Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 10, 2008
Mynd
..::Hver drekkur sjó??::.. Hann hefur marga fjöruna sopið!, þetta heyrir maður nokkuð oft í fjölmiðlum upp á síðkastið, eðlilega myndgerir maður það sem maður heyrir. Í mínu tilfelli tengdi ég þetta lífsreynslu eða einstakling með mikla reinslu, einhver sem er hokinn af reinslu eins og sagt er. En þar sem ég kunni ekki til hlítar skil á hugtaki þessu þá sá ég fyrir mér einhvern húkandi á hnjánum í fjöruborðinu drekkandi sjó, það er náttúrulega engin glóra í því. Allir vita að sjór er nánast ódrekkandi hehe ;). En við nánari eftirgrenslan í viskubrunn samferðamanna minna var ég leiddur í sannleikann, auðvitað er átt við lífsreyndan mann, það var rétt hjá mér. Þarna er vitnað í það þegar litlum árabátum var brimlent við misjafnar aðstæður, oft lentu þá skipverjar í sjónum og supu sjó í baráttunni við lífið sjálft. Sumir höfðu lent í þessu oft og víða, sem sagt marga fjöruna sopið :), ekki svo flókið þegar þetta er sett í rétt samhengi. En þetta vill nú oft fara út um læri og maga hvernig
Mynd
..::Hjarðdýr::.. Ekki mikið að frétta af okkur annað en að slagurinn um þessa fáu fisktitti sem hér svamla er frekar snúinn, lítið hefur farið fyrir dreifingu og hanga flestir í afturendanum á þeim næsta, kannski af því að við erum svo mikil hjarðdýr eins einn félagi minn orðaði það þegar við fórum að spá í þessu. En ég held að það sé komin tími á að maður dreifi sér eitthvað ;), þefi út fyrir hópinn. Af dælumálum er það að frétta að einhver teikn eru á lofti um að þessi dæla sé kannski til einhverstaðar en meira veit ég svo sem ekki, en þetta fyllti okkur samt von, von sem nánast var horfin, og það er aldrei að vita nema þetta hafist á endanum ;). Mynd dagsins er af dæmigerðum hjarðdýrum. Þetta verður ekki lengra núna. Munið svo að fara varlega í hálkunni........................
Mynd
..::Allweiler my ass::. Nýjustu pumpufréttirnar voru ekki góðar. Fyrirtækið sem smíðar glussapumpurnar sem eru hérna um borð gefur sér fimm mánaða afgreiðslufrest á nýrri glussapumpu til okkar, maður getur lítið annað sagt annað en hvað er eiginlega í gangi? femm mánuðir. Þetta heimsþekkta fyrirtæki fær falleinkun hjá mér, og ég er ekki alveg að skilja þetta. þetta þarf samt ekki að þíða dauðadóm fyrir okkur því vonandi er einhverstaðar til ein svona dæla sem getur bjargað okkur, þangað til verðum við eins og halta Lotta og staulumst áfram í lífsins ólgusjó haltir og særðir. That´s all folks Mynd dagsins er af pumpu, hún er ekki samskonar og sú sem bilaði hjá okkur en mjög svipuð :). Vona svo heitt og innilega að Guð styðji við ykkur í hretvirði lífsins.
Mynd
..::Þorramatur::.. Frekar rólegur dagur á hafinu hjá okkur, en það sem lýsti upp annars daufdumbann dag var ísinn í hádeginu. Það er alltaf ís á sunnudögum, ekki það að ég hafi verið neitt sérstaklega hrifin af ís í gegn um tíðina en þetta er ágætis tilbreyting. Gummi spretti úr spori á tuðrunni og náði í kortin í nýju afruglarana yfir í Kristínu og svo Alexander Simrad sérfræðing yfir í Heineste. Að venju var Gummi fljórur í förum og dró ekkert af sér í hraðakstrinum, sumir vilja meina að það sé óþarfa bruðl að vera með stiglausa inngjöf á mótornum, Gumma myndi alveg duga fullt og stopp. Eins og flestir mörlandar eru uppvísir um hefur gengið yfir alda þorrablóta undanfarið og sitt sýnist hverjum um þau matföng sem þar eru fram borin, persónulega finnst mér þetta flest alveg ágætt, svona einu sinni á ári. Ég er ekki viss um að ég væri til í að éta þetta upp á hvern dag en auðvitað er það mín skoðun. Sonur minn segir t.d að hann skylji ekki af hverju það þurfi alltaf að hampa þessu óæti