Færslur

Sýnir færslur frá júlí 29, 2007
Mynd
..::Útihátíð hvað???::. Það er ró yfir okkur félögunum þessa verslunarhelgi, og ekki hægt að segja annað en það fara bara ágætlega um okkur svona langt frá gleðinni sem þvengríður Íslandi þessa helgi. Við félagarnir óskum ykkur alls hins besta og vonum að þið eigið góða helgi, passið bara að frostverja ykkur ekki um of, allt er best í hófi, kannski ekki gott fyrir mig að vera að predika þetta því í minningunni var maður ekki alltaf til fyrirmyndar um þessa helgi hehe, en en maður slapp óskaddaður í gegn um nokkrar útihátíðir og ég vona að það verði sama hjá ykkur ;).
Mynd
..::Þá er komið að því::.. Það er að segja að skrifa einhverjar línur á þetta blogg. Það hefur verið ágætis nudd á okkur síðan við komum um borð svo að það er ástæðulaust að væla og skæla undan fiskiríinu. Auðvitað hafa ýmis merkiskvikindi þvælst í vörpuna, skepnur sem sjálfsagt myndu vekja lukku á fiskasýningunni á Fiskideginum heima á Dalvík, ég sé enga möguleika á að koma þessum skepnum þangað og bíð því bara upp á myndir. Annars er ekki gott að missa af þessum degi okkar Dalvíkinga, ég væri alveg til í að vera heima í Spærlingsgötu um næstu helgi en það verður víst ekki þetta árið ;). Nýi Kötlu forstjórinn heimsótti flotann um daginn og heiðraði okkur með nærveru sinni í tvo daga. Vírus byrjaði á að þefa af honum þegar hann mætti og skreið svo upp í fangið á honum svo að við gerum fastlega ráð fyrir að þetta allt verði í fínu lagi, annars leist okkur príðisvel á nýja stjórann og teljum að hann eigi eftir að rífa þetta batterí áfram. Verslunarmannahelgin framundan, er ekki flöskudag