Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 20, 2005
Mynd
..::Chill og útskurður:)::.. Við frúin gerðum okkur dagamun og fórum inn á Akureyri í gær og fengum okkur flott að borða og gistum á svo á hóteli eina nótt, þetta var náttúrulega bara snilld og alveg frábært, svona síðbúinn hunangsmáni hjá okkur hjónum. Hjördís fór heim á bílnum og sótti okkur svo í morgun, það fylgja því vissulega kostir að Hjördís sé komin með bílpróf, því nú getur hún skottast með okkur gamlingjana út og suður. Þegar við komum heim þá fékk ég mér smá göngutúr í góðaveðrinu, labbaði upp í fjall og sá þar fjórar rjúpur. Á þeim tímapunkti var mér hugsað til foreldra minna sem þrá rjúpur í jólamatinn en það sér ekki vel út í þeim málum, en það hlýtur að reddast eins og allt annað ;). Svo var hinn árlegi laufabrauðsdagurinn hjá okkur í dag, þar sem öll fjölskyldan kemur saman hlustar á jólalög, sker og steikir laufabrauð, þetta var hjá Ninnu og Gumma og tókst hreint frábærlega eins og alltaf. Við vorum misjafnlega dugleg að skera en ég held samt að ég hafi verið lakastur
Mynd
..::Netavertíðinni lokið í bili::.. Jæja þá er þessum túrnum lokið en við komum inn til Akureyrar í morgun klukkan 0600. Þetta var ágætistúr, en það þurfti að taka á því, bara helv.... púl megnið af túrnum. Maður var eiginlega búin að gleyma því hvernig það er að vera á netum enda hef ég ekki mikið stundað þann veiðiskap. Það gekk ágætlega að fiska og það var hálfgerð vertíðarstemming yfir þessu, menn stóðu frá 06 á morgnanna og langt fram á kvöld, frystingin er Akkelisarhællinn í þessu og fór mikill tími í hana, því miður var vinnslulínan ekki alveg í samræmi við restina af skipinu. En þetta hafðist nú allt fyrir rest og ég er komin heim aftur :). Læt þetta duga í bili. PS: Ég tók nokkrar myndir í túrnum og setti á myndasíðuna, þær eru undir myndum af sjónum, þær lentu aftast í albúminu svo þær eru á hérna og á næstu síðum , þær áttu að fara fremst en það klikkaði eitthvað og þarna eru þær núna hehe.