Færslur

Sýnir færslur frá 2007
Mynd
..::Gleðileg jól öll sem eitt::.. Það var komið fram á kvöld nítjánda des þegar ég loksins komst heim fyrir þessi jól, mikið var gott að koma heim ;). Síðust jól hjá mér voru á hafinu en núna er komið að mér að vera heima ;). Það var náttúrulega búið að gera mest allt sem gera þarf fyrir jólin svo þetta hefur bara verið rólegt hjá mér, má segja að ég hafi komið heim af sjó í frið og ró. Annars fór 20 í að redda jólagjöfunum. 21 þá byrjaði ég á að setja nagladekkin á aukafelgurnar fyrir hjólið, svona ef það myndi frysta og gerði hjarn, svo var brunað í bæinn og keypt eitthvað að éta fyrir hátíðirnar, það fór dagurinn í það :). Í gær var svo mjög rólegt, ég þvoði bílinn og skipti svo um olíu á hjólinu, þurfti náttúrulega að fá mér smá rúnt til að velgja olíuna á mótornum áður en ég lét hana buna af. Guðný fékk einkunnirnar út úr fjarnáminu í gær, má ég til með að monta mig aðeins yfir frúnni því hún tók þetta upp á 10 eins og henni einni var lagið, hún er á réttri leið og ef hún heldur á
Mynd
..::Loðberjaklipping::.. Oft eru það smáu atriðin í lífinu sem gefa því lit, atriði sem við gefum ekki gaum og leifum okkur ekki að sjá skondnu hliðarnar á. En eins og einn vinur minn orðar það þá hefur hver sérstakur maður sína sérstöku siði og misjafnt hvernig við sjáum lífið, sumir eru svarthvítir á meðan aðrir eru í lit ;). Loksins í nótt lauk þessari löndun sem við erum búnir að vera að pjakka í, að vísu erum við ekki bara búnir að landa því við dældum líka um borð einni miljón lírum af svartagulli. Í dag var það svo Yaiza "ex Sjóli", hún kom með umbúðir og vistir handa okkur og vorum við að basla við það fram á kvöld. Meðan við vorum að basla með Yaizu fékk ég þá frábæru hugdettu að skella mér í Jólaklippingu, þriðji stýrimaður klippti mig um daginn og það var svona assgoti fínt hjá honum, einhverjir myndu kalla svona klippingu loðberjaklippingu “kivi” en ég kalla þetta bara snoðun. En hvað um það ég talaði við þriðja stýrimann og spurði hann hvort hann væri til í að sn
Mynd
..::Smá fréttaskot::.. Komum á leguna utan við Dakhla í blíðskaparveðri um miðjan dag í gær, byrjuðum á því að múra við Cool Girl, en það er fraktdallurinn sem tekur aflann af okkur núna. Þetta gengur allt sinn vanagang hérna og eru ekki miklar breytingar milli fraktskipa aðrar en bómuútbúnaður lúkur og þessháttar. Hérna í Marocco skiptir veðrið mun meira máli en í næsta lýðveldi sunnanvið, það er oft sláttur á þessu hérna og kemur fyrir að það er illmögulegt að eiga við þetta vegna veltings og tilheyrandi brasi með slitna enda og fl, en engin rós er án þyrna eins og hundurinn orðaði það svo vel þegar hann nauðgaði broddgeltinum ;). Í gærkvöldi grétu himnarnir yfir okkur, er það í eitt af fáum skiptum síðan ég fór að stunda sjómennsku hérna niðurfrá, rigning er ekki algeng og bera aðstæðurí landi þess glöggt merki að hér rignir nánast aldrei, ekkert að sjá nema sand og skrælnaðan gróður. Nú styttist úthaldið hjá okkur hratt ekki nema sex dagar eftir um borð. Mynd dagsins er af Vírusi,
Mynd
..::Komin tími til að skrifta::.. Fyrst á dagskrá er að minnast aðeins á gæludýrið okkar. Vírus hefur það eins og blóm í eggi, það er fjöldi mans tilbúin í að knúsa hann og klappa honum þegar hann vill. Hann getur étið eins og hann í sig getur látið hvenær sem hungrið kallar, og hefur ekkert annað að gera en kúra og láta sér líða vel. Sennilega hefur greyinu ekki órað fyrir þessu sældarlífi þegar þær mæðgur “Melkorka og Magný” sóttu hann á upptökuheimilið á Palmas fyrir rétt tæpu ári. Nú er það nýjasta að við breiðum alltaf yfir hann teppi þar sem hann kúrir, það finnst honum alveg rosalega gott ;). Það styttist óðfluga í fríið hjá okkur og nú ættu bara að vera tíu dagar eftir, annars líður þetta svo hratt að við verðum komnir heim áður en maður veit af. Það er samt ekki hægt að segja það að það sé komin nein jólastemming í okkur enda ekki mjög jólalegt um að litast hérna, helst að jólalögin í útvarpinu minni okkur á hvaða tími ársins er. En útvarp er á þessum síðustu og verstu tímum o
Mynd
..::Lítill og stór::.. Þeir eru víða Íslendingarnir, og það virðist vera alveg sama hvar maður er að flækjast í veröldinni, alltaf rekst maður á mörlandann. Í gærmorgun mættum við Íslenskum togara hérna á miðunum, Rex HF-26 frá Hafnarfirði á fullu blússi. Við stjórnvölinn á þessu glæsifleyi situr Hallgrímur Hallgrímsson “Halli á stöðinni” eins og hann var alltaf kallaður heima á Eskifirði þegar ég var að alast þar upp. Annars er ekkert af viti í fréttum. Mynd dagsins er af REX og BETU þar sem við mætum þeim. Bið og vona að himnaföðurinn veiti ljósinu beint ofan í höfuð ykkar......og eigið svo góða helgi öll sem eitt........
Mynd
..::Hann spilaði út blessaður!::.. Í gær fór ég út með fína mp4 spilarann sem Gummi keypti fyrir mig uppi á Palmas, það var búið að vera þvílíkt bras með þessa græju. Eftir miklar pælingar kom í ljós að snúran sem átti að sjá um hleðslu og gagnaflutning var ekki í lagi, en sem betur fer var til önnur snúra með sömu plöggum sem gekk við. Ég gat hlaðið inn á hann tónlist sem er að mestu leiti forsendan fyrir notkun á þessu apperati. Apperatið lítur út ekki ósvipað og Ipod Nano en á ekkert annað sameiginlegt með þeirri græju, ég setti skilyrði að hægt væri að draga tónlistina yfir í græjuna án þess að vera þröngvaður til samræðis við forrit eins og epla-Itune. Þegar allt var klárt og græjan úttúttnuð af tónlist rölti ég með hana út á dekk og ætlaði að hlusta á tónlist mér til gleði og ánægju á meðan við Gummi unnum í gömlum trollpoka. Eftir allt brasið sem á undan var gengið þá kom það mér ekki á óvart þótt þessi Kínasmíðaði mp4 spilari gæfist upp eftir tvö lög og kvartaði undan næringars
Mynd
..::When the shit hits the fan::.. Oft hefur maður heyrt þennan enska frasa og datt mér hann í hug þegar loftskeytamaðurinn mætti á stjórnpall með þrífætta smáviftu, fæturna höfðu hann og rennismiðurinn smíðað í sameingu en tilgangnum með þessari fótaaðgerð náði ég ekki straks. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þessi vifta hafði gengt því hlutverki að kæla mótorinn á hlaupabrettinu í sportríminu. Nú var brettið komið með dánarvottorð og hafði hlotið útför að sjómannasið í hina votu gröf Ægis. Það er ekkert öðruvísi með þessi tól en mannfólkið, nú þegar lífffæragjafir eru í algleymingi, auðvitað hafði Loftur farið yfir rafbúnaðinn í líkinu og hirt það sem hann taldi að ætti sér framhaldslíf. Nú var þessi vifta að fá annað og merkara hlutverk en að kæla mótor á mörbrennslubretti áhafnarinnar. Nýja verkefnið var að kæla niður sjónvarpsmóttakarann sem sér um að miðla sjónvarpsefninu frá sjónvarpskúlunni og niður í sjónvörp áhafnarinnar, en þessu verkefni gengdu áður tvær litlar viftu
Mynd
..::Sannir sjómenn!::.. Enn einn blíðviðrisdagurinn við vestur Sahara. Það gerðist ekki margt markvert þennann daginn, annað er að við vorum að basla við þetta sama, veiðar og vinnslu. Seinnipartinn vorum við að reina að fiska á sömu slóð og lítill Marocco línubátur, þessi grei eru oft að basla með línustubbana sína innan um togarana og því miður eru ekki mikil samskipti þarna á milli, aðallega vegna tungumálaerfiðleika. Sjálfsagt verða karlagreiin fyrir miklu veiðarfæratjóni en það virðist ekki plaga þá mikið og eru þeir bísna kaldir að spæna þessa spotta sína út innan um togarana. Maður reinir eftir fremsta megni að komast hjá því að lenda í þessu hjá þeim, en samt sem áður gerist það allt of oft að einhver hluti af línunni þvælist í veiðarfærin hjá okkur. Þetta eru sannir sjómenn sagði Litháenski stýrimaðurinn minn með stolti í dag þegar við toguðum fram hjá þessum litla bát, sjálfsagt er nokkuð til í því hjá honum. Það er örugglega ekkert spennandi að hokra á svona pung, sjálfsagt
Mynd
..::Nú jæja!::.. Það er greinilegt að eitthvað hreifði það við viðkvæmum sálum vonbrygðabloggið mitt um daginn, en þetta var mín leið til að blása út og það nær ekkert lengra. Ég á ekki von á að neinn botni nokkur tíman í þessu bloggi og það verður bara að vera svo. En auðvitað skilur fólk misjafnlega það sem skrifað er, sumir sjá djöfulinn í hverju skrefi meðan allt er jollígúdd hjá öðrum. Dagurinn í gær byrjaði og endaði á brauðbolluáti, milli þessara brauðbolla gerðist ýmislegt sem sumir hefðu séð í Íslensku sauðalitunum, en við erum ekki að stressa okkur yfir smámunum og reynum að sjá lífið í lit, enda ekki ástæða til neins annars. Trollharmleikurinn gekk yfir, og á endanum var þetta ekki svo slæmt, belgur og poki sluppu en trollkjafturinn laskaðist það mikið að Gummi bókaði það í aðgerð. Hann eyddi því sem eftir var af nóttinni til að slíta trollið af tromlunni og koma því á biðstofuna. Svo græjaði hann nýtt troll undir og var komin í koju upp úr sex í gærmorgun, langur dagur hjá
Mynd
..::Þar fauk fegrunarblundurinn::.. Síðastliðna nótt þegar ég var búin að troða blogginu mínu á veraldarvefinn þá datt í mig að kíkja á gömul blogg, fyrir valinu varð gamalt blogg síðan ég reið um hafflötinn á Erlunni sælla minninga. Ég hafði ansi gaman af því að rifja þetta upp og sjá hvað ég hafði verið að bardúsa, en þegar ég fer að lesa þetta þá kemst ég smátt og smátt betur að því að getan til að koma frá sér skrifuðu máli hefur nánast horfið, svona eins og kynkvöt sem yfirgefur gamlan graðhest ;) þá er ég smátt og smátt að verða skriftgeldur. En þá að máli málanna, deginum í dag. Gummi ræsti mig fyrir allar aldir og þá var kappinn að koma úr ræktinni, ég var búin að byðja hann að ræsa mig og ekki sveik hann mig á því. Ég tussaðist á fætur og fór upp í brú, þar var allt í góðum gír svo maður lagaði sér bara aumingjavatn(te) og spjallaði við strákana. Dagurinn leið á verulegra kvala og fyrr en varði var komið kvöld og farið að styttast í vaktinni, við hífðum rétt fyrir miðnætti svo
Mynd
..::Fuglafár::.. Í allan dag hefur herjað á okkur skaðræðisblíða með sól og sumaryl, ekki amalegt svona rétt rúmum mánuði fyrir jól. Annars er ekkert af viti að frétta, dallurinn og næsta nágrenni er undirlagt af fugli, ég hef sjaldan séð annað eins, en þessi grey sitja út um allt. Togvírarnir og höfuðlínukapalinn eu meira að segja þéttsetnir af fugli á toginu, frá sjó og upp að blökkum. Þessu fylgir náttúrulega mikið garg og læti, en verst af öllur er þó sóðaskapurinn. Bátsmaðurinn stendur allan daginn með háþrýstidæluna og þvær burt fuglaskít, en það sér varla högg á vatni. Og ég er ekkert að fara of mikið út þessa daga, ég tel mig nokkuð heppinn ef ég slepp við skítkast eftir stutt ferðalög utandyra, best er bara að halda sig innandyra meðan þetta gengur yfir. Sá eini sem er virkilega ánægður með gargandi skítmaskínurnar er Vírus, hann hefur ákaflega gaman af því að fylgjast með fuglunum, ekki það að þetta fuglafár haldi fyrir honum vöku, nei nei, hann sefur sína tuttugu tíma í sóla
Mynd
..::Vonbrigði::.. Sjálfsagt kemst engin í gegn um lífið án þess að verða fyrir vonbrigðum, en líklega verður fólk fyrir minni vonbrigðum með minni væntingum. Í dag var ég fyrir miklum vongbrigðum með mann sem ég hélt áður að væri meðalgreindur og þokkalega gefin, en mér til ólukku þá komst ég að hinu gagnstæða. Þessi niðurstaða særði mig verulega en gerði mér jafnframt ljóst að betra er að hafa engin samskipti við sumt fólk, maður er betur komin án þess. Ekki veit ég hvaða hvatir reka fólk til þess að göslast áfram í svikum og ósannsögli, eingöngu að því virðist til þess að upphefja brotna sjálfsmynd sína og traðka á öðrum. Vonandi hafa þeir einstaklingar sem þannig haga sér haldbæra skýringu á hátterni sínu, þó ekki væri til annars en að friða eigin samvisku, þ.e.a.s ef þeir hafa samvisku. En mér er fyrirmunað að skilja svona háttalag, kannski vegna þess að samviska mín segir að ég eigi að koma fram við annað fólk eins og við viljum að það komi fram við okkur. Allt sem þér viljið aðri
Mynd
..::Fjárans ólukka!!!::.. Loksins fór ógæfuhjólið að snúast okkur í hag sagði maðurinn um árið, en þá var búið að vera óttalegt reiðuleysi á okkur í langan tíma og ekkert fiskaðist, loksins lentum við svo í veiði og þá mælti hann þessi ógeimanlegu orð. Það er ekki mikið hægt að segja núna annað en ógæfuhjólið snýst hjá okkur núna og það er okkur hreint ekki í hag þessa stundina, en vonandi dettum við í stuð fljótlega. Að öðru leiti er ekki mikið að frétta héðan, annað en að það er enn bongóblíða sem er ljós punktur í öllu svartnættinu. En það er víst til lítils að vera að einhverju væli, það hefur aldrei hjálpað neinum. Mynd dagsins er af Pavel loftskeytamranninum okkar og rafvirkjanum, þeir eru ekki að láta þetta óstuð slá sig út af laginu enda vanir menn á ferð og hafa séð það svartara. Bið svo heilladísirnar að strá yfir ykkur ráðlögðum dagskammti af hamingju og gleði.......................
Mynd
..::Það er nefnilega það::.. Ég var eiginlega búin að ákveða það að sleppa þessu bloggi í dag enda er ég yfirkeirður á sál og líkama eftir daginn, ekki minn dagur en kannski verður morgundagurinn minn dagur hver veit. Sagði ekki Jóhanna um árið "Minn dagur mun koma!" og hvað gerðist? hennar dagur kom. Já það þíðir ekki hætishót að vera með eitthvað væl og missa trúna á sér og sínum, þótt móti blási. Í dag var þriðji blíðviðrisdagurinn í röð, það þykir víst merkilegt hérna í Marocco, en samkvæmt sögusögnum er hér oftar en ekki skítviðri með tilheyrandi velting og sérstökum leiðindum í löndunum, endalausum endaslitum og veseni. Já svona einhvernvegin var lýsingin á veðrinu í Marocco sem við fengum. En enn sem komið er hefur þetta verið sama tuggan og í næsta sandkassa sunnan við, hvað sem verður svo seinna, en vonandi er þetta allt ofsögum sagt. Mynd dagsins tók ég í löndunninni og er hún af einhverjum nótapramma sem silgdi hjá. Þá verður þetta ekki lengra í bili, góða helgi...
Mynd
..:: Seyður yvirkoyrdur::.. Ekki mikið um þennan daginn að segja, frekar rólegt yfir öllu, veiðum veðri o.s.f.v. Jakob vinur minn og seyðaBóndi á Þorfinnstöðum sendi mér link sem bjargaði deginum. Linkurinn vísaði á síðu sem heitir http://www.bondi.fo/ og er vefsíða er Bóndafélag Færeyja heldur úti. Endilega gefið ykkur tíma til að renna yfir þessa síðu. Það sem bar síðuna uppi að mínu mati var “Seyður yvirkoyrdur” þar er talað um hvað skal gert skal ef svo óheppilega vill til að maður keiri á sauð. Hér er smá brot af því sem fyrir augu ber á þessari frábæru síðu. 4. Hvat kemur av skafti Tá nevndarlimir arbeiða við at rekruterað limir til felagið er ein av mest brúktu undanførðslunum fyri at gerast limur, at limirnir fáa einki fyri limagjaldið! Eg kann líka so gott verða uttanfyri tí felagið gerð einki fyri einstakar limir. Stórsti parturin av føroyingunum hava áhuga fyri seyðahaldi. Já það þarf ekki mikið til að gleðja mig :). Að öðru leiti er ekki mikið að frétta. Mynd dagsins er f
Mynd
..::Silgdum í dag :)::.. Þá erum við loksins lausir frá Dakhla, en það var farið að styttast í legusár hjá okkur þarna á þessari Guðsvoluðu ytrihöfn ef nota má svo fínt orð yfir skipaleguna. Síðastliðna nótt kláruðum við að landa og þá var ekkert annað eftir en að bíða eftir nýjum eftirlitsmanni, en við máttum ekki skipta fyrr en eftir löndun, og og það gerist ekki nema á vinnutíma. Mér var tilkynnt það með viðhöfn í gærkvöldi að nýr eftirlitsmaður yrði ferjaður um borð klukkan tíu stundvíslega og sama ferð yrði notuð til að taka hinn í land. Ekki var til umræðu að gera þetta eitthvað fyrr. Um tíu í morgunn hringdi ég svo í umbann, hann var þá að mæta á höfnina og sagðist leggja af stað eftir 10mín, ekki slæmt miðað við hnattstöðu okkar, ég samgladdist umbanum og beið þægur og góður eftir því sem verða vildi. Um ellefu leitið var svo öll hersingin komin um borð og tók það ekki nema 40mín að afgreiða málin svo við gætum haldið til hafs. Korter í tólf silgdum við svo af stað í blíðunni,
Mynd
..::Still stuck here::.. Dakhla hvað annað, enn erum við fastir hér, en við erum búnir að pumpa svartagullinu og Agios Isidoras er farinn, þá er bara eftir að klára þessa fraktdós sem virðist vera að gróa föst á síðuna á okkur. En vonandi klárast þetta í nótt eða fyrramálið. Merkileg frétt sem ég las á Vísir í morgun, einhver Norðmaður vildi borga 3kúlur fyrir að fá að ríða hesti, það er svo sem ekki svo merkilegt, eru menn ekki að ríða hestum alla daga. En þessi einstaklingur vildi annarskonar ríðingar en flestir stunda opinberlega á hestum. Samkvæmt fréttinni þá er ekkert í Norskum lögum sem bannar mönnum að hafa mök við dýr svo framarlega sem dýrin hjóta ekki skaða af. Þetta er alltaf að koma betur og betur í ljós með frændur okkar Norðmenn eins og sumir vilja kalla þá. Líklega hefur forfeðrum okkar ofboðið þessi öfuuggaháttur í samlöndum sínum og ákveðið að hverfa burt frá þessum ósóma, í einhverjum hefur samt blundað eðli til dýraseringa og voru þeir settir af í Færeyjum, það gæt
Mynd
..::Svartagullið kemur::.. Enn liggjum við á legunni í Dakhla og löndum, þetta tekur allt sinn tíma hérna á mörkum siðmenningarinnar. Í morgun þurftum við að snara króknum upp og færa okkur 2.8sml nær landi. Þessi færsla tengist brottflutning Spanjólanna sem þurftu að komast í flug í morgun. Þar sem við vorum svona óskaplega langt frá landi var það talið algjörlega ófært að sigla svo langt frá landi og sækja karlana, bæði her hafnaryfirvöld og siglingarfræðingar Marocco töldu þetta ófært með öllu, við þessu var ekkert annað að gera en að ræsa höfuðmótorinn hysja krókinn upp og lulla með fraktdolluna á síðunni þessa ógnarvegalengd, veglengd sem skildi milli heims og helju að mati siglingrarfróðra manna hér á mörkum siðmenningarinnar. Næsta mál á dagskrá er svo olíutaka, en nú er að mæta til okkar tankari fullur af svartagullinu, já ég segi svartagulli því þessi olíudrulla hefur hækkað um rúm 40% síðan á miðju ári. Dallurinn sagðist verða hér um miðjan dag og verður það ekki fjarri lagi
Mynd
..::Dakhla road 20°C::.. Jahhahá það munar ekki um það, annar dagurinn í röð sem ég nenni að sinna ritSveltri síðunni minni. Já ég ákvað að nota dauða tímann og lappa aðeins upp á það sem ég vissi að væri í ólagi á síðunni okkar, t.d vefmyndavélarnar. Einnig tók ég aðeins til á tenglasíðunni en hún er samt sem áður alls ekki að gera sig, ég veit samt ekki hvort ég geri nokkuð í því núna. En það bættust við nokkrar heimasíður Skipa og tvær myndasíður sem vert er að kíkja á. Annars er ekki mikið í fréttum héðan. Við erum að landa yfir í Sun Beuty, við byrjuðum á að hífa úr honum vistir og umbúðir í gærmorgun, dót sem hann kom með frá Canary fyrir okkur, þegar því var lokið var byrjað að landa. Janus kom með þrjá Spanjóla til okkar í nótt en þeir voru að vinna við niðursetningu á skemmti-Legum sem gáfu sig í Janusi, hérna áttu þeir svo að gista fram á miðjan dag í dag en þá átti bátur frá Dakhla að sækja þá. Ekki veit ég hvernig farið hefur verið með þessa karlræfla í Janusi, en það hefur
Mynd
..::Hvar á ég að byrja::.. Ætli maður verði ekki að reyna að koma frá sér einhverjum línum, en ég hef verið haldin þrálátri bloggleti síðan seinnipart sumars, ekki það að ég geti hælt mér af dugnaði fyrir þann tíma en þó var þó til einhver smá lífsneysti áður sem svo hvarf. Ég átti ágætisfrí heima í sumar þótt það hafi kannski orðið öðruvísi en planað var, Guðný öklabrotnaði mjög illa nokkrum dögum áður en ég kom heim svo hún var á hækjum allt fríið. Það dæmdist á mig að reyna að sinna því sem hún hefur gert t.d elda og þessháttar. Ekki veit ég hvernig ég kæmi út ef það yrði farið að bera þetta saman við hennar störf, en það dó engin og kvartanir voru innan viðráðanlegra marka hvað stolt mitt varðar. Nú ég hafði ætlað mér að hjóla eitthvað í fríinu, (var með háfleygar hugmyndir um ferðalög) en það varð nú eitthvað minna um það. Ég græjaði samt hjólið aðeins svo það er betur í stakk búið til að til að takast á við einhverjar ferðastubba í framtíðinni. Einhverjir myndu sjálfsagtkalla þet
Mynd
..::Leðurbaks Skjaldbaka::.. Það er margt merkilegt sem maður fær í þessi troll, í minningunni er þar ýmislegt sem ekki telst til fiska eða lífríkis jarðar. Alltaf virðist maður geta bætt á sig blómum í þessum efnum og vill Gummi netagerðarmeistari meina að ég sé sérfræðingur í að ná í eitthvað sem yfirleitt fæst ekki í þessi veiðarfæri, ekki ætla ég svo sem að þræta við hann um það ;). Í gær fékk ég t.d hálfan kartöflupoka sem einhvernvegin rataði í trollið hjá okkur, algjörlega ófyrirséður atburður sem kryddaði annars tilbreytingarlausa veru okkar hérna við Afríkustrendur. Í dag fengum við svo þessa líka fínu leatherback sea turtle sem ku vera sú tegund af sæskjaldbökum sem verður stæðst allra sæskjaldbakna, þessi var ekki í neinni yfirstærð en samt hef ég trú á að hún hafi verið ca 150-200kg blessunin, hún var lifandi og var henni sleppt eftir myndatöku. Greyið var örugglega frelsinu fegin og á vonandi langa æfi fyrir höndum. Samkvæmt heimildum af netinu var sú stæðsta sem veiðst he
Mynd
..::Handfrjáls búnaður ;)::.. Já það fylgja starfinu ýmsar álögur ;), allur gærdagurinn fór t.d í að hjálpa vélstjóranum og rafvirkjaum í að koma Ulstein autotroll tölvunni af stað, en það er með hana eins og svo margt sem eldist hún bara gafst upp. En með einstaklega notendavænum húsráðum frá Steina þá náðist að nudda lífi í þessa útdauðu risaeðlu sem þetta autotroll er ;). Vonandi lifir þetta svo fram að næsta slipp en þá vona ég að það fari á safn sem minning og forna tíma og nýr og betri búnaður taki störfum Ulstein gamla. Já annars er staðan sú að við liggjum á legunni í Nouadhibou og löndum, vonandi líkur því í nótt og þá náum við nokkrum veiðidögum fyrir mannaskiptin. Við erum að fara heim í frí, og ég held að við yfirgefum Máritaníu þriðja sept og förum þá til Fuerteventura þar sem við stoppum til að frostverja okkur aðeins áður en við fljúgum heim á leið mót farfuglunum sem nú eru í óðaönn að yfirgefa klakann. Annars er ekki mikið annað að segja. Vona að Guðs englar vaki yfir
Mynd
..:: Nú er það Derex ekki Derrik ;)::.. Það er komið að því að blessaðir englarnir okkar komist í frí, en í dag eru áhafnarskipti hjá okkur á legunni í Nouadhibou, það er alltaf mikil spenna í köllunum í þessum skiptum enda eru margir búnir að vera lengi að heiman og spenntir fyrir því að komast heim, það er misjafnt hvort menn fara einn eða tvo samninga en flestir eru þó tvo. Hver samningur er 70dagar svo að það er langt komið á fimmta mánuð hjá mörgum, hver væri ekki búin að fá nóg eftir svoleiðis vinnutörn? Já ég segi vinnutörn því þessir karlar vinna sína 12klst á dag þessa 140daga, ekkert helgarfrí, ekkert nema vinna sofa og éta, en þetta er val og engin er neyddur í þetta, á móti kemur svo gott frí, en þetta er samt í lengri kanntinum. Það styttist í þessu úthaldi hjá okkur Íslendingunum en við vonumst til að komast af stað heim þriðja september, en það eru yfirleitt tvö styttri úthöld á haustin til að velta Jólunum, þannig að menn séu ekki á sjó nema önnur hver jól. Já það eru e
Mynd
..::Vefmyndavél::.. Er ekki komin tími til að pikka inn nokkrar línur ;). Annars er ekki margt markvert að segja héðan annað en að við erum búnir að landa einu sinni á legunni í Nouadhibou, það gekk þokkalega en veðrið var hundleiðinlegt allan tímann, ég eyddi megninu af þessari löndun í bátaviðgerðir og var á endanum komin með fóbíu fyrir bensínlykt og velting, en tveir dagar fóru í að koma mótornum í starfhæft form, en það hafist fyrir rest og á endanum fannst bensínstífla sem orsakaði gangtruflanirnar. Fiskidagshelgin leið í ró og spekkt hjá mér, en ég hefði alveg verið til í að vera heima á Dalvík þessa helgi, auðvitað ætlaði ég að fylgjast með á nýju Dalvíkur vefmyndavélinni en einhverrahluta vegna náði ég aldrei sambandi við hana um helgina, skítt því þetta er búið að vera allt of lengi í bígerð, og svo er niðurstaðan óviðunandi. Ég var að vonast til að vélin yrði með meiri gæði og myndi horfa yfir (skanna) hafnarsvæðið og um miðbæin, en eihverra hluta vegna er þetta alls ekki nó
Mynd
..::Útihátíð hvað???::. Það er ró yfir okkur félögunum þessa verslunarhelgi, og ekki hægt að segja annað en það fara bara ágætlega um okkur svona langt frá gleðinni sem þvengríður Íslandi þessa helgi. Við félagarnir óskum ykkur alls hins besta og vonum að þið eigið góða helgi, passið bara að frostverja ykkur ekki um of, allt er best í hófi, kannski ekki gott fyrir mig að vera að predika þetta því í minningunni var maður ekki alltaf til fyrirmyndar um þessa helgi hehe, en en maður slapp óskaddaður í gegn um nokkrar útihátíðir og ég vona að það verði sama hjá ykkur ;).
Mynd
..::Þá er komið að því::.. Það er að segja að skrifa einhverjar línur á þetta blogg. Það hefur verið ágætis nudd á okkur síðan við komum um borð svo að það er ástæðulaust að væla og skæla undan fiskiríinu. Auðvitað hafa ýmis merkiskvikindi þvælst í vörpuna, skepnur sem sjálfsagt myndu vekja lukku á fiskasýningunni á Fiskideginum heima á Dalvík, ég sé enga möguleika á að koma þessum skepnum þangað og bíð því bara upp á myndir. Annars er ekki gott að missa af þessum degi okkar Dalvíkinga, ég væri alveg til í að vera heima í Spærlingsgötu um næstu helgi en það verður víst ekki þetta árið ;). Nýi Kötlu forstjórinn heimsótti flotann um daginn og heiðraði okkur með nærveru sinni í tvo daga. Vírus byrjaði á að þefa af honum þegar hann mætti og skreið svo upp í fangið á honum svo að við gerum fastlega ráð fyrir að þetta allt verði í fínu lagi, annars leist okkur príðisvel á nýja stjórann og teljum að hann eigi eftir að rífa þetta batterí áfram. Verslunarmannahelgin framundan, er ekki flöskudag
Mynd
..::Stutt og laggott::.. Jæja þá er sumarfríið búið og maður komin aftur af stað. Fríið okkar í Búlgaríu var alveg dillandi fínt og mæli ég eindregið með því að fólk prufi að fara þangað, Golden Sand er virkilega fínn staður til að fara með yngri krakka á og einstaklega fjölskylduvænn, ég ætla ekki að fara að úthluta stjörnum en þetta er í efri kantinum á mínum skala :). Þegar sólarferðinni var lokið átti ég fimm daga eftir heima á klakanum, ég reyndi að nýta tíman sem best til að sinna áhugamálinu og fór þrjá hjólatúra, tvo með Rúnari og einn alone. Svo setti ég upp jólaseríuna fyrir fiskidaginn og við Einar Már máluðum fiskinn, en það á að setja upp lítinn tréfisk við hvert hús í bænum á fiskidaginn, fisk sem málaður er eftir hugmyndum hvers og eins, það verður örugglega gaman að labba um bæinn og sjá alla þessu fínu fiska :). Sunnudaginn 22 var svo komin deadline á þetta og silgdi ég suður með Árna Þórðar og fjölsk á 14millu Bens jeppa, glimrandi farartæki sem ekki skorti afl, en þa
Mynd
..::Tilkynningarskildan::.. Þetta er nú eiginlega ekki hægt hehe, ég er algjörlega geldur á þessu bloggi, kannski er þetta aldurinn ;), en ég vill nú samt frekar kenna góða veðrinu um, hver nennir að hanga inni í þessu góða veðri.. Ég hef svo sem ekki gert mikið síðan ég skrifaði síðast. Síðastliðið föstudagskvöld gerði ég atlögu að Heljardalsheiði, hún versnar alltaf þessi volæðisleið og var hún óvenjuerfið núna, ég fór langleiðina upp en það var mikill snjór efst og á endanum skorti mig þrek til að halda áfram, en þetta var ágætisæfing og nánast eina líkamsræktin sem ég stunda. Fórum um helgina vestur í Hóla í Hjaltadal og vorum þar á ættarmóti á laugardaginn, um kvöldið var veisla þar sem ég og mínir gerðum veitingunum góð skil :). Á sunnudaginn var svo brunað heim aftur. Við Guðný og Einar Már erum svo að fara til Búlgaríu á Mánudaginn með Hönnu Dóru Gunna og grislingunum. Ég fer ekki austur þetta fríið, ég ætla alltaf austur en svo fer þetta alltaf á þá lund að ég fer ekki, Valdi
Mynd
..::Lífið heldur áfram :)::.. Ha jú ég lifi enn hehe, en hef ekki verið í neinu stuði til að sitja yfir tölvunni og blogga svo hún hefur mestmegnis rykfallið það sem af er fríi. Við héldum upp á fertugsafmælið mitt á pallinum um daginn og varð hið ánægjulegasta kvöld, það mætti fullt af fólki og komu allir færandi hendi svo þetta var eins og á jólunum hjá mér, mikið af pökkum að opna og agalegt stuð. Um síðustu helgi var svo starfsmannagleði hjá vinnustað Guðnýar "Dalverk", en það brunaði allur hópurinn í Vaglaskóg þar sem helgin var tekin með trompi, við vorum með fellihýsi frá Sigga í Ásvídeó svo það væsti ekki um okkur. Á laugardeginum hjóluðum við Rúnar inn Hjaltadal eins langt og vegslóðinn leifði og var það mjög skemmtilegur túr, þarna á enda slóðans er þetta líka fína gangnamannahús sem var reist 2004 og er það bara eins og fínasti sumarbústaður. Á laugardagskvöld var svo grillað í skóginum og chillað fram á rauða nótt ;). Við rúlluðum heim um miðjan sunnudaginn og var
Mynd
..::Tilkynningarskyldan::.. Kom heim á klakann 1júní og sótti Hjördís mig út á Kef og við keyrðum beina leið norður á Dalvík. Fyrir norðan voru foreldrar mínir, Hanna Dóra systir og hennar fjölskylda mætt til að vera í fermingarveislunni á Sjómannadeginum. Fermingarveislan var haldin í hátíðarsal Dalvíkurskóla og tókst virkilega vel, vil ég þakka öllum sem hjálpuðu okkur að gera þetta að veruleika fyrir. Einnig vil ég þakka fyrir, öllum sem sáu sér fært að koma og vera með okkur á þessum tímamótum í lífi Einars Más. “Fjótlega moka ég inn einhverjum myndum úr veislunni!” Annars er bara lítið að frétta, veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur síðan ég kom heim og náði ég að bera í veggina á pallinum, klára ;), en á eftir að bera á dekkið. Við Rúnar fengum okkur þennan fína túr á miðvikudaginn og keyrðum 240km mikið á slóðum og troðningum. Alveg dillandi ferð í dillandi veðri. Ferðin er merkt inn á kortamyndirnar en ég náði ekki að hafa þær í einu korti svo þetta verður bara að vera í f
Mynd
..::Tilkynningarskyldan::.. Sjálfsagt væri farið að leita að mér ef þetta blogg mitt ætti að vera tilkynningarskylda mín við umheiminn hehe en þið veðið bara að láta ykkur þetta nægja. Af okkur hérna er það að frétta að við erum nýkomnir úr löndun, enn einni slattalönduninni og núna settum við einhverja skítaslatta í tvo fraktdalla, þetta var fimmta slattalöndunin í þessu úthaldi og erum við Vírus búnir að fá upp í kok af löndunum, en því miður hangir yfir okkur enn ein löndun sem verður líklega 25-27 maí. Ég er búin að fá heimferðaplanið í hendurnar og flýg ég frá Nouakchott til París 31maí, þ.e.a.s fer frá Nouakchott 31 en lendi í París 1 júní, svo verður flogið samdægurs París Keflavík og lent í Keflavík 1545 1 júní. Mynd dagsins er tekin úr afturgálganum, í lönduninni gerði ég víðreist um skipið og klifraði upp á alla gálga og möstur og tók myndir, sjálfsagt kemur það þeim sem mig þekkja ekki á óvart að ég hafi prílað þetta mér til gamans ;);). Undanfarna daga hef ég verið að fylgj
Mynd
..::Skjótt skipast veður í lofti::. Í gærmorgun þegar ég opnaði augun vann ég hjá Sjólaskipum en um miðjan dag var ég farin að vinna fyrir Samherja ;), já engin veit sína æfina fyrr en öll er hehe. Lífið um borð gengur sinn vanagang og alltaf eru einhverjar uppákomur, t.d tókst mér að slíta frá mér trollið í fyrrakvöld. Það var ekkert annað í stöðunni en að henda króknum út og húkka druslurnar upp aftur, það gekk ótrúlega vel og kræktum við í draslið í fyrstu ferð. Við nánari samtöl við skip á bleyðunni reyndist þetta vera þekktur óþverrablettur en einhverra hluta vegna hafði vitneskja um hann ekki ratað til okkar :(. Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum að dunda við að kítta í síðustu holurnar í frystilestunum en fáum ekki löndun fyrr en á mánudag svo þetta er allt á rólegu nótunum núna. Mynd dagsins er af Vírusi, ekki er annað að sjá en að hann sé nokkuð slakur yfir eigendaskiptunum. Svo eru nokkrar fleiri nýjar myndir á myndasíðunni . Fleira verður það ekki í bili.
Mynd
..::Ætli þetta sé hálfnað????::.. Jæja þá er víst komið að því, X ár síðan ég kom organdi í heiminn. Eftir minni bestu vitneskju þá fæddist ég í Sjóborg á Eskifirði 14mai 1967 og vó 18merkur. Meira veit ég ekki um þennan merkisatburð, en ég geri fastlega ráð fyrir að það verði flaggað um allt land í tilefni dagsins. Og svo við snúum okkur að því sem máli skiptir, við erum staddir suður í rassgati ásamt bróður Janusi, bróður Geysir var hérna líka fram á miðjan dag í dag en þá yfirgaf hann okkur blindfullur og stefndi fullum seglum í norður til Nouakchott í löndun. Við komum hingað suður í gær og afrekaði ég það að splúndra tveim veiðarfærum þannig að Guðmundur trollgúrú skríkti eins og kát heimasæta eftir velheppnaðar mjaltir, förum ekki nánar út í mjaltirnar. Ég taldi vissara að vera ekkert að nálgast netaspekúlantinn meðan mestu fagnaðarlætin yfir afrekum mínum gengu yfir. Seint í gærkvöldi múruðum við svo saman við Geysi og hífðum nokkur bretti af umbúðum yfir til þeirra svo þeir gæt