Færslur

Sýnir færslur frá september 14, 2003
..::Slippur::.. Um hádegisbilið í gær var byrjað að undirbúa slipptökuna og vorum við komnir í lyftuna um tvöleitið. Það gekk frekar rólega að stilla dallinn af og var kafari heillengi að troða einhverju spýtnarusli á milli sleðans og dollunnar. Á endanum var svo dallurinn hífður upp í lyftunni, svo mætti jarðýta með dráttarbeisli og dró okkur inn á slippsvæðið. Þetta er helvíti flott og var okkur trillað lengst frá skipalyftunni. Þegar búið var að stilla dollunni upp komu þeir með landganginn og við spóluðum niður til að skoða, ekkert stýri á dollunni en að öðru leiti var skrokkurinn í ágætisstandi. Slippararnir byrjuðu svo staks að háþrýsti þvo botninn og undirbúa botnmálun. Í gærkvöldi var svo farið í heimsókn til Jeffs Simms og sogið upp úr nokkrum ölflöskum áður en við skruppum út á lífið ;). Það var svo byrjað að rústbanka og berja klukkan átta í morgun en ég svaf þetta allt af mér og fór ekki fram úr bælinu fyrr en eftir hádegi ;). Mér skilst svo að stýrið leggi af stað
..::Færsla::.. Í gær vorum við dregnir yfir að slippstöðinni og vonandi fer skipið upp í dag. Ef allt gengur að óskum þá ætti stýrið að koma frá Íslandi á laugardaginn ;). Útgerðarmaðurinn mætti seinnipartinn í gær til að taka á þessu púlsinn og sjá um lausu endana í öllu þessu brasi og koma öllu heim og saman. Karlarnir eru úti að rústberja og skrapa og er hávaðinn af þessari vinnu þeirra alveg ótrúlegur, það er bara eins og maður sé lokaður inni í járndollu sem fjöldi manns keppist við að berja að utan, bang bong bang!!!!!!!!. Ég fór í að setja upp aukaskjá fyrir autotrollið í gær og tókst það vonum framar, nú getur maður séð allar upplýsingarnar frá autoinu við hífingarpúltið sem er hinn mesti munur. Þetta var svo sem ekki mikið mál en það þurfti að koma köplunum undir brúna og leggja þá aftureftir og upp í skjáinn. Það er alltaf verið að endurbæta þetta eitthvað og smátt og smátt sígum við upp brekkuna löngu og hálu ;). Veðrið er búið að vera alveg frábært síðan við komum í
..::Stóri sannleikur::.. Í morgun mættu kafararnir gallvaskir og köfuðu í rassgatið á Erlu ;) þeir voru með neðansjávarmyndavél og tóku upp á myndband það sem fyrir augun bar. Það sem kom i ljós var ekki mjög aðlaðandi, stýrisblaðið var horfið með öllu. Svo virðist sem að hælboltinn hafi dottið úr og svo hefur flangsinn á stýrinu brotnað ;( og blaðkan spýst af. Mér segir svo hugur að einhver handvömm hafi verið í síðustu ásetningu því að þetta er bara búið að vera í notkun í 7mánuði, já þetta eru ekki meðmæli með Íslenskum slipptökum ;(. Þar sem allt á að vera mest og best. Hvað um það nú verður allt sett á fullt í að koma skipinu í samt lag og vonandi tekur þetta fljótt af. Nú erum við búnir að setja mannskapinn á fullt í að rústberja og mála og vonandi verður dollan orðin glansandi fín eftir smá tíma ;). Það beit mig eða stakk einhver flugutussa í höndina og er ég allur rauður og bólginn eftir helv... kvikindið og ekki mjög lipur á lyklaborðinu þessa stundina. Þetta er nú þ
..:Safe in harbour::.. Loksins erum við búnir að meika það í land! og það stýrisvana, en þetta gekk nú samt vonum framar og erum við svolítið ánægðir með að hafa meikað alla þessa leið á rokkhoppernum ;). Það er heitt í dag og maður er alveg að bráðna í allri þessari sól og hita. Í fyrramálið á svo að kafa í rassgatið á dollunni og þá kemur stórisannleikurinn í ljós. Þeir völdu okkur náttúrulega besta staðinn í allri höfninni til að liggja á, þ.e.a.s kafaranna vegna. En einhverjum metrum aftan við skipið þá spýtist út afrennslið úr holræsakerfi 300.000manna samfélags, “góðan daginn” það mætti bjóða mér að kafa í því sulli ;) oj ö (kúgast). En ég er bara að gefast upp úr hita og verð að yfirgefa ykkur með þessari línu. En ég las einn helvíti góðan í morgun sem ég verð að deila með ykkur............ ..::A masked fuck::.. A couple was due to go to their family’s masked fancy dress party. The wife got terrible headache and told her husband to go alone. He protested, but she