..::Það þarf að klippa líka::..
Það eru ýmis aukaverkefni sem maður tekur að sér til hliðar við skipstjórastöðuna, ekki á ég þá við nefndarstörf eða fundarsetur.
Í gær var það t.d klipping á yfirvélstjórann og trollmeistarann, ég var ekki lengi að snoða af þeim lubbann enda ekki í fyrsta skipti sem ég tek svona hreinsunarstaf að mér, létt verk og löðurmannslegt hefði einhver sagt.
Að öðru leiti var lítil tilbreyting í þessum degi.

Svo eru hérna þrír brandarar, bannaðir innan 18:

Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna. „Hefurðu einhveratímann komist í snertingu við karlmann." Hún svaraði, „ég hef bara snert einn með puttanum." Þá sagði Lykla-Pétur: „þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn." Hún gerði það. Svo spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: „Ég hef bara faðmað einn." Lykla-Pétur sagði þá: „Þvoðu á þér handleggina og gakktu inn." Það gerði hún. Þá ryðst sú fjórða framfyrir þá þriðju og Lykla-Pétur spyr. „Af hverju ryðst framfyrir systur þína?" Þá svarar hún. „Ég ætla sko ekki að þvo mér um munninn eftir hún þvær sér um rassinn."

Ljóskan spurði rekkjunaut sinn „morguninn eftir“ hvort hann væri með AIDS. Hann svaraði þá nei. Þá sagði ljóskan: „Það er nú gott, ég vill ekki fá þann andskota aftur!!“

Sp: Af hverju eru ljóskubrandarar svona stuttir ???
Sv: Til þess að karlmenn skilji þá !!!


Smellti myndum af hárslættinum inn á myndasíðuna.
Mynd dagsins er af Halla vélstjóra, þarna fer fram Vorhreingerning á toppstykkinu ;).

Látum þetta duga í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi