Færslur

Sýnir færslur frá júlí 30, 2006
..::Verslunarmannahelgi.)::.. Hún hefur verið með öllu rólegra móti hjá okkur þessi verslunarmannahelgi, ekkert djamm eða chill hehe, kannski að maður sé að verða gamall??. Nutum góða veðursins heima við á föstudaginn og notaði ég tímann til að klippa runnana, svo fórum við feðgar aðeins á Thumpinn. Vinur Einars fékk aðeins að prufa og byrjaði á því að fara aftur fyrir sig ;), en hver hefur ekki prufað það?, Thumpinn var aðeins laskaður á eftir en við redduðum því í skúrnum á eftir. Ég fór svo upp allan dal á hjólkrílinu og hætti ekki fyrr en ég var komin langleiðina upp á Reykjaheiði, þetta er algjör snilld þetta hjól og alveg tilvalið á rollustíga og í að príla þar sem stærri hjól komast illa að. Ég lét svo loksins verða af því að skipta um tankinn á KTM og setti 12L tankinn á en sá sem fylgdi með hjólinu er 8L, þetta átti að gera græjuna betri í lengri túra en mér finnst þetta samt full lítil aukning :(.
Mynd
..::Aftur heim::.. Jæja þá eum við komin heim aftur eftir velheppnaða bústaðarferð í Svignaskarð, nenni nú ekki að skrifa mikið um það núna ;). Setti inn nokkrar myndir úr túrnum. Vona svo að allir skemmti sér vel um helgina, veðrið verður náttúrulega best hérna fyrir norðan ;).