Færslur

Sýnir færslur frá september 7, 2003
..::Bið::.. Hafið þið einhvertímann tekið eftir því að líf okkar einkennist af endalausri bið, það er alltaf verið að bíða eftir einhverju. Það er sama hvar maður drepur niður niðurstaðan er alltaf bið og gæti ég endalaust talið upp þessa hluti, núna erum við t.d að bíða eftir því að þessu stími verðið lokið, ég er að bíða eftir matnum, stefnubreytingu og að vaktin verði búin o.s.f.v. En hvað um alla þessa bið sendum hana afturfyrir og komum að ferðalaginu. Já það er búið að ganga á ýmsu á landleiðinni og virðist það alltaf vera okkur í óhag, staumar og vindar breytast jafnóðum og maður telur sig vera búin að finna endanlega lausn á stjórnunarvandamáli dollunnar ;), og þá verður að breyta afstöðu þyngd og fl. Maður á í fullu fangi við að hugsa upp ný ráð við utanaðkomandi orsökum sem hrekja okkur út af stefnunni ;(. Það er kannski verið að reyna að brjóta mann niður með öllu þessu mótlæti en þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu, og ég skal koma þessari dollu að landi hjálpa
..::Stjórnlaus::.. Í gær var ég svo yfirkeyrður af verkefnum að ég hafði hvorki tíma né orku til að standa í bloggi ;). Það sem að var, var að stýrisbúnaður skipsins varð óvirkur, annaðhvort datt stýrið af eða stamminn og eða flangs gaf sig ;(. Þá voru góð ráð af skornum skammti, en þar sem ekki kom til greina að láta þetta beygja sig þá var farið í að útbúa neyðarstýri úr hopparalengjum sem svo var stjórnað með togvindunum. Vegna veðurs og strauma gekk það ekki sem skyldi og varð ferilinn eftir okkur all strautlegur og stefnan var nær New York heldur en Newfy ;(. Þá var prufað að nota annan hlerann og lengjurnar, það gekk en var ekki nógu gott heldur. Á endanum var trollið notað og gekk það þokkalega þangað til í morgun að straumar og veður höfnuðu þessari aðferð okkar ,(. Einnig var fyrirsjáanlegt að kanadíska strandgæslan leifði okkur ekki að nota trollið sem stýri í lögsögunni, svo að við sáum okkar sæng útbreidda í að finna upp nýjar aðferðir til að stjórna dósinni og var b
10.09.2003 ..::Straumur::.. Í dag erum við komnir í austurkantinn og hér er bullandi straumur og vindsperringur og erfitt að eiga við þetta, ofan á þetta bætist svo lítil veiði ;(. Ekki veit ég hvort þetta blogg mitt skilar sér á leiðarenda því að svo virðist vera sem að það sé allur gangur á því hvort e-mail komist á leiðarenda upp á síðkastið. En við erum sprækir hérna og okkur líður ágætlega þrátt fyrir fréttaþurrðina. Aflinn mætti samt vera meiri og veðrið betra en það er nú eins og það er ;). Læt þetta duga í dag..... Smá smurning á skemmtilegurnar......... One day a little girl goes up to her mom and asks her how old she is. "That's not something adults like to tell," her mother replies.Then the little girl asks her mother how much she weighs. "That's not something adults like to talk about, honey" she replies."How come you and daddy got a divorce?" the little girl asks. "We don't like to talk about that either, ho
09.09.2003 ..::Rækjusalat::.. Nú er það svart ;) ég rétt næ að fiska í rækjusalatið hjá kokknum ,). Kokkurinn útbjó þetta fína rækjusalat í dag, vélstjórinn sagði mér svo seinna að hann hefði verið komin út á hálan ís þegar hann ætlaði að fá sér af salatinu, kokkurinn kom sótillur og sagði honum að þetta salat væri eingöngu handa skipstjóranum og aðrir ættu að láta það í friði ;). Já það er vandlifað í þessari veröld en skilaboðin voru skýr og ég held satt best að segja að flestir hafi gaman af þessari vitleysu í kokknum. Ekki urðu væntingarnar með skekkjunemann að veruleika en einhverra hluta vegna þá virkaði þetta alveg þveröfugt við það sem það átti að gera ;(, en við því er lítið að gera. Það er farið að kræla á haustinu og logndögunum er greinilega að fækka, í dag er ágætisveður en smá norðan golukaldi. Í dag var fyrsti dagurinn hjá Guðnýu í skólanum ,) og ef mer er ekki farið að förlast þeim meir þá á Telma systir mín afmæli í dag ;) “til hamingju með daginn Telma”. Í kv
08.09.2003 ..::Bræla::.. Það var bara drullubræla á þúfunni í morgun þegar við mættum svo að við dokuðum aðeins við með að hósta druslunni út meðan mesti gusturinn hjaðnaði. Ekki var aflinn úr fyrra halinu merkilegur en þetta virðist samt allt virka og ekki var annað að sjá annað en að autotrolli og skekkjunemanum kæmi bara ágætlega saman ;). En því miður þá framleiðir þessi búnaður ekki rækju svo að það þarf að hafa aðeins fyrir þessu ;). Seinnipartinn er svo allur blástur bak og burt og komið fínasta veður ;). Að öðru leiti er þetta svipað og aðrir dagar, hefur sínar sorgir og gleði ;). Við erum samt bjartsýnir á framtíðina og ætlum ekkert að leggjast í volæði á fyrsta degi ;). Drífum okkur frekar í skemmtilegurnar!.................. Kýr bónda eins austanfjalls hafði rifið kviðinn illa a girðingu og hann hringdi í dýralækni, sá var upptekinn og sagði bónda að setja grisju á sárið og hann myndi lita til hans seinna. Bóndi sagðist ekki eiga neina grisju, þá sagði dýralæ
..::Vinna::.. Fyrsti dagur í seinni hálfleik einkennist af vinnu og aftur vinnu ;) en dekkenglarnir mínir eru búnir að vera kófsveittir í trollinu í allan dag og er þetta allt á réttri leið ;). Já hægt og bítandi seiglumst við upp brekkuna bröttu og á endanum ætlum við okkur að komast alla leiðina upp, en þetta flokkast kannski ekki undir skemmtigöngu og oft erum við búnir að detta og renna á rassgatinu einhvern spotta til baka, en það er á gönguplaninu að gefast ekki upp og á endanum ætlum við okkur að ná alla leiðina upp ;). Það liggur fyrir okkur nokkuð spennandi verkefni sem felst í því að í þessum túr ætlum við að prófa skekkju og straumhraðanema frá Scanmar, en nýja Scantrol autotrollið getur unnið sjálfvirkt eftir upplýsingum frá þessum nema og spennandi verður að sjá hvernig þetta plummar sig saman. Þetta virkar þannig að neminn sendir upplýsingar um straum inn í trollið ásamt upplýsingum um hliðarstraum, svo á autoið að passa upp á að halda trollinu réttu í sjónum, burtséð
..::Flognir::.. Jæja þá erum við flognir af stað aftur en við slepptum í gærkvöldi og gusuðumst af stað. Í dag er þokusuddi og smá goluskratti en yfir okkur vofa einhverjar leifar af fellibil sem eiga víst að ganga yfir fljótlega, vonandi verður eitthvað minna úr þessu veðri. Hvað um það haustið er greinilega á leiðinni og sumarið á hröðu undanhaldi. Læt þetta duga núna. Bið Guðs engla að flögra yfir ykkur. <°((()>< Hörður ><()))°>