Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 6, 2005
Mynd
..::Til hamingju með komuna frænka::.. Bjarminn í morgun og svo bleiki grísinn eftir hádegi. Hjördís kom með okkur í bæinn og við notuðum tækifærið og skruppum aðeins upp á fæðingardeild til að kíkja á litlu frænku, hún er agalegt krútt. Tók nokkrar myndir og setti tvær af pínulitlu frænku á myndasíðuna. Í kvöld var ég svo orðin drulluslappur af kvefdrullu :(, þetta var nú það helsta sem við gerðum í dag. Bið þann sem öllu ræður og stjórnar að senda ykkur aukaskammt af ljósi, er það ekki sem allir geta nýtt sér??
..::Guggnaði undan farginu::.. Þetta er náttúrulega ekki hægt, og ekki er hægt að segja að þetta sé hratt ;). Dagurinn í dag var svo sem ágætur ég var að mestu leiti heimavið, en um miðjan daginn skrapp ég í smá heimsókn í Bjarmann, það var alveg frábært og var ég ekki svikinn af þeirri heimsókn, höfum ekki fleiri orð um það hérna, frekari upplýsingar fást í beinlínusambandi við mig sjálfan ;);). Það var alveg rosalega fallegt veður í morgun og svignuðu trén undan snjónum sem sest hafði á þau í nótt og morgun, ég ætlaði nú að taka myndir af þessu en var ð of værukær því um hádegisbil hvessti og þá fauk þetta allt af. Því miður var einhver þvottur á útisnúrunni, þvottur sem var sligaður undan snjófarginu. Vesalings útsölu Álsnúrurnar hölluðu undir flatt þegar það vindaði, þetta var náttúrulega bölvað drasl sem kostaði lítið, en ég var nú samt að vona að þetta dygði lengur. Þessi niðurstaða var ekki til að auka álit mitt á þessum auma málmi sem kallast ÁL, en álið á að bjarga öllu á mínu
..::Pattstaða::.. Enn gerist ekki neitt (í atvinnumálunum).Þrátt fyrir að það sé ósköp notalegt að vera ómagi á framfæri konunnar þá langar mér til að leggja eitthvað til með mér sjálfur. Ég rakst á eina atvinnuauglýsingu í bæjarpóstinum í dag, enen það var ekki almennur vilji í fjölskyldunni fyrir því að ég myndi sækja um það starf, enda kannski ekki beint starf sem hentaði mér “afgreiðslustarf í blómabúðinni ;)”. Lét mig samt hafa það að hringja eitt símtal og skrá mig hjá enn einu fyrirtækinu, það var ekki mjög líklegt að ég kæmist þar að. En þetta er eins og með happdrættin, þar er víst engin leið að vinna nema að eiga miða ;);), ég lít á þessa skráningu sem eitthvað svipað “miði er möguleiki”. Ég fékk póst í dag sem innihélt eftirfarandi: Eitt orð Lýstu mér í einu - Bara einu orði! Sendu mér það svo (bara mér), sendu þetta svo til allra vini þína og sjáðu hvaða skrítnu hluti fólki finnst um þig Svaraðu þessu það er gaman ! Ykkur er velkomið að svara þessu á comment kerfinu, ég
..::Skreppitúr::.. Lítið sem ekkert að frétta hjá mér, skrapp suður í dag fór klukkan níu í morgun og var komin aftur heim klukkan níu í kvöld. Það var fínt að keyra, autt alla leiðina og ágætisveður, síst var þó veðrið fyrir sunnan enda stoppaði ég ekki lengur en ég þurfti þar. Rakst á þessa síðu áðan, “Barmasíðan!” nafnið hleypir kannski hugmyndafluginu af stað en ekki er allt sem sýnist :). Guð geimi ykkur............
..:.Fljúgandi hálka::.. Mánudagur, ekki mikið í fréttum af mér og eða mínum. Það er bullandi þíða og hrikalega hált í bænum, ég staulaðist á svellbunkunum niður í vinnu til Guðnýar í morgun og sótti bílinn. Rúllaði svo inn á Akureyri og náði í Hjördísi sem nennti ekki að hanga innfrá í allan dag og hringi því í pabba “viltu sækja mig?” hún er búin snemma á mánudögum og vill náttúrulega komast heim. Eftir bæjarferðina fór ég til Brynju og heflaði aðeins af svalahurðinni hjá henni og lagaði læsinguna sem var að detta af, þar sem ég hafði ekkert annað að gera þá var þetta fín tilbreyting ;);). Að öðru leiti var dagurinn hverjum öðrum líkur, þ.e.a.s fyrir utan hálkuna. Læt þetta nægja núna. Farið varlega og passið ykkur í hálkunni..............
Mynd
..::Smakkari::.. Dúndrandi blíða í dag og ég lét mig hafa það að sparka í gang og fá mér sveiflu á ísnum, stoppaði samt frekar stutt þar sem maður var allur í strengjum eftir gærdaginn ;), spændi einn hring í sveitinni áður en ég hætti og gekk frá gripnum inn í skúr. Og ekki hefur enn hlaupið á snærið hjá mér í atvinnumálum en ég örvænti samt ekki það hlýtur að detta eitthvað inn á endanum. Annars var ég að velta því fyrir mér að sækja um sem smakkari í nýju bjórverksmiðjunni sem rísa á inni á Árskógsströnd :):). That´s it for to day.............