..::Stjórnlaus::..
Í gær var ég svo yfirkeyrður af verkefnum að ég hafði hvorki tíma né orku til að standa í bloggi ;).
Það sem að var, var að stýrisbúnaður skipsins varð óvirkur, annaðhvort datt stýrið af eða stamminn og eða flangs gaf sig ;(.
Þá voru góð ráð af skornum skammti, en þar sem ekki kom til greina að láta þetta beygja sig þá var farið í að útbúa neyðarstýri úr hopparalengjum sem svo var stjórnað með togvindunum.
Vegna veðurs og strauma gekk það ekki sem skyldi og varð ferilinn eftir okkur all strautlegur og stefnan var nær New York heldur en Newfy ;(. Þá var prufað að nota annan hlerann og lengjurnar, það gekk en var ekki nógu gott heldur.
Á endanum var trollið notað og gekk það þokkalega þangað til í morgun að straumar og veður höfnuðu þessari aðferð okkar ,(.
Einnig var fyrirsjáanlegt að kanadíska strandgæslan leifði okkur ekki að nota trollið sem stýri í lögsögunni, svo að við sáum okkar sæng útbreidda í að finna upp nýjar aðferðir til að stjórna dósinni og var byrjað á að fara til baka í hlera og lengjur: það gekk ekki ;). Þá var farið í lengjurnar einar og sér og virðist mér að það ætli að ganga upp ;) og náum við líka meiri ferð en áður ;).
Svo er veðrið er eitthvað að skána líka svo að máttarvöldin eru kannski að átta sig á því að þau beygja okkur ekki í duftið ;).
Já það ætlar ekki af okkur að ganga og alltaf virðist eitthvað óvænt geta komið upp, loksins þegar maður sér fram á bjartari framtíð þá kemur eitthvað óvænt uppá.
En það þíðir lítið að gráta það bætir ekkert, við verðum að vona að við lendum á löppunum eftir þessa byltu eins og kötturinn.

Ég vona svo að Guð almáttugur og hans englahjörð passi ykkur fyrir öllu því ljóta og vonda sem þessa veröld hrjáir.
Og munið eftir brosinu og jákvæðninni það má fara ótrúlega langt á þeim útbúnaði.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi