Færslur

Sýnir færslur frá september 12, 2004
..::Uppskeruhátíð og hálendisferð::.. Í gær fór ég og tók upp kartöfluræflana sem ég setti niður í sandkassann sem grislingarnir hættu að nota fyrir mörgum árum. Uppskeran kom mér á óvart og ef maður verður nettur á fóðrum ætti hún að duga nokkrum sinnum í matinn ;). Merkilegt nokk því ekki var vandað til útsæðisins eða bruðlað með áburðinn í þessa tilraun, kartöflurnar komu frá Brynju og fóru beint úr ísskápnum niður í jörðina, áburðurinn er ekki annar en sá sem kettirnir í nágrenninu dældu í sandkassann fyrir mörgum árum eða þangað til að ég gyrti yfir sandkassann með rækjuneti, það var það eina sem dugði, við vorum búin að reina allskyns húsráð frá vinum og vandamönnum til að losna við þessa kattaskítsáníðslu en það virkaði ekkert nema netið. Svo eru sumir að segja að kettir séu vitlausir, ég púffa á það, allavega hafa þeir vit á því að skíta allstaðar annarstaðar en í garðinum heima hjá sér!. Og dagurinn í dag, byrjuðum á heilun í Bjarmanum og svo var boðið til sláturveislu
..::Hvar var ég?::.. Hefur aldrei poppað upp í huga ykkar, hvar verð eftir akkúrat ár? Þetta dettur stundum inn í hausinn á mér en því miður held ég ekkert bókhald yfir það svo að betra væri kannski að snúa þessu við og segja, hvar var ég? Áður en ég fór að bulla þetta blogg þá hélt ég stundum dagbók þar sem ég skrifaði eitthvað um það sem á daginn dreif, misjafnlega mikið samt: 17 sept 1992. Stýrimaður á Náttfara HF 185. Staður Nýjagrunn, skrifað: Verið á sama, þokkaleg veiði. 17 sept 1998. Skipstjóri á Cape Ice skráður í Litháen, heimahöfn Klaipeda. Staður Flæmingja grunn, skifað: Verið NA úr kassanum á 170fm og var aflinn mjög lélegur og rækjan alveg hrikalega léleg, aflinn var lélegur í gær en hann er enn verri í dag, þó hélt ég að það væri ekki hægt. Kippt suður að kapli í nótt. 17 sept 1999. Enn skipstjóri á sama skipi. Staður Flæmingja grunn, skrifað: Dregið suður í nótt 140fm 1.6t í morgun. Flosi og Ingvar komu í heimsókn úr Tahkuna í dag. Það er komin algjör
..::Alltaf eitthvað í gangi::.. Nýr dagur og ný viðfangsefni ;), ég var ekki alveg sáttur við endalokin í tölvumálum gærdagsins svo að ég ákvað að reyna að stöðva ógæfuhjólið með óvæntu útspili. Okkar gamla talvar sem þjónað hafði okkur svo dyggilega í áraraðir stóð hérna heima og safnaði ryki, en klár til að taka við LAN kapli og tengjast Router, það var náttúrulega ekkert annað í stöðunni en að ferja gripinn niður eftir til tengdó og setja hana upp. Ég hringdi í Kalla og bauð honum í kaffi þar sem ég viðraði þessa snilldar hugmynd, honum leist ágætlega á svo að það var svifið í að kaupa netkapal meðan ég kippti draslinu saman og tróð því í Súbban, tölvunni og tölvuborðinu og öllum pakkanum. Það var fljótlegt að koma þessu upp og tengja, en en ekki virkaði netið :(:(, ARRG!. Árni var það fyrsta sem upp kom í huga minn og ég hringdi í hann, hann sannfærði mig um að meinið lægi í Routernum, eftir smá justeringu kom í ljós að bölvaður Routersfj... hafði verið frosin, og með smápikk
..::Eins og tussa breidd á klett::.. Þetta er nánast lýsingin á líðan minni þegar ég komst til meðvitundar í morgun, þessi fjárans flensudrulla sem að ég var að vonast til að yfirgæfi mig í nótt virtist hafa vaxið og dafnað og var tvíefld í morgun, beinverkir hiti og viðbjóður. Ég krafsaði mig á lappir um tíu og reyndi að fara að gera eitthvað í tölvumálunum hennar Ingunnar, en akkúrat þegar ég var að lufsast af stað mætti Fíi, ég renndi kaffi á könnuna og áttum við ágætis spjall. Eftir kaffisopann skutlaði Fíi mér með tölvuna til Kalla og Ingunnar, þar var allt sett á fullt í Router reddingum og hringdi ég í Árna Finns sem leiddi mig í allan sannleikann um þessi verkfæri sem á ensku eru köllu Router en á Íslensku Beinir, Árni var nokkuð fljótur að átta sig á því að meinið lægi í því að líklega væri Beinirinn ekki rétt uppsettur þ.e.a.s ekki rétt notendanafn og lykilorð eða tengingin væri ekki komin á. Þá var komið að þjónustuveri Símans 8007000, þar var mér vísað hægri vinstri þan
..::ADSL spekingar og ringlaði Routerinn::.. Byrjaði daginn á því að góna á Ísland í bítið, ég var drulluslappur og flensuvitleysan var enn full spræk fyrir minn smekk, höfuð,beinverkir með hornös og hóstakjöltri. Eftir að hin hrikalega og afspyrnu væmna og illáhorfandi sápa " Glæstar vonir " byrjaði þá skreið ég fram úr sturtaði mig, svo lallaði ég til Kalla en hann hafði verið að fá sér þráðlaust ADSL sem virkaði ekki :(. Það mætti einhver spekúlant til að setja þetta upp í gær en það endaði með því að hann tók tölvuna með inn á Akureyri. Þar komust menn að því að þráðlausa netkortið væri ónýtt og þurfti því að kaupa nýtt :(. Tölvan var seinnipart í gær sótt og sving og pling allt tengt þegar heim var komið! En það virkaði ekkert frekar en fyrr :(. Ég mætti á svæðið fullur efasemda til að skoða þetta og var engu nær frekar en aðrir. Þetta var farið að minna aðeins á það þegar við fengum ADSL tenginguna forðum, þá tók það viku að fá það til að virka, förum ekki nánar út
..::Kvefdrulla og slappleiki::.. Frekar slappur í dag, það er einhver flensudrulla með kvefi og hálsbólgu að hrjá mig, eitthvað sem hefur verið að ganga hérna fyrir norðan og þurfti endilega að sækja mig heim :(. En það þíðir víst lítið að leggjast í aumingjaskap og volæði þótt maður sé með hornös ;). Ég dreif mig í bílskúrinn og reif tankinn af hjólinu grunnaði hann og sprautaði, svo hringdi ég í Suzuki umboðið og pantaði mér nýtt kúplingshandfang :), það verður að gera þetta klárt fyrir næstu atrennu að bévítans heiðinni :P aldrei að gefast upp!. Annars var ég búin að finna mér nýjar handhlífar á netinu sem ég hef augastað á, en það verður að bíða betri tíma, maður getur víst ekki lagst í kaupæði með allt niður um sig. Ég veit ekki einu sinni hvort ég er með atvinnu eða ekki, allt í lausu lofti þannig að sólin skín ekki beint í andlitið á mér í augnablikinu. Maður er orðin frekar þreyttur á þessari eilífu óvissu sem virðist fylgja þessari atvinnugrein. Og hollusta hvað er það
..::P38 er ekki skriðdreki! Bara sparsl::.. Rólegheita dagur hjá mér og mínum. Einar gisti hjá Sæþór síðustu nótt svo að við vorum bara ein í kotinu og kúrðum fram eftir morgni og slepptum barnaefninu þennan daginn :). Það var sannkallaður Sunnudagur svona letidagur, en það duttu inn nokkrir í kaffisopa, fyrst komu Ingunn og Kalli en svo kom Ella og Gunnar, Gunnar fékk að horfa á Tímon og Púmba og steinsofnaði yfir bullinu í þeim félögum, hann var agalega krúttlegur þar sem hann svaf og saug á sér þumalinn og náttúrulega varð hann fyrir linsunni :). Í hádeginu mætti grislingurinn okkar úr útlegðinni, hann var eitthvað að basla á hjólabrettinu og í körfubolta fram undir fimm en þá var enn ein afmælisveislan :), flott fyrir Einar hann er búin að lenda í tveim afmælisveislum um helgina. Ég notaði daginn og skipti um stýri á hjólinu, sló undir glænýju Renthal stýri sem ég keypti í útlandinu um daginn, svo sullaði ég P38 saman eftir leiðbeiningum á dósinni og smurði því svo í skemmd