Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 6, 2006
Mynd
..:Fiskidagurinn:.. Jæja þá er fiskidagurinn að koma og allt á fullu á víkinni, við vorum engir eftirbátar annarra í því og settum allt á fullt í að græja pallinn fyrir fiskidag, það hafðist að klæða innrabyrgðið á veggjunum svo að það er allt klárt frá okkar hálfu. Setti inn nokkrar myndar af framkvæmdunum.
Í gær laugardag, renndi ég svo á hjólinu inn á Akureyri þar sem græjan var fyllt af bensíni g stefnan sett inn á hálendið. Ég fór langleiðina inn í Laugarfell en þar sem mér leist illa á að bensínbyrgðirnar myndu endast til baka þá snéri ég við í tíma, á bakaleiðinni stoppaði ég í Vín, Guðný var nýbúin að keyra guttanum í bæinn og renndi inn í Vín þar sem við drukkum saman kaffi og borðuðum þessa líka fínu súkkulaðitertuna með ís nammi namm. Eftir kaffið hélt ég svo áfram út á Akureyri, þar þurfti ég að tanka aftur enda var ég komin á varatank, ég pumpaði 11L á hjólið svo ekki var nú mikið eftir, og samkvæmt mælingu þá hafði ég farið með 6,38L á 100km, en það verður að viðurkennast að þetta var ekkert sérlega hugsað sem sparakstur. Ég var svo komin heim rúmlega 6 í gærkvöldi, en síðustu km voru frekar erfiðir því sætið á hjólinu er ekki beint í líkingu við LazyBoy sófa og það þreytir mann í afturendanum á lengri keyrslum, svona fyrstu túra sumarsins. Kvöldinu eyddum við svo að mestu í