Færslur

Sýnir færslur frá apríl 15, 2007
Mynd
..::Jörð kallar Sírius via orange box::.. Það hefur orðið býsna mikil þróun í fjarskiptum undanfarna áratugi, að því komumst við Halli í gær þegar Loftur(loftskeytamaðurinn) kom með einhvern appelsínugulan kassa og spurði hvort hann mætti ekki henda þessu. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var neyðartalstöð úr bjargbát sem var fjarlægður í síðasta slipp, auðvitað kom ekki annað til en að opna kassann og kynna sér græjuna. Í ljós kom þessi líka fína fjarskiptamiðstöð með hand/fótstignum orkugjafa og pilot hedsetti. Það þarf ekkert að virkja nema þann sem nota stöðina, og mengunin fer eftir því hvað viðkomandi er ákveðin í að snúa rafalanum, auðvitað væri hægt að fá sér þræl til að snúa en ég mæli frekar með að menn sjái um þetta sjálfir. Það mætti athuga þessa orkulausn fyrir hið almenna símkerfi, þá þyrftu sumir aldrei að fara í ræktina hehe . Alveg tilvalið fyrir vinstri aða hægri græna, 100% umhverfisvænt . En eftir að við höfðum prófað græjuna þá kom ekki til greina að henda he
Mynd
..::Það þarf að klippa líka::.. Það eru ýmis aukaverkefni sem maður tekur að sér til hliðar við skipstjórastöðuna, ekki á ég þá við nefndarstörf eða fundarsetur. Í gær var það t.d klipping á yfirvélstjórann og trollmeistarann, ég var ekki lengi að snoða af þeim lubbann enda ekki í fyrsta skipti sem ég tek svona hreinsunarstaf að mér, létt verk og löðurmannslegt hefði einhver sagt. Að öðru leiti var lítil tilbreyting í þessum degi. Svo eru hérna þrír brandarar, bannaðir innan 18: Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna. „Hefurðu einhveratímann komist í snertingu við karlmann." Hún svaraði, „ég hef bara snert einn með puttanum." Þá sagði Lykla-Pétur: „þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn." Hún gerði það. Svo spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: „Ég hef bara faðmað einn." Lykla-Pétur sagði þá:
Mynd
..::Hjá sumum er þetta áhyggjulaust::.. Það er misjafnt hvað við erum að hafa miklar áhyggjur af líðandi stund, sumir eru alltaf að farast úr áhyggjum á meðan aðrir gefa skít í allt og alla og þjösnast sínar eigin leiðir. Kisinn okkar er einn af þeim sem er ekki að gera sér mikla rellu yfir hlutunum, fyrir hann er nóg að hafa vatn og eitthvað að éta, það skemmir svo ekki fyrir ef einhver nennir að kjassa hann og klóra við og við og þá er þetta komið og lífið fullkomið. Annars er það nú einhvernvegin þannig að það er sama hvort menn hafa áhyggjur eða ekki, hlutirnir fara einhvernvegin á endanum og oft allt öðruvísi en maður hefði ætlað að þeir yrðu. En aftur að þeim áhyggjulausa, krílið fer út þegar sólin kemur upp og liggur svo og lætur sólina baka sig fram undir fimm sex, þá kemur hann inn og fær sér eitthvað í svanginn og vill svo láta stússa eitthvað við sig, það felst þá aðallega í klóri og klappi. Af flísalögn er það að frétta að hún gengur bara fínt, Reynir er búin að leggja á vi
Mynd
..::Hraðakstur bannaður::.. Guðmundur Sævarson trollgúrú er hérna á nýja fína rústbankaranum, myndin segir nánast allt sem þarf hehe. Á þessari græju er félaginn búin að hamast nótt sem nýtan dag undanfarið. Gummi sagði mér í trúnaði að hann hefði verið að fikta eitthvað í mælaborðinu og þá fundið út að tækið væri einnig útbúið bónvél og parketslípara, nú þurfum við bara trédekk eins og á Moonsund svo maður geti prófað parketslíparann,og ég verð fljótur að bóna borðsalinn sagði félaginn skælbrosandi ;), hann mátti ekkert vera að því að tala meira við mig og brunaði af stað..
Mynd
..::Þetta er nú meiri steypan!::.. Jæja þá er tími á nokkrar línur. Líf okkar hérna er kannski ekki svo mikið frábrugðið því sem flestir eru að bardúsa við svona allmennt, við eyðum drjúgum tíma í að laga og betrumbæta skipið. Kannski er þetta eitthvað svipað því sem allir kannast við sem reynt hafa að koma sér upp húskofa, það er endless story og alltaf hægt að betrumbæta eða fegra umhverfið eitthvað. Oft er það nú betri helmingurinn sem ýtir okkur í framkvæmdir þó það sé ekki einhlýtt, en hér um borð eru engar eiginkonur, sambýliskonur eða kærustur til að ýta okkur áfram svo við verðum bara að finna þetta hjá okkur sjálfum, það gengur bara býsna vel hehe. Ég var agalega montin yfir því að vera búin að taka bílskúrinn heima hjá mér og mála í hólf og gólf í fríinu, en það eru bara smámunir í samanburði við það sem Gummi er búin að vera að gera í bílskúrnum(netaverkstæðinu) sínu hérna um borð, hann er búin að rúnta á rústbankaranum fram og aftur um bílskúrsgólfið í viku og nú er kappinn
Mynd
..::Loðdýrafréttir::.. Jæja þá er komin tími á að hripa niður nokkrar línur, sjálfsagt þykir flestum ég vera latur bloggari en það verður þá bara að hafa það hehe. Þessi bloggáhugi kemur og fer hjá mér, stundum er ég í stuði til að skrifa upp á hvern dag en svo koma tímabil sem ég nenni ekki að sinna þessu sem skildi. En hvað sem því líður þá er og verður þetta svona ;). Vírus hefur verið hinn kátasti síðan við komum um borð, að vísu virtist hann vera aðeins hvekktur fyrst þegar við komum en það rjátlaði fljótt af honum, það var búið að ganga ýmislegt á hjá litla greyinu síðustu tvo mánuði, hann hafði strokið(tínst) tvisvar, annað skiptið í sólarhring en hitt skiptið í fjóra daga. Eftir seinna strokið var hann illa til reika skítugur og soltin, en Pavel loftskeytamaður þreif hann og huggaði svo hann var fljótur að jafna sig. Núna er hann farin að fara stutta rannsóknartúra fram á bakka og í næsta umhverfi brúarinnar en er mjög var um sig á þessum ferðalögum og fer ekki langt, eitt skr