Færslur

Sýnir færslur frá janúar 11, 2009
Mynd
..::Þetta fer alltaf einhvernvegin::.. Víraslagurinn mikli tók enda eins og allt annað, á tímabilum sá maður ekki fram úr brasinu en einhvernvegin var ekkert annað í stöðunni en að halda áfram, það voru ekki margir kostir í stöðunni, skera vírinn af stb spilinu og skipta vírnum af bb spilinu niður á bæði spilin, það var slæmur kostur því við hefðum ekki haft nægan vír fyrir annað eitthvað grunnslóðaskak. Plan-B, ef allt færi á versta veg var að taka togvírana úr Geysi áður en hann færi í slipp á Las Palmas, það var rúmlega sólarhringsbið. Plús sigling , múring tími við töku á vírnum og sigling á miðin aftur. það var því aldrei neitt annað í stöðunni en að halda áfram að hnoðast í þessu basli og gefast ekki upp, það nagaði mig mest allan tíman að ég væri kannski að gera tóma vitleysu, kannski væri þetta ekki hægt og þá væri ég búin að sóa dýrmætum tíma í tómt bull. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur í þessu og það verður aldrei sagt að þetta hafi verið auðvelt, en þetta hafðist fyrir r