Færslur

Sýnir færslur frá mars 2, 2008
Mynd
..::Jákvæðni já takk!::.. Enn bíðum við eftir stóru fiskgöngunni en hún lætur standa á sér, það verður sjálfsagt þokkalega bingóðið þegar holskeflan skellur á með fullum þunga, þangað til bíðum við félagarnir misjafnlega þolinmóðir. Í gær skottuðumst við inn til Nouakchott með veikann mann, í leiðinni sóttum við allskyns pappíra fyrir hin skipin ásamt því að við björguðum Ew.Cook um handlyftara sem þeir þurftu að fá lánaða frá okkur. Veðrið hefur verið með eindæmum gott hérna undanfarið svo það er ekkert yfir því að kvarta, en mannskepnan er misjafnlega gerð og sum okkar finna sér alltaf eitthvað til að kvarta yfir. Merkilegt hvað sumt fólk eyðir miklum tíma í að sjá leiðinlegu hlutina í kring um sig, af hverju ekki að horfa eftir því jákvæða og skemmtilega í fari anarra og umhverfinu. Sumir virðast nærast á því að tala illa um allt og alla. Mikið held ég að þetta sé erfitt að sjá ekkert nema myrkur og mannaskít í hverju horni, ég á engin svör við þessu önnur en að biðja Guð almáttugan