Færslur

Sýnir færslur frá desember 17, 2006
Mynd
..::Gleðileg Jól ;);)::.. Þá er Þorláksmessan fokin burt og þessi kemur aldrei aftur, ég saknaði Skötuveislunnar hjá Gunna og Dísu í dag. Við ætluðum að gera okkur dagamun í hádeginu í dag og hafa saltfisk, svo við tókum hann úr frosti í gærkvöldi og útvötnuðum fyrir daginn´í dag, það var sérstaklega rætt við kokkinn um að sjóða fyrir okkur saltfiskinn og kartöflur, auðvitað var þetta NO PROBLEM og ekki málið að hafa þetta klárt í hádeginu. Eitthvað hefur samt tungumálakunnáttan vafist fyrir honum því að í hádeginu var engin saltfiskur :(, en kokkurinn bugtaði sig allan og beygði og lofaði að hafa þetta klukkan sex í kvöld, menn voru misjafnlega sáttir við það því þá yrði einn af okkur mörlöndunum í koju, en svona var þetta bara og ekkert meira um það að segja. Klukkan sex var svo þessi dýrindis saltfiskur mættur á matarborðið með rjúkandi jarðeplum, það var að vísu hætt að rjúka úr veislunni þegar ég mætti 20mín of seint í veisluna og mínir menn búnir að éta og farnir, ég klóraði skra
Mynd
..::Stúfur::.. Tíminn tætir alveg áfram og það eru bara að detta á jól, það er nú meiri hraðinn á þessu núna, en góðu punktarnir í því að tíminn líði svona hratt er náttúrulega það að maður verður komin heim fyrr en varir ;). Sveinki kom í nótt og færði mér Toblerone og skrifaði mér bréf sem ég hef ákveðið að hafa ekki eftir því ég geri ráð fyrir að þetta sé lesið af viðkvæmum sálum hehe, en karlanginn var eitthvað pirraður yfir vettlingamissinum, “grumpy old” man hefði það einhverstaðar verið orðað. En hann ætti að geta tekið gleði sína aftur í nótt því að ég set vettlinginn í sokkinn og þá kemst hann varla hjá því að finna hann. Annars er svo sem ekki mikið í fréttum annað en að veiðunum hérna svipar örlítið til Tómatsósu hellingum, fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!, förum ekki nánar út í það ;). Það er náttúrulega alltaf sama góða veðrið hérna, en það fer um mann hrollur þegar maður heyrir hvernig veðrið hefur verið heima á Íslandi undanfarið. Það er nú alltaf verið að punda á r
Mynd
..::Meija meija::.. Nú segir maður bara eins og litli frændi “meija meija” en ég er samt efins um að það virki, og satt best að segja þá er ég farin að stórefast um að Sveinki sé alsgáður á þessu heimshorna flakki sínu, þetta reddast kannski hjá honum í kvöld hérna í Afríku í hitanum , en hræddur er ég um að honum verði kalt á krumlunni á nyrsta parti hnattkúlunnar. Af eigin reynslu þá veit ég að það er skammgóður vermir að pissa á hendurnar á sér, þótt í minningunni hafi það verði gott meðan á því stóð ;), svo ég mæli frekar með að hann setji frekar höndina á einhvern heitan stað á Rúdolf . Karl greyið var eitthvað utan við sig þegar hann kom við hjá mér í nótt því hann gleymdi vettlingnum sínum, en sem betur er gleymdi hann ekki að gefa mér í skóinn. Að öðru leiti er ekki mikið að frétta, við færðum okkur sunnar í dag og er dagurinn búin að vera í lagi þótt ég hafi átt betri daga, en þetta hlýtur að vera allt framundan :). Látum þetta nægja í dag, vona að Guðs englar og hjálparsveina
Mynd
..::Ég vildi::.. Ég vildi að alla daga væru jól, var einhverstaðar sungið, en ég held að ég geti nú ekki verið sammála því, alla vega ekki þessi jól. En ekki get ég sagt að það sé margt sem minnir á jólin hérna annað en jólasokkurinn fíni og svo jólapakkarnir mínir niðri í klefa. Við félagarnir erum ekki búnir að ákveða hvað við ætlum að borða á aðfangadagskvöld, en mig grunar að það verði Önd hjá okkur, annars spurði ég einn af mínum mönnum í fyrradag hvernig hann héldi að aðfangadagurinn yrði? Svarið var stutt og laggot “Bara eins og dagurinn í dag!”. En hvað sem því öllu líður þá fer ekki illa um okkur hérna, eins og sjá má á myndinni þar sem þeir félagar morra yfir fréttunum í sófunum. Eitthvað er Sveinki skárri í bakinu, því það voru tveir molar í sokknum í morgun, en spennan eykst og eykst, og það styttist óðfluga í aðfangadaginn sem ég held að karlræfillinn sé búin að vera spara sig fyrir. Og þá er þetta komið í dag, bið heilladísina að strá yfir ykkur ráðlögðum dagskammti af gl
Mynd
..::Annar í útvarpi::.. Í dag var annar í útvarpi en þá lauk vélastjórinn við að tengja nýju fínu hátalarana inn á útvarpið, svo sat öll Íslendingahjörðin í sófanum á svipinn eins og garðrollur blindaðar í bílljósum og hlustuðum á fjögurfréttirnar á rás2, það eina sem skyggði á gleðina var þetta hörmulega slys á strandstaðnum sunnan við Sandgerði, en svona er lífið og það eina sem hægt er að ganga öruggur út frá í því er það að einn daginn þá kveður maður þetta tilverusvið og flytur yfir á það næsta. Annars hefur þessi dagurinn liðið án mikilla kvala hehe, og ekki hefur veltingurinn eða brælan verið að angra mann þennan daginn, en það er búið að vera eins og besta sumarveður hérna í allan dag, spegilslétt og fegursta veður, og ekki þarf að kvarta yfir því að maður sé einskipa hérna því það hefur verið mjög mikið af skipum og bátum á slóðinni í dag, þetta er eins og mý á mykjuskán eða þannig. Jólanissinn var ekkert betri í bakinu síðustu nótt, en hann burðaðist samt með einn tyggjópakka
Mynd
..::Radio gaga::.. Það er alltaf verið að búa sér í haginn á þessu og ávallt nóg að gera, í dag var veslings vinnslustjórinn minn settur í það að koma upp aukahátölurum svo að betra væri að hlusta á útvarpið í sófasettinu í brúnni, þetta kostaði þvílíkt rifrildi en sem betur fer er Reynir líka lærður timburmaður svo hann var ekki lengi að rykkja þessu niður, saga göt fyrir hátalarana og smella þessu svo öllu saman. Halli vélstjóri var svo fengin í tengingar og lagnir ásamt rafvirkjanum, það var mesta furða hvað þetta gekk hratt fyrir sig, en það verður að játa að rafvirkinn kom lítið nálægt verkinu. Ég fékk svo aðeins að taka í lóðboltann því ég varð að komast aðeins með fingurna í þetta, það er jú bara Hólmarinn í mér “Hver hefur sinn djöful að draga!” hehe eða þannig :). Á myndinni er Reynir vinnslustjóri/timburmaður/mublusmiður að reka síðustu naglana í hátalaraverkið ógurlega :). Það voru ekki þungar byrgðar á Bjúgnasleiki þegar hann færði mér í sokkinn síðastliðna nótt, ekki það
Mynd
..::Jóla hvað::.. Ekki sveik Jólasveinninn mig þennan daginn svo að ég hef örugglega verið með eindæmum þægur ;), og Sveinki er greinilega ekkert tengdur Latabæjar genginu því hann splæsti á mig Prins Póló, ætli maður hefði ekki fengið gulrót frá íþróttaálfinum? Annars er þetta allt við það sama hérna á slóðum frumbyggjanna, það var suðaustan golukaldi í morgun og fram eftir degi en svo lagðist hann í logn með kvöldinu, það er nokkuð algengt hérna að það lygni með kvöldinu, ætli það sé ekki bara þannig víðast hvar í veröldinni þar sem land liggur að sjó. Eitthvað þarf maður svo að endurskoða það hvernig maður kemur spakmælum frá sér, en mér vafðist tunga um hönd í gær þegar ég sagði við vinnslustjórann minn, maður ríður ekki feitum gölt eftir þennan daginn! Hann horfði á mig stóreygður og sagði svo, á maður ekki að segja, maður flær ekki feitan gölt? What ever þá kom þetta svona frá mér og ekkert við því að gera, maður er bara ekki betur að sér í spakmælunum, og læt ég þetta vera punkt