Færslur

Sýnir færslur frá maí 13, 2007
Mynd
..::Skjótt skipast veður í lofti::. Í gærmorgun þegar ég opnaði augun vann ég hjá Sjólaskipum en um miðjan dag var ég farin að vinna fyrir Samherja ;), já engin veit sína æfina fyrr en öll er hehe. Lífið um borð gengur sinn vanagang og alltaf eru einhverjar uppákomur, t.d tókst mér að slíta frá mér trollið í fyrrakvöld. Það var ekkert annað í stöðunni en að henda króknum út og húkka druslurnar upp aftur, það gekk ótrúlega vel og kræktum við í draslið í fyrstu ferð. Við nánari samtöl við skip á bleyðunni reyndist þetta vera þekktur óþverrablettur en einhverra hluta vegna hafði vitneskja um hann ekki ratað til okkar :(. Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum að dunda við að kítta í síðustu holurnar í frystilestunum en fáum ekki löndun fyrr en á mánudag svo þetta er allt á rólegu nótunum núna. Mynd dagsins er af Vírusi, ekki er annað að sjá en að hann sé nokkuð slakur yfir eigendaskiptunum. Svo eru nokkrar fleiri nýjar myndir á myndasíðunni . Fleira verður það ekki í bili.
Mynd
..::Ætli þetta sé hálfnað????::.. Jæja þá er víst komið að því, X ár síðan ég kom organdi í heiminn. Eftir minni bestu vitneskju þá fæddist ég í Sjóborg á Eskifirði 14mai 1967 og vó 18merkur. Meira veit ég ekki um þennan merkisatburð, en ég geri fastlega ráð fyrir að það verði flaggað um allt land í tilefni dagsins. Og svo við snúum okkur að því sem máli skiptir, við erum staddir suður í rassgati ásamt bróður Janusi, bróður Geysir var hérna líka fram á miðjan dag í dag en þá yfirgaf hann okkur blindfullur og stefndi fullum seglum í norður til Nouakchott í löndun. Við komum hingað suður í gær og afrekaði ég það að splúndra tveim veiðarfærum þannig að Guðmundur trollgúrú skríkti eins og kát heimasæta eftir velheppnaðar mjaltir, förum ekki nánar út í mjaltirnar. Ég taldi vissara að vera ekkert að nálgast netaspekúlantinn meðan mestu fagnaðarlætin yfir afrekum mínum gengu yfir. Seint í gærkvöldi múruðum við svo saman við Geysi og hífðum nokkur bretti af umbúðum yfir til þeirra svo þeir gæt