Færslur

Sýnir færslur frá mars 25, 2007
Mynd
..::Stiginn komin upp:::. Jæja þá er stiginn komin upp, Kibbi mætti seinnipartinn í gær og rusluðum við stiganum upp í gærkvöldi, þetta var orðið að mestu klárt upp úr miðnætti ;). Í dag kláraði ég svo að setja upp handriðið og smá fíniseringar sem átti eftir að klára. Það er þungu fargi af mér létt við verklok á þessum stiga hehe. En sjálfsagt verður húsfúin einhverja daga að ná mesta rykinu burt en það virðist hafa sest um allt í viðureign minni við steinsteipuna. Henti inn myndum af nýjasta afrekinu. Guð gefi ykkur góða helgi.................
Mynd
..::Smá þokast::.. Þetta smá þokast í rétta átt með stigann, nú er gatið nánast orðið klárt, við Gummi steiptum í kring um mótið í gær og ég reif svo mátann úr í morgun. Þetta lítur bara þokkalega út og er ég að vonast til að geta klambrað stiganum upp um helgina :), vonum bara að það hafist. Setti inn nokkrar myndir af síðustu afrekum............................. læt þetta nægja núna.
Mynd
..::Dómurinn er fallinn::.. Þetta kallaði nágranni minn yfir til mín þegar ég var að koma heim í gærkvöldi, ég sagði náttúrulega ha og vissi ekkert um hvað hann var að tala. En þá var hann að meina að það væri komin tími á brottför hjá honum ;), hann er líka að róa úti í heimi svo að ég er ekki einn í þessu í götunni :). En minn dómur var löngu fallinn og það er brottför frá Dalvík 2apríl. En þetta er allt í svo fínu kerfi hjá mínu kompaníi að dómarnir eru gefnir út í upphafi árs svo maður veit nokk hvernig þetta verður.
En af framkvæmdum, ég drattaðist í að mála allan bílskúrinn í gær þ.e.a.s veggina og ég verð að viðurkenna að það var ekki vanþörf á því, þetta er bara eins og nýr skúr eftir yfirhalninguna, það er alveg ótrúleg breyting á eftir málun. Nú og hringstiginn er mættur á svæðið þótt ég sé ekki búin að taka hann heim, þetta er 200kg kassi og maður hleypur ekki neitt með hann á bakinu, svo að ég bíð með að sækja hann á afgreiðsluna þangað til að ég er tilbúin að taka við honum. Ekki var nú dýrt að flytja hann norður með Samskip 3700kr en en það kostaði 4800kr að flytja hann frá afgreiðslu Stigalagersins að afgreiðslu Samskips fyrir sunnan, þannig að smá bíltúr innan Reykjavíkur varð dýrari en að flytja stigann frá Reykjavík til Dalvíkur, en þetta er Ísland í dag og ekki alltaf sem maður skilur hvaða forsendur eru fyrir verðlagningunni. Nú bíð ég bara eftir mátanum sem ég þarf í stigagatið til að gera það kringlótt, en ég þarf eitthvað að brjóta út úr gatinu og steypa svo eitthvað. Mátinn verð
..::Framkvæmdagleðin ha humm::.. Ég hef verið mjög latur að blogga undanfarið og ýmislegt er búið að bardúsa og gera sem ekki kemur fram hérna vegna alsheimer light sem mig hrjáir :). Það helsta sem undanfarið hefur verið gert er að ég tók baðherbergið í bílskúrnum í nefið og breytti því í geymslu, henti baðkarinu út málaði gólf og veggi og setti upp flúrljós og hillukerfi. Svo tókum við Guðný til hendinni og röðuðum í nýju geymsluna og hentum ýmsu drasli sem safnast hefur upp í kjallaranum engum til gagns, það var af nógu að taka og endaði með því að þetta urðu þrjár fullar kerrur og ein ferð í Súbbanum í gámana ;). Sjálfsagt hefur þetta verið hvalreki á fjörur gámarottanna sem vonandi hafa getað nýtt eitthvað af þessu rusli. Nú við erum búin að panta hringstiga í forstofuna, en hann kemur til með að leysa af hólmi bráðarbyrgðarstigann sem settur var upp um árið, og eldvarnarhurð milli bílskúrs og kjallaraherbergis var líka pöntuð, svo þar bara að trekkja múrbrjótinn upp og snikka hur
Í gær ruslaði ég svo öllu út úr bílskúrnum og grunnaði bílskúrsgólfið, svo fór ég og umfelgaði hjólið það verða líklega lítil not fyrir nagladekkin miðað við spána svo að þetta var tilvalin leikur í stöðunni, við Rúnar skelltum okkur svo aðeins á sandinn í gær og sigldum á fullu röri nokkrar ferðir þar. Við lentum svo í matarboð til Halla og Línu í gærkvöldi sem var alveg glimrandi gott, Lína ætlar að hjálpa Guðnýu eitthvað í kring um fermingarveisluna og voru þær eitthvað að spá í því ásamt öðru ;). Í morgun málaði ég svo bílskúrsgólfið, ég málaði hjólið inni svo að það verður líklega ekkert notað í dag. Læt þetta nægja í bili. Guð geymi ykkur.........................................