Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 13, 2006
..::Danmörk forud::.. Jæja þá er komið að því að ég heilsi upp á litlu hafmeyjuna, en við erum á leið til Kaupmannahafnar þar sem eyða á 5dögum í vellystingum hehe, annars er ég spenntari fyrir tívolíinu en litlu hafmeyjunni. Ég hef bara komið einu sinni til Køben en það var bara á flugvöllinn :(. Við verðum svo bara að vona að Danskurinn hafi verið duglegri að læra Enskuna en ég Dönskuna forðum, svona just for clear communication :). Við feðgar tókum smá hjólasprett á sandium í kvöld, þar voru rörin snúin til fulls, Rúnar mætti svo á Dakarnum og sóthreinsaði hann hehe. Planið er þannig að við keyrum suður á morgun miðvikudag og fljúgum út á fimmtudagsmorgun, áætluð heimkoma verður svo að kvöldi 22. Jams that´s it for to now :). Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur meðan við verðum í úttlandinu.
..::Fiskidagshelgi::.. Súpukvöldið og fiskidagurinn voru hreint frábær og var stemmingin í bænum alveg meiriháttar. Við röltum um bæinn á föstudagskvöldið og fengum okkur súpu, ekki var annað að sjá en að allir væru himinlifandi með þetta framtak Dalvíkinga. Við vorum ekki með súpu í þetta skiptið, það villtist samt einn súpuþurfi upp á pallinn hjá mér í von um súpu, þar sem ég var ekki með súpu þá leisti ég málið með því að færa viðkomandi eitt bréf af bollasúpu ;), á fiskideginum hitti ég svo viðkomandi aftur sem sagði mér að bollasúpan hefði komið sér vel, hún var nýtt sem morgunmatur á fiskideginum. Nú fiskideginum eyddum við svo í að væflast um hátíðarsvæðið, þar rakst maður á ýmsa sem maður hefur ekki séð lengi. Annars fór þetta allt vel fram og ekki annað að heyra en að flestir væru ánægðir. Í gærkvöldi grillaði svo frúin grillpinna, eftir grillið sátum við svo á pallinum fram eftir kvöldi við ostaát og rauðvínsdrykkju, góðum degi var svo lokað með hreynt frábærri flugeldasýning