Færslur

Sýnir færslur frá desember 24, 2006
Mynd
..::Fer þessu ekki að ljúka??::.. Bíddu nú við er ekki árið 2006 ?? nei ég bara hélt að hengingar hefðu aflagst einhvertímann fyrr á öldinni, en ég hef greinilega haft rangt fyrir mér þar. Já þeir hengdu Saddam síðastliðna nótt og þetta var sýnt í sjónvarpi út um allan heim, sem mér finnst frekar ógeðfellt. Ekki skilja þetta svo að ég telji Saddam einhvern engil, langt frá því, en mér fannst hann samt sleppa vel frá þessu, það hefði frekar átt að láta hann kveljast í fangelsi þangað til hann dræpist úr elli. Svo er það líka spurning hvort það hefði ekki átt að hengja einhverja fleiri fyrst það þurfti nú endilega að fara þessa leið, mér er nefnilega sagt að það sé mun meiri eymd í Írak núna en nokkru sinni fyrr, og einhverstaðar hef ég heyrt tölur um 5-600.000 óbreyttir borgarar í Írak séu fallnir í þessum stríðsleik fjölþjóðahersins. Ég held að þetta séu tölur sem maður skilur ekki og nær engan vegin að átta sig á umfanginu, þetta er eins og það væri búið að slátra allri Íslensku þjóð
Mynd
..::Ekkert helv... væl!::.. Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn, einn af þessum sem manni langar helst til að gleyma hehe, en það góða við hann er það að hann er að verða búin og kemur aldrei aftur, já þetta var ekki minn dagur, ég verða að segja eins og Jóhanna “minn dagur mun koma!”. Já ég veit ekki alveg hvað skal segja um þessa úthlutun af degi, almættið hlýtur að hafa gert einhver mistök í þessari úthlutun, ég get ekki ímyndað mér annað en þessi dagur hafi verið ætlaður einhverjum misyndismanni eða einhverju þaðan af verra, hann hefur bara lent hjá mér fyrir mistök. Annars veit ég ekki hvað maður er að væla, það eru sjálfsagt margir sem hafa átt mun verri dag en ég og eru ekki hágrenjandi yfir því hehe, maður þarf ekki annað en að fara hérna í land þar sem veslings fólkið hírist í einhverjum bárujárnsskriflum fullum af skít og drullu, ekki er það allt hágrenjandi. Það virðast vera sátt og er ekkert að væla, brosir bara :). Já það er ótrúlegt að sjá hvað mikið af þessu fólki vi
Mynd
..::Tveir í viðbót::.. Þá er lífið um borð að komast í fastar skorður aftur eftir Jólalöndunina, en við byrjuðum að hjakka í þessu aftur eftir miðnættið. Það er búið að vera frekar kalt á okkur í dag miðað við undanfarna daga, svo nístingskalt í kvöld að ég bað vélstjórann að slökkva á loftkælingunni hehe, en sjálfsagt hefur nú útihitinn verið 23-25°C í dag svo þarf ekki að kvarta yfir kulda úti. Það hefur aðeins fjölgað hérna hjá okkur í Máritaníu en það bættust við tvö skip fyrirtækinu okkar í fyrradag, svo að nú eru komnir einhverjir til að spjalla við ;) þótt það muni nú ekki miklu ;), ekki eftir að við fengum nýja fína símann :). Að öðru leiti er ekki mikið um þennan dag að segja, hann bara leið og kemur aldrei aftur, farinn................. Þá verður þetta ekki lengra núna, er einhvern vegin í engu stuði til að skrifa. Vona að heilladísirnar líti við hjá ykkur og uppfylli óskir ykkar um lífið og framtíðina.
Mynd
..::Hvað get ég sagt?::.. Jæja þá er komið að því að hripa einhverjar línur niður um atburði dagsins og eitthvað sem mér er ofarlega í huga þessa stundina. Síðastliðna nótt kláruðum við fyrri fraktdolluna og í framhaldinu reyrðum við okkur utan á aðra fraktdós sem á að taka restina úr okkur, vonandi líkur því verki seint í kvöld eða nótt, sú dolla er að svipaðri stærð og sú fyrri. Sú seinni er orðin eitthvað knöpp á mat og skilst mér að við verðum að leysa úr sárustu hungurverkjum þeirra með einhverri mataraðstoð, en hvað gerir maður ekki á jólum. Annars hefur dagurinn verið með rólegra móti, náttúrulega sama blíðan og verið hefur, ég kíkti á netið seinnipartinn og fann hitamæli í Nouakchott, hann sagði 30°C og sá ég enga ástæðu til að efast um það. Svo tók ég mér dágóða stund í að klára bókina sem Guðný gaf mér í jólagjöf, en hún heitir frumskógar stúlkan og er skrifuð af Sabine Kuegler, þetta er skemmtileg bók og opnar fyrir manni nýja sýn á ýmsum sviðum, gef henni fimm STJÖDDNUR :
Mynd
..::Annar í Jólum::... Þetta er búin að vera ágætur dagur eins og þeir flestir ;), löndunin hefur gengið þokkalega í dag og veðrið hefur leikið við hvurn sinn fingur, logn og mistur svo að sólin hefur ekki bakað okkur þennan daginn, samt hefur verið heitt en ekki óþægilega eins og oft er þegar sú gula gapir yfir okkur. Ég ætlaði að taka daginn rólega og nota tíman til að glugga í eitthvað af bókunum sem ég fékk í jólagjöf, en eitthvað skolaðist það til í forgangsröð verkefna dagsins því klukkan var orðin átta áður en ég vissi af og ég ekki farin að líta í bók ;), en það gerði svo sem ekki mikið til því ýmislegt annað var bardúsað, ég gerði td tilraun með að setja inn videoclip á myndasíðuna, það gekk fyrir rest en einhverra hluta vegna urðu þau allt öðruvísi en þau voru í tölvunni hjá mér áður en ég hlóð þeim niður á netið, en ég þarf eitthvað að spá betur í því í hverju það liggur. Ég setti tónlist undir á öðru vídeoinu en var ekki með hátalara í tölvunni svo að ég gerði mér ekki grei
Mynd
..::Jóladagur::.. Kúrði fram til 11 í morgun en þá fór ég á stjá, Reynir var búin að vera á fullu við að sjóða Hangikjötið. Ég tók snöggan skoðunarrúnt um skútuna og kíkti svo í eldhúsið þar sem Halli vélstjóri stóð sveittur og skrældi kartöflur, Reynir var svo mættur og bættist í hóp skrælingjanna, ég reyndi að vera mannalegur og hrærði aðeins í uppstúfnum. Nú klukkan 12 settumst við að jólaborðinu og borðuðum dýrindis Hangikjöt með uppstúf soðnum kartöflum og Ora grænum baunum, Halli blandaði Malt og Appelsín svo þetta var allt hið jólalegasta. Eftir matinn var svo tekin smá slökun og etið aðeins af konfekti, sjálfsagt verður maður orðin eins og loftbelgur útlits eftir þessi jól :). Annars leið dagurinn að mestu í ró og spekt, en mér leiddist samt og reyndi að finna mér eitthvað að gera, ég reyndi að hringja í ættingja mína austur á Eskifirði en það vildi engin af þeim tala við mig :(, ég náði samt í einn Eskfirðing og það bjargaði því sem bjargað var. Við Halli gerðum ítrekaðar tilr
Mynd
..::Aðfangadagur::.. Ekki get ég nú sagt að þessi aðfangadagur hafi verið mjög Jólalegur, en samt verður hann örugglega mér minnistæður. Jólasveinninn missti sig í nótt og dældi á mig sælgæti í ókristilegu magni, förum ekki nánar út í þá sálma ;). Í morgun vorum við staddir utan við Nouakchott höfuðborg Máritaníu þar sem við biðum eftir löndun, því fylgdu ýmsar útréttingar í síma og talstöð eins og lög gera ráð fyrir, en nóg um það. Klukkan 1500 byrjum við svo að leggjast utan á fraktskipið og á sama tíma semdum við vinnslustjórann frá okkur á léttbát til að sækja 3 menn í land, ekki vildi betur til en að léttbáturinn rétt komst 200m frá okkur og þá stoppaði vélin í honum, ekki var neitt annað í stöðunni en að klára fraktarann og huga að björgun fyrir strákana okkar í léttbátnum. Það var blíðuveður og ég hafði ekki miklar áhyggjur af strákunum þótt vissulega væri ekki spennandi að vita af þeim þarna bjarglausum á reki, en þeir voru í talstöðvarsambandi við okkur og með GPS staðsetninga