Færslur

Sýnir færslur frá júlí 22, 2007
Mynd
..::Stutt og laggott::.. Jæja þá er sumarfríið búið og maður komin aftur af stað. Fríið okkar í Búlgaríu var alveg dillandi fínt og mæli ég eindregið með því að fólk prufi að fara þangað, Golden Sand er virkilega fínn staður til að fara með yngri krakka á og einstaklega fjölskylduvænn, ég ætla ekki að fara að úthluta stjörnum en þetta er í efri kantinum á mínum skala :). Þegar sólarferðinni var lokið átti ég fimm daga eftir heima á klakanum, ég reyndi að nýta tíman sem best til að sinna áhugamálinu og fór þrjá hjólatúra, tvo með Rúnari og einn alone. Svo setti ég upp jólaseríuna fyrir fiskidaginn og við Einar Már máluðum fiskinn, en það á að setja upp lítinn tréfisk við hvert hús í bænum á fiskidaginn, fisk sem málaður er eftir hugmyndum hvers og eins, það verður örugglega gaman að labba um bæinn og sjá alla þessu fínu fiska :). Sunnudaginn 22 var svo komin deadline á þetta og silgdi ég suður með Árna Þórðar og fjölsk á 14millu Bens jeppa, glimrandi farartæki sem ekki skorti afl, en þa