Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 24, 2008
Mynd
..::Plágur og Böl::.. Það er ekki hægt að segja annað en Nouakchott road hafi kvatt okkur með reisn, síðasta daginn sem við vorum þarna inni að landa lyngdi og þá fylltist allt af flugum. það var sem sé stríðsástand hérna í brúnni, útrýmingu á þessari flugnaplágu sem ásótti okkur tók tvo daga. Fíni flugnabaninn tók ákaflega fáa einstaklinga af lífi og ekki var meiri hjálp í kettinum, hann lét ekki neitt flugnasuð raska ró sinni og missti ekki mínútu svefn yfir þessari óværu. Við félagarnir skiptumst á að manna flugnaspaðann sem fékk nýtt og virðulegra nafn “tortímandinn”. Það var svo seint í gærkvöldi sem við töldum stríðið unnið og hvergi var flugu að sjá. En Adam var ekki lengi í Paradís, eftir flugnapláguna miklu tók við annað böl, nú sagði Asdikið upp og hefur ekki sinnt starfi sínu síðan í gær, ofan á það bættist svo ördeiða sem engan enda ætlar að taka huuh. En við trúum því samt sem áður að þetta gangi allt yfir eins og hver önnur magakveisa og verði á endanum ágætt. Guðmundur o
Mynd
..::Hitt og þetta en aðallega hitt!::.. Í gær sigldum við inn á ytrihöfnina í Nouakshott og reimuðum dallinn utan á enn einn fraktarann og gerðum okkur klára til löndunar. Gummi hafði farið áður á léttbátnum/tuðrunni til að sækja Matta skipstjóra á Orion og Celine sölustjóra yfir í Ölfu, hann fleytti svo kerlingar með þau yfir eftir að múringin var yfirstaðin. Celine er að kynna sér aðstæður og hvernig þetta fer allt fram í raun en Matti vinur minn var nú bara að koma til að heimsækja vin sinn;), eftir kvöldmat skutluðum við Gummi svo Matta yfir í Orion. Það þurfti náttúrulega ekki að spyrja að því þegar Guðmundur stórtuðrukapteinn er við stórnvölinn, öll orka sem til er í mótorskvikindinu var nýtt til hins ýtrasta og flengdist truðrudruslan í loftköstum eftir ósléttum haffletinum svo að mér þótti nóg um hehe, það hefði ekki veitt af nýrnabelti í þessari stuttu ferð yfir í Orion. En Matti kvartaði ekki svo ég reindi að bera mig mannalega líka. Á bakaleiðinni tókum við á okkur smá krók
Mynd
..:Hei hei hó hó:::.. Í dag er konudagurinn, og vonandi hafa karlmennirnir í ykkar lífi verið rómantískari en ég þennan dag merkisdag. Ég reyni samt að klóra yfir skömmina með því að segja að ég hafi ekki verið heima, en veit innst inni að það dugir skammt ;). Héðan úr hitasvækjunni er ekki mikið fréttnæmt, ég held ég barasta að títuberja Mæja hefði að mestu verið heimavið ef hún hefði búið hér. Eins og allir sem horft hafa á Emil í Kattholti vita þá var sú sem sá um að koma fréttum milli bæja í Smálöndum í tíð Emils. Íslendingar eiga líka sína Mæju en hún var kölluð Gróa á Leiti og sá um fréttaflutning í bæjum og sveitum landsins ;). Þessar umræddu dömur Gróa og Mæja áttu það sameiginlegt að ef það var eitthvað sem þær ekki vissu þá hafði það einfaldlega ekki gerst. Þetta er allt saman í hálfgerðu dosi, flest kompanýskipin eru í löndun, og við þrír sem enn erum að rembast við veiðarnar erum dreifðir, það er dauft yfir þessu í dag og fáu við það að bæta. Ég var frekar fúll í gærkvöldi