Færslur

Sýnir færslur frá júní 27, 2004
..::Sjaldnan launar kálfur ofeldið::.. Eða var þetta ekki einhvern vegin svona sem þetta er orðað? Nei mér datt þetta í hug þegar mér var hugsað til þeirra viðskiptahátta sem viðhafðir eru á sorglega mörgum vinnustöðum í dag, mér finnst að víða sé allt mannlegt sé horfið út í buskann og mannskepnan ryðjist áfram með græðgi og yfirgangi. Ég hef samt orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá báðar hliðarnar, og sem betur fer hefur þetta ekki alltaf verið svona, þótt mér finnist að sigið hafi á ógæfuhliðina í seinni tíð þar sem arðsemiskrafa hluthafana neyðir stjórnendur fyrirtækja út í hluti sem hefðu þótt siðlausir fyrir 20árum en þykja sjálfsagðir í dag. Já það má kannski til sannsvegar segja að “margur verður af aurum api!”. Ég hef verið að lesa ansi athyglisverða bók sem á ensku heitir Beyond the Horizon , í þessari bók segir t.d: Ef það væri nægilega brýnt fyrir mönnunum, að með breytni sinni, hugsunum og notkun þeirra hæfileika, sem guð hefur gefið þeim, eru þeir í öllu lífi sínu
..::Hvað ætti maður svo sem að segja?::.. Ósköp lítið að frétta, renndi út í Ólafsfjörð á hjólinu í gær og hitti Svan aðeins, ég hafði ætlað mér að fara lengra en í Ólafsfjörð en veðrið var eitthvað svo leiðinlegt að ég gaf það upp á bátinn og renndi heim aftur, ég þrumaði Múlann báðar leiði og er þá búin að fara þar um 3sinnum í sumar, það er nokkuð grjóthrun á veginum og nokkuð svig þarf til að komast um en allt kemur það með kalda vatninu. Á morgun er stefnan sett á höfuðborgarsvæðið en Hjördís og Óli eru að fara á tónleika og við ætlum nota tækifærið og renna í borgina.
..::Hana nú::.. Jæja ætli ég poti ekki inn nokkrum línum :). Í dag hefði Helga tengdamamma orðið 60ára svo að ég nota tækifærið og óska henni til hamingju með afmælið, ég vona bara að þeir þarna hinumegin geri henni glaðan dag. Einar Már lagði af stað suður á hestaLandsmótið í morgun með Kalla Ingunni Ninnu Kalla Soffíu Bjarka Brynju og Siggu. Ég er búin að hjóla aðeins undanfarið fór t.d á Sigló á sunnudagskvöld og yfir að Goðafossi í gær, en það var leiðinlega hvasst svo ferðin var ekki eins skemmtileg og hún hefði geta orðið. Það er unnið á fullu við viðgerðina á Otto og fór vélin upp í gær, gert er ráð fyrir að allt verði klárt til brottfarar um 20 júlí og þá reyni ég að klára það sem ég var byrjaður á :). Ég var eitthvað að surfa á netinu í morgun og rakst á þetta fína lag sem ég hafði gaman af að hlusta og horfa á. Læt þetta nægja í bili það má ekki fara með neinu offorsi af stað eftir pásuna :).