Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 8, 2004
..::Lifðu fyrir daginn í dag::.. Núið! er það ekki það sem allt snýst um? Ekki þíðir neitt að amast yfir gærdeginum því hann er liðinn og kemur aldrei aftur, um hann fær maður engu breitt. Og morgundagurinn hvar er hann? og hvernig verður hann?, ég sé enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því sem ekki er ókomið ;). Og hvað er þá eftir? Jú! dagurinn í dag, og þar er allt að gerast og að honum ætti maður að beita athygli sinni. Í stað þess að velta sér upp úr fortíðinni eða láta sig dreima um ókomna framtíð. Lifa einn dag í einu og njóta þess að vera til ;). Já þetta er speki dagsins, henni er troðið niður á blað á ekki ómerkari degi en Föstudeginum 13, dagsetningu sem oft hefur verið tengd hryllingi og viðbjóði bæði í kvikmyndum og bókum. En ég hef nú ekki séð neina ástæðu til þess að ætla að föstudagur sé eitthvað verri þótt hann beri upp á 13 en sitt sýnist hverjum um töluna þrettán, og hjátrúin og bábyljurnar láta ekki að sér hæða :):). Það er að koma enn ein helgin og ég æt
..::Svo sem ekkert::.. Það er ekki mikið að segja eða um að vera hjá okkur þennan daginn, vestan vindskælingur og ekkert sólbaðsveður fyrir Rúsínuna. Ég er aftur komin á matseðilinn "Fastir liðir! Ala Jóli" svo að það breytist fátt. Og það er fámennt hér í hjá okkur, aðeins séð eitt fiskiskip "Kappen" sem er færeyskur en annars hafa bara runnið einhverjar ofurlangar fraktdósir fram hjá. Og ekker lát er á baslinu hjá Hrafni og félögum á dollunni, en nú virðist sem að höfuðmótorinn hjá þeim sé allur að liðast í sundur. ætlar þetta engan enda að taka hjá þeim?, ég vona samt að þeir þurfi ekki að róa til hafnar á Newfie. Þeir hafa kannski sprengt dolluna á því að draga þennan heim um daginn, annað eins hefur nú komið fyrir þó að það sé jú algengara að sleðahundar og önnur dráttardýr spengi sig ef of mikið er á þau lagt. Og nú flykkjast þau glæsifleyin á þúfuna, Atlas er mættur aftur eftir spilhafaríið og öllum að óvörum þá birtist Arnarborgin líka, en það kom öllu
..::Svo bregðast krosstré sem...::... Það sem aldrei hefur komið fyrir áður, getur alltaf komið fyrir aftur. Í kvöld mætti Rúsínan að vanda til þess að leisa mig af í mat, ekki get ég nú sagt að það fylgi mikil tilhlökkun þessum matarferðum mínum, og ekki þarf fjörugt ímyndunarafl til þess að giska á hvað Jóli færir mér, tvær til þrjár lúbarðar svínasneiðar og steiktar kartöflur tvisvar á dag frá upphafi veiðferðar til enda. En kraftaverkin gerast og þegar ég lallaði raunarmæddur á vit svínasneiðanna í kvöld brá svo við að vinnslustjórinn Reynir var þar á fullu við að djúpsteikja rækjur laukhringi og annað góðgæti. Jóli spurði samt til öryggis hvort ég vildi ekki lúbarðar svínasneiðar og steiktar kartöflur sem hann var með tilbúið handa mér, ég afþakkaði gott boð eins kurteislega og ég gat og sagðist ætla að fá mér rækjur hjá Reyni, ég er ekki frá því að Jóli hafir verið hissa á þessu bjánalega uppátæki mínu, að ég skyldi vilja breita út frá þeim vana sem hann í góðmennsku sinni hef
..::Það má lengi lifa í voninni::.. Í gær fylltist maður bjartsýni þegar smá oggu pínu veiðivottur gerði sig heimakomin til okkar, maður hélt í fávisku sinni að nú væri þessu reiðuleysistímabili að ljúka rétt eins og önnur óværa sem gengur yfir, svona eins og ísöldin sem hvarf og allt yrði gott á ný. En því miður var þetta sýnishorn frekar eins og dauðakippur í nýskotinni skepnu. Dagurinn í dag hefur farið í að horfa brostnum augum á Scanmar apperatið í von um að það gefi til kynna að nú sé búið að fanga nokkrar rækjupöddur í vörpuna, en það er eins og að bíða eftir stætó sem hætti að ganga fyrir mörgum árum. Þetta er því miður farið að hljóma eins og léleg bíómynd, maður bíður og bíður eftir að eitthvað gerist, en svo gerist ekki neitt. Einhverstaðar var skrifað: "þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður trúir því ekki að þeir geti orðið verri, þá eru þeir líklega að byrja að skána", á þessum tímapunkti finnst mér þessar rækjuveiðar á þessari hundaþúfu standa núna.
Mánudagur 9.ágúst 2004 ..::Stillimynd::.. Það er víst lítið annað að segja en að þetta er hálfgerð stillimynd á þessu núna, en þannig orðaði guttinn það þegar mamman spurði hvað honum hefði dreimt um nóttina, ekki neitt sagði guttinn það vara bara stillimynd!:):). Hér er svartaþoka og heitt svo að allt lifandi er rennsveitt :), en hér spókar megnið af áhöfninni sig um á stuttbuxum og bol vegna hitasvækjunnar. Þegar ég var að fletta gömlu Víkurfréttablaði í dag, sjálfsagt í hundraðasta skipti þá rakst ég á nokkuð góða rímu: Níu hressar beitningarkonur í Grindavík gengu út í sjó með svuntu. Sjórinn náði þeim aðeins í hné........rímar á flóði!! That´s it for to day..........
..::Jólaklippingin::.. Sunnudagur til sælu, var þetta ekki orðað einhvern vegin þannig? Dagurinn hefur verið ágætur og ekkert yfir honum að kvarta, að vísu var hefði þokan mátt vera minni að mati rúsínunnar en það er ekki hægt að fá allt. Eftir fyrri skammtin af svínasteikinni hjá Iola(borið fram Jóla) kokk, bað ég kappann um að klippa mig, en það er nánast untantekningarlaust einhver sem getur klippt í áhöfnum þessara skipa. Jú Jóli hélt að það væri nú lítið mál og var mættur með allar græjurnar upp í brú skömmu síðar, hann var fljótur að klippa mig og var ég yfir mig ánægður með þessa Jólaklippingu ;). Nú þyrstir mig í fréttir af Fiskideginum en þeir hjá útvarpinu hafa ekki verið að standa sig í fréttaflutningnum af þessum merka viðburði svo að maður er alveg fréttalaus. Læt þessa ræðu duga í dag :).
Laugardagur 7.ágúst 2004 ..::Það er víst í dag::.. Eitthvað varð mér fótaskortur á sannleikanum í gær eða þannig, en ég færði víst Fiskidaginn fram um einn dag :). Það er víst í dag sem þessi merkishátíð fer fram á Dalvík. Óttalegt basl er á þeim félögum á dollunni þessa dagana, það virðist allt ganga á afturfótunum hjá þeim verslingunum, já hún er sorgarsaga saga dollunnar :(:(. Hér er bongóblíða og 18°C hiti í dag og skartar veðrið sínu fegursta, sannkallað baðstrandarveður fyrir flaggarann sem notaði tækifærið og grillaði sig uppi á brúarþaki lungað úr deginum. Ég held að þetta endi með því að karlræfillinn verði eins og rúsína. Rúsínur eru nú ekker sérlega fallegar en samt góðar á bragðið. Kannski skiptir litlu hvernig umbúðirnar eru ef innihaldið er gott. Samt skil ég nú ekki hvaða hvatir draga menn út í svona ofursóldýrkun, en það er margt sem maður ekki skilur í þessari veröld. Þetta verður ekki mikið lengra í dag, ég vona að allir hafi skemmt sér vel á fiskideginum, og