Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 12, 2007
Mynd
..:: Nú er það Derex ekki Derrik ;)::.. Það er komið að því að blessaðir englarnir okkar komist í frí, en í dag eru áhafnarskipti hjá okkur á legunni í Nouadhibou, það er alltaf mikil spenna í köllunum í þessum skiptum enda eru margir búnir að vera lengi að heiman og spenntir fyrir því að komast heim, það er misjafnt hvort menn fara einn eða tvo samninga en flestir eru þó tvo. Hver samningur er 70dagar svo að það er langt komið á fimmta mánuð hjá mörgum, hver væri ekki búin að fá nóg eftir svoleiðis vinnutörn? Já ég segi vinnutörn því þessir karlar vinna sína 12klst á dag þessa 140daga, ekkert helgarfrí, ekkert nema vinna sofa og éta, en þetta er val og engin er neyddur í þetta, á móti kemur svo gott frí, en þetta er samt í lengri kanntinum. Það styttist í þessu úthaldi hjá okkur Íslendingunum en við vonumst til að komast af stað heim þriðja september, en það eru yfirleitt tvö styttri úthöld á haustin til að velta Jólunum, þannig að menn séu ekki á sjó nema önnur hver jól. Já það eru e
Mynd
..::Vefmyndavél::.. Er ekki komin tími til að pikka inn nokkrar línur ;). Annars er ekki margt markvert að segja héðan annað en að við erum búnir að landa einu sinni á legunni í Nouadhibou, það gekk þokkalega en veðrið var hundleiðinlegt allan tímann, ég eyddi megninu af þessari löndun í bátaviðgerðir og var á endanum komin með fóbíu fyrir bensínlykt og velting, en tveir dagar fóru í að koma mótornum í starfhæft form, en það hafist fyrir rest og á endanum fannst bensínstífla sem orsakaði gangtruflanirnar. Fiskidagshelgin leið í ró og spekkt hjá mér, en ég hefði alveg verið til í að vera heima á Dalvík þessa helgi, auðvitað ætlaði ég að fylgjast með á nýju Dalvíkur vefmyndavélinni en einhverrahluta vegna náði ég aldrei sambandi við hana um helgina, skítt því þetta er búið að vera allt of lengi í bígerð, og svo er niðurstaðan óviðunandi. Ég var að vonast til að vélin yrði með meiri gæði og myndi horfa yfir (skanna) hafnarsvæðið og um miðbæin, en eihverra hluta vegna er þetta alls ekki nó