Færslur

Sýnir færslur frá mars 4, 2007
Mynd
X-factor , í kvöld var náttúrulega horft á þann mæta þátt og sitt sýndist hverjum um ágæti keppendanna, persónulega fannst mér þetta rétt val hjá Einari að senda Gylfa heim, en fleira verður að gera en gott þykir. Mér fannst aftur á móti færeyingurinn vera langbestur í kvöld og fékk hann mitt atkvæði, en mér þykja þær líka góðar stelpurnar í Gis og skil ekki alveg hversvegna þær lenda aftur og aftur í þessari aðstöðu. En hvað sem því líður þá er eins dauði annars brauð og nú þegar Gylfi er farin út þá styrkir það þá gömlu ;). En þótt ég hafi gaman að þessu þáttum þá raska þeir ekki mikið tilfinningunum hjá mér og ég er ekki í neinum vandræðum með að halda aftur af tárunum, ég lít frekar á þetta sem skemmtun og eitthvað til að hafa gaman af. Það hefur örugglega glatt marga í Fjáreyjum að þeir skyldu fá að horfa á þetta beint í kvöld, enda er fulltrúi þeirra þeim til sóma og það vita þeir. Á net flakki mínu fyrir nokkrum dögum rakst ég á þessa líka fínu fréttina í Færeyskum netfréttamiðl
Mynd
..:Klám hvað?::.. Er þetta ekki komið út í rugl? (sjá frétt á visir.is) Það virðist hægt að tengja orðið allan fjandann við klám, en að mínu mati finnst mér það nú frekar lýsa þeim best sjálfum sem mestu offari fara í þessu bulli. Hvað er það fólk að hugsa, og á hvað hefur fólk eiginlega verið að horfa. Ef ég hefði átt að vinna mér það til lífs að tengja barnið á forsíðu þessa bæklings við einhverja þekkta líkamstöðu, þá hefði ég sjálfsagt orðið að velja dauðann, því hvorki er þekking mín á klámmyndastellingum né hugmyndaflug er komið svo langt á þróunarbrautinni að mér hefði dottið þessi samlíking í hug. Mér hefur alltaf þótt það vera mannkostir ef fólk hefur séð lífið frá ýmsum sjónarhornum, og sem betur fer erum við ekki öll eins, en þegar fólk festist í gír, hvort sem það er nú klám umhverfisvermd trúarofstæki eða Guð má vita hvað, þá flokka ég það undir lesti sem fólk væri betur án komið.
Ég ætla að vona að þessi klámumræða fari að deyja út, því hún er komin út um læri og maga.............................. Ekki veit ég hvort það er þorandi að hengja einhverja mynd við þetta blogg, hún gæti verið misskilin :). Reynum svo að horfa á það jákvæða og góða í lífinu og sjá lífið sjálft í lit......................
Mynd
..::Einhvernvegin svona var þetta::.. Áttum frábæra helgi í bústað á Illugastöðum, að vísu var veðrið ekkert sérstakt á föstudag og laugardag en sunnudagurinn bætti það upp því þá var alveg yndislegt veður. Það er náttúrulega með þessa helgi eins og allt sem er skemmtilegt og gaman, hún leið allt of hratt. Hjördís var svo orðin bullandi lasin þegar við komum heim og er búin að liggja í flensu síðan, hún átti flug suður í dag en það verður eitthvað að fresta því meðan flensan gengur yfir, leitt að greyið þyrfti að fá þennan óþverra. Ég lenti fyrir þessum flensutrukk í vetur og hélt hreint út að ég væri að drepast. Ef ég mætti ráða þá setti ég flensur á bannlista, allar flensur nema kannski hvalskurðarhnífana sem kallaðir eru flensur ;).
Ég var búin að vera að berjast við vírus sem gróðursetti sig í tölvuna hjá okkur, það fór drjúgur tími í það seinnipartinn í gær og í gærkvöldi, var ég búin að reyna skönnun í save mode og allar hugsanlegar útgáfur af stillingum en ekkert gekk svo ég gafst bara upp á þessu, í morgun las ég svo leiðbeiningarnar með vírusvarnarforritinu og sá að ég gat engu bætt við mig þar svo það var ekki neitt annað að gera en að hringja í Frisk, þeir eru náttúrulega alveg frábærir og ég mæli með að við styðjum Íslenskt og notum heimavarnarliðið í vírusvörnum. En þarna fékk ég upplýsingar um að það væri komið nýtt og betra forrit sem leysir það gamla af, nú var bara að hala því niður, henda því gamla úr tölvuhjallinum og setja nýju græjuna upp, og þá fann ég að það kom! Eins og einhver orðaði það svo skemmtilega. Og nú ætti ég að vera laus við þessa óværu, annars er alveg ótrúlegt að þessir hæfileikaríku einstaklingar sem hafa getu til að útbúa þessa vírusa skuli ekki nýta þessa hæfileika í eitthvað a