Færslur

Sýnir færslur frá apríl 19, 2009
Mynd
..::Skipreika::.. Jæja þá er lönduninni lokið og við aftur farnir að berjast um fisktittina með frekar döprum árangri, en það þíðir víst lítið að velta sér upp úr því. Páskahrotan hlýtur að vera handan við hornið þótt okkur finnist hún vera frekar sein á ferðinni þetta árið. Í þessu löndunarstússi er tuðran mikið notuð til að ferja menn og varning milli skipanna og til og frá landi, þótt ég kalli þetta tuðru þá er það ekki svo að þetta séu einhver uppblásin manndrápsfley eins og víða tíðkast, nei þetta eru ansi flottir léttbátar ekki ósvipaðir því sem margar björgunarsveitir eru með heima, 80-150hp mótor stýri sæti GPS AIS og allur pakkinn, þykir heimamönnum hér um slóðir mikil upphefð að fá að ferðast um í þessum fleyjum. Fljótlega eftir að við komum inn á leguna var þörf á þjónustu tuðrunnar til þess að sækja herinn, ég ákvað að fara sjálfur enda nóg að gera hjá öllum öðrum. Bátnum var slakað í sjóinn og ég ætlaði að æða af stað en það klikkaði bara eitthvað í mótornum og hann vildi