Færslur

Sýnir færslur frá október 5, 2008
Mynd
..::Dakhla Road::.. Dallurinn fullur og við enn og aftur komnir inn á Dakhla road til löndunar, komum hingað um miðjan dag í dag í skítaveðri. Eitthvað fer þetta nú rólega af stað, og ég gat ekki annað séð en að Kristján væri orðin frekar pirraður á því hvernig þetta væri allt. Ég er aftur á móti löngu hættur að gera mér einhverjar væntingar um að þetta löndunarbull geti einhvertímann gengið upp eins og við myndum vilja, maður les þetta orðið nokkuð strax í mooringunni , í dag tók 40mín að taka á móti tveim endum frá okkur, fraktjaxlarnir náðu að glutra endunum tvisvar í sjóinn og fannst mér á þessum fyrstu kynnum að þetta yrði eitthvað sögulegt, svo er bara að sjá hvað verður. Við erum tveir að riðlast á þessum fraktara, Heineste er á hinni síðunni og mér skildist á Páli í dag að fraktdósin hafi verið full ágeng í nótt, hún bæði beit og kyssti , það þarf greinilega tvo til að hemja hana þessa. Annars eru flestir sem ég hef heyrt í í dag í hálfgerðu losti yfir því hvernig fjármálakrísa
Mynd
..::Það gefur auga leið!::.. Þegar ég staulaðist á stjórnpall í morgun benti stýrimaðurinn mér á að það væri eitthvað athugavert við annað augað í mér, þetta hafði alveg farið fram hjá mér þegar ég burstaði tennurnar í morgun, enda þarf ekki mikið að spegla sig við þá iðju. En þar sem það var greinilega eitthvað athugavert við ásjónu mína þá var ekki undan því skorast að kíkja á hvað mönnum þætti svona merkilegt, þegar ég leit í spegilinn þá sá ég að það hafði sprungið æð í öðru auganu og var það aðeins rauðleitt, ekki merkilegur skaði að mínu mati og fannst ekki ástæða til að fjasa meira yfir þessu. Vaktfélagi minn linnti samt ekki látum fyrr en hann hafði þvingað mig til heimsóknar til læknisins, þessi heimsókn var hvalreki á annars rekalitlar fjörur doksa, nú fann karl til sín og dró fram augndropa sem hann tjáði mér að ég yrði að pumpa í augað á klukkustundar fresti það sem eftir væri dags. Ég þakkaði lækninum fyrir og kvaddi sæll og glaður með dropana fínu í vasanum. Þegar ég mæt