Færslur

Sýnir færslur frá júní 8, 2003
Rólegur dagur hjá mér í gær, veðrið var hálf leiðinlegt bara 9°C hiti og skýjað hálffúlt eftir nokkra mjög góða daga. En það verður víst að taka þessa daga líka, ekki satt?. Ég drattaðist samt út i sundlaug og morraði þar dágóða stund í heitapottinum ;). Í seinnipartinn hringdi ég svo í vinn minn á Flateyri og endaði það á þann veg að við ætlum að skella undir betri fætinum og bruna vestur á Laugardaginn........... Svo verðum við bara að krossa alla útlimi og vona að veðrið verði gott um helgina :). En hér er einn ansi góður sem tilvalið er að láta fylgja með ;). The Smiths were unable to conceive children, and decided to use a surrogate father to start their family. On the day the proxy father was to arrive, Mr.Smith kissed his wife and said, "I'm off. The man should be here soon". Half an hour later, just by chance, a door-to-door baby photographer rang the doorbell, hoping to make a sale."Good morning madam. I've come to......" "Oh, no need
Og þá er komið að Blogginu eina ferðina enn. Var komin á fætur á kristilegum tíma í morgun og var að brasa hitt og þetta fram að hádegi. Þá náði ég í þrjár póstkröfur og setti svo nýja varahlutinn í vélfákinn það var létt verk og löðurmanslegt. Eftir hádegið fékk ég mér svo rúnt á vélfáknum og brunaði fyrst fram í sveit en renni svo út í Ólafsfjörð um Múlann, múlinn var nokkuð greiðfær þó að sumstaðar hafi verið þæfingur vegna grjóthruns sem safnast hafði á veginn. Á Ólafsfirði rétt slapp ég fyrir horn þegar staurblint gamalmenni reyndi að keyra mig niður, já ég veit satt best að segja ekki hvernig þetta slapp en djöfull var það tæpt. Mér finns persónulega að það ætti að taka fólk í ökutékk annað hvert ár eftir sextíu og fimm ára aldur því að sumt af þessu fólki hefur ekkert með bílpróf að gera og er sjálfum sér og öðrum til stórhættu í umferðinni, auðvitað eru það svo þessir fáu einstaklingar sem skapa tóninn fyrir allt fólk á þessum aldri, en þetta mætti leysa með því að grisja þ
Einn dagurinn enn með megaveðri, sól og sumri. Ekki gat nú grilldruslan dugað út grillunina í gær og varð draslið gaslaust á síðustu mínútu, en þetta var það langt komið að það reddaðist fyrir horn. Týpískt fyrir okkur systkinin ;), en allavega fékk ég nýjan kút í dag svo að nú svínvirkar grillið sem aldrei fyrr. Við Guðný fórum inn á AK í dag og náðum í númerið á vélfákinn ásamt því að ég fjárfesti í nýjum gemsa, gamli hlunkurinn minn var orðin ansi lasinn þjáðist af næringarskorti og átti það til að fara í dá í tíma og ótíma svo að það var komin tími til að leysa hann undan ánauðinni sem fylgir því að þjónusta mig. Ég skipti svo um dekk á reiðhjólinu hjá Einari Má en hann var komin inn í slöngu og það hékk á lyginni en nú er það eins og nýtt aftur ;). Þegar ég var búin að skrúfa númerið á fákinn þá reið ég honum aðeins um bæinn svona til að fá að pústa aðeins út, það var nú veðrið til þess 18°C hiti og sólin bakaði niur eins og þeir orða það í Fjáreyjum ;). En þetta verður að
Það er búið að vera algjört mega veður hérna í dag. Ég lá náttúrulega á hryggnum fram undir 11 en lufsaðist þá fram úr, fljótlega trekkti ég grasmótorinn í gang og snoðaði lóðina með honum, en nennti ekki að raka svo að það lenti á Guðnýu og Hjördísi ;(. Um miðjan dag skrapp ég svo í sundlaugina en fór aldrei ofan í og satt best að segja aldrei út úr sturtuklefanum því að minn tilgangur með þessari heimsókn var bara að komast í ljósavélina og baka mig aðeins. Seinnipartinn skutlaði ég svo Einari Má og félaga hans út í Ólafsfjörð á einhvern fótboltaleik. Og þar sem veðrið var svona gott þá var komin tími til að draga grillið fram, en það var náttúrulega allt í kássu, brennarinn ónýtur og ekki hægt að fá eins brennara á Dalvík, en það var til eitthvað annað sem átti að passa í allt “one size fit all” eins og smokkarnir, en það er náttúrulega alltaf eins með það sem á að passa í allt að það verður vonlaust á flest, en að lokum náði ég að ljúga þetta saman og þetta blússvirkaði. En mér
Sunnudagurinn 8 júní. Mikið var gott að komast heim eftir allan þennan tíma í burtu, og innsiglaði ég það með því að sofa fram yfir hádegi. Veðrið hefur verið frábært og viðraði fínt á fermingarbörnin á Dalvíkinni, við lentum í tveim veislum svo að hérna verður ekki eldað í kvöld ;). Seinnipartinn setti ég svo vélhestinn minn í gang og liðkaði hann örlítið, ekki veitti honum af eftir vetursetuna og var viljugur og sprækur. Þetta er nú það helsta. Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð. ><((Hörður))°>
Úbbs þá er komið að játningunni, "Hvers vegna hefur ekki komið neitt BLOGG" Æi jesus maður verður víst að fá að hafa alla sýna galla og þar sem ég er nú ekki betur af Guði gerður en þetta þá lenti þetta allt út um læri og maga hjá mér. Sumir skilgreina þetta sem lægð, aðrir sem andlega þreitu,og enn aðrir sem þunglyndi, ég hallast ekki að þunglyndi en öll getumm við fengið nóg, og ég giska á að ég hafi ekki haft nóga orku handa ykkur öllum þennan síðasta túr, svo sorry, öll mín orka fór í að halda mér sjálfum og þeim sem mér unnu gangandi og það var satt best að segja engin afgangur. "En allt tekur enda" og núna er ég komin heim í flangþráð frí, þar sem að maður getur hlaðið batterín aftur. Eins og ég sjálfur veit þá verður mér fyrirgefið þessi blogggloppa.. Sjáumst hress :). Lenti í keflavík eldsnemma í morgun og var orðin eins og tussa breidd á klett eftir ferðalagið, sem var á tímum mjög skrautlegt en hafðist allt fyrir rest. Mamma og Hanna Dóra voru mættar