru einhverja blikur á lofti um betri tíð með blóm í haga. Kannski drýpur smjör af hverju strái áður en langt um líður :). Flugáætlunin okkar Tona er komin í loftið og er það enn og aftur í gegn um Bandaríkin :(, St.Johns - Halifax Halifax- Boston og Boston Keflavík og gert er ráð fyrir að FI 632 lendi í Keflavík klukkan 06:40 Fimmtudaginn fjórða mars. Það mætti halda að þessar rækjupöddur hérna ynnu hjá Íslenska ríkinu, þær eru bara við frá 9-5 :(, það er ekki beint gott að eiga við þetta :). Verð ég ekki að gramsa upp einn fyrir brosvöðvana?: France and the USA A French man is ha
Mynd
..::Galtóm fata::.. Það hefur verið margt nýtt að hugsa um síðan í gærkvöldi, ekki mátti hausinn á mér nú við því en vonandi hefst að vinna út úr þessu eins og öðru. Ruslafatan mín var orðin kúffull og ég hellti náttúrulega úr henni yfir þann sem síst átti það skilið, en við því er ekkert að gera og maður verður að lifa með mistökunum. "Sá sem aldrei gerir mistök gerir aldrei neitt!" :) en nú er fatan galtóm svo hægt er að byrja að safna í hana aftur. Ég er búin að gefa ljósgjafanum dánarvottorðið fyrir þessa veiðiferðina, en strumpurinn er eitthvað að reina að mæla og spá. Ég er eiginlega galtómur í dag og hef lítið til málanna að leggja. Bið Guð að geima ykkur. <.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Mynd
..::Verkfall ljósgjafans::.. Héðan er lítið að frétta þennan daginn, ljósgjafinn er enn í verkfalli og veslings vélStrumpurinn er að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvað eigi að athuga næst. Maggi er búin að vera honum innanhandar í þessu veseni og haft milligöngu til hinna mestu rafmagnsfræðinga, en þrátt fyrir allt þá er engin lausn á vandamálinu fundin :(. En ég get ekkert gert og maður reynir bara að lifa með þessu, meira er ekki hægt að gera. Við Kiddi höfum verið með DVD sýningar eftir vaktina síðastliðin kvöld og reikna ég með að við höldum því áfram næstu kvöld eða meðan efnið endist :). Það er ágætis tilbreyting að gleyma þessu eilífa basli yfir einni mynd eða svo. Í gærkvöldi byrjuðum við á seríu með Indíána Jones, hann var ekki í vandræðum með að leysa vandamálin, spennandi verður að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í kvöld. En ætli maður verði ekki að gramsa aðeins i skemmtilegunum og athuga hvort ekki megi klístra einhverju broslegu á skjáinn :). Fyrrver
Mynd
..::Syndauppgjörið endalausa::.. Það er hvorki hægt að hlægja eða gráta yfir þessu lengur, bilanir og vesen virðast vera orðnir fastir liðir hjá okkur. Alla útleiðina var veslings Strumpurinn að berjast við bilanir og enn sér ekki neitt fyrir endann á þeirri bilanarunu, þegar einn hluturinn lufsast af stað þá stoppar sá næsti. Nýjasta uppákoman er að annar ljósmótorinn hætti skyndilega að framleiða handa okkur rafmagn, það eitt og sér gerir það að verkum að dósin er hálflömuð af orkuskorti :(. Ekki veit ég hvað við höfum gert af okkur til að verðskulda þessa helreið en sjálfsagt kemur það í ljós síðar, en þessa dagana hlýtur að grynnka hratt á því sem maður á óuppgert við þann sem öllu ræður. En maður er að verða búin að fá nóg af þessu bulli í bili, vonandi fer þessu bilanaveseni að linna. Eina ljósglætan í öllu þessu myrkri er að við eigum löndun fyrsta mars, á það hálmstrá hengir maður geðheilsuna og góða skapið :). En það þíðir víst ekkert að vera með einhverja skeif
Mynd
..::Konudagurinn?::.. Ef ég er ekki orðin algalin þá er konudagurinn í dag, í tilefni þess óska ég öllu kvenkyns til hamingju með daginn. Af okkur er lítið að frétta annað en að við erum byrjaðir að berjast í rækjuslagnum aftur, ekki er annað að heyra en það hafi lítið breyst í fjarveru okkar og veiðin er í lámarki :(. En veðrið er gott svo að það þarf ekki að kvarta yfir því, og bráðliðug dósin er hin rólegasta í dag. Hérna er svo einn ágætur í tilefni dagsins: Einu sinni lenti kvenkyns heilasella á einhvern furðulegan hátt og af einhverjum furðulegum ástæðum inn í höfuð karlmanns Hún synti um heilasvæðið og litaðist um taugaóstyrk, en þarna var ekki nokkur hræða. Halló kallaði hún en ekkert svar "er einhver hérna?" ekkert svar, hún fór að verða hrædd og kallaði hærra og hærra en ekkert svar barst. Nú var kvenkynsheilasellan orðin logandi hrædd og gargaði af öllum lífs og sálarkröftum "halló er einhver hérna?" Þá heyrði hún rödd sem barst langt að "