Færslur

Sýnir færslur frá apríl 29, 2007
Mynd
..::Fjölgaði um einn í dag::.. Ok þá er komið að framhaldssögunni. Vírus ákvað að taka daginn snemma og sóla sig enda er veðrið með eindæmum gott í dag, tilvalið veður til afslöppunar. Um miðjan dag var ég farin að sakna kisa og prílaði upp á brú til að athuga hvort hann væri nokkuð staddur þar. Ég sá Vírus hvergi en í staðinn mætti ég einstaklega geðvondri eineygðri Súlu sem sat þarna uppi í eigin skít. Hún orgaði og æpti þegar ég reyndi að nálgast hana svo ég sá mér ekki fært annað en að halda mig í öruggri fjarlægð. Ekki veit ég hvort það er þessi tími mánaðarins sem gerir þessa Súlu svona geðvonda eða hvort hún er svona alla daga. Það var ekki á stefnuskránni hjá okkur að bæta við gæludýri svo að ég setti nefnd í að fjarlægja geðvonskupúkann og henda henni fyrir borð. Vírus er einstaklega góður og prúður og við tökum ekki áhættuna á því að hann læri einhverja ósiði af þessari útskitnu gargmaskínu sem er upp í brúarþaki í athugunaraugnabliki. Í dag fékk ég svar við fyrirspurn minni
Mynd
..::Kisi fer það sem hann ætlar sér::.. Jæja þá erum við búnir að ná myndum af sjókettinum okkar á leið upp á brúna. Það er eitthvað ólag á myndasíðunni svo ég kemst ekki inn á hana :(, en ég set myndirnar af Vírusi bara hérna inn á bloggið. Fyrir þá sem hafa gaman af því sem er að gerast hérna niðurfrá þá vil ég benda ykkur á síðu sem þeir á Janusi halda úti af miklum myndugleika, http://janusbru.wordpress.com/ Janus er systurskip Síriusar og Geysis ásamt nokkurra annarra af sömu gerð, ég veit ekki hvað þau voru mörg í upphafi þessi skip en því miður hafa þrjú þeirra orðið eldi að bráð. Annars er ekki mikið að frétta af okkur hér er allt við það sama.