Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 16, 2003
Eyddi deginum í rólegheitum heima. Skrapp og reyndi að redda Guðmundi Óla með jeppann en hann varð olíulaus á leiðinni með Álfgrím í pössun til okkar, við náðum í olíu á bílinn en það hafði lent loft inn á kerfið svo að við urðum að skilja bílinn eftir, eftir ítrekaðar tilraunir til gangsetningar. Ég fór svo í að koma hjólinu saman og setti það aðeins í gang en það er svo mikil hálka að ég gat ekkert prufað það. Ég var svo latur að nennti ekki einu sinni á snjósleðamótið sem var haldið í bænum í dag. Seinnipartinn tókum við Guðný svo til í herberginu hans Einars Má og var það tveggja manna tak, þegar ég hugsa til baka þá minnist ég þess ekki að það hafi verið svona mikið rusl í herberginu mínu þegar ég var lítill, en maður man líklega bara það sem maður vill muna ;). Nenni ekki að skrifa meira í dag. Guð veri með ykkur. <°>< Hörður ><°>
Það munaði engu að Skódan snjóaði í kaf í nótt :-) en hann rauk í gang í fyrsta starti og malaði eins og hamingjusamur köttur á meðan ég hreinsaði af honum snjóinn. Það var allt í svipuðum gír hjá okkur í dag, unnið á millidekkinu, autotrollinu, radarnum, ásamt því að strákarnir frá F.A.J komu stýris og GPS málunum í lag. Einar Gústa heimsótti mig í morgun og Krummi kíkti við, hann ætlar að hafa það af að komast á stað á undan mér bölvaður refurinn, líklega fer hann af stað frá Akureyri á Mánudag þriðjudag. Við byrjuðum svo að prufukeyra spilin í dag en það voru einhver vandamál með bremsuna á öðru spilinu ásamt því að það vantaði á kerfið og svona smá vandræði eins og vanalega þegar eitthvað er búið að standa eitthvað :-( en þetta er bara svona og ekkert annað að gera en að bretta upp ermar og svífa í að koma þessu í lag. Það var skítaveður í allan dag fyrir sunnan og var ég nánast viss um að flugið mitt færi í einhverja vitleysu, ég var svo að vinna um borð fram á síðasta séns en
Dagurinn byrjaði á því að Jón sótti mig og brunuðum við á bláa Súbbanum um borð. Morguninn fór svo í ýmislegt stúss og reddingar . Gaukurinn frá R.S var að vinna í uppsetningunni á radadarnum í dag og gekk það þokkalega þó að það sé ekki búið, klárast kanski á morgun. Svo kom maður frá Scanmar til að líta á Scanmar skjáinn. Scanmar móttakarinn var bilaður ásamt því að þar þurfti að uppfæra forritið í honum, hann tók einhver prentbretti og kapal og fór með það til aðhlynningar. Einnig fékk ég mann til að kíkja á Sjálfstýringuna ;( og stýrisvísinn, hann var eldsnöggur að finna út úr sjálfstýringunni (þurfti að víxla tveim endum 6 og 9) og þá virkaði hún "ÚBBS". En stýrisvísinn ætlar hann að koma og laga á morgun ásamt því að laga fyrir mig GPS útgangana en það er allt í tómu bulli og vitleisu. Eftir hádegið fór ég og herti norðmanninn fyrir nýju stb togblökkina, ég þurfti að sitja uppi á gálganum og spyrna rörtönginni með fætinum til að ná þessu og var með afbrygðum fagleg
Enn einn dagurinn í undirbúningnum endalausa fyrir brottferðina fokin út í veður og vind ,). Tókum niður gamla ónýta radar skannerinn í morgun og maður frá R.Sigmundsson byrjaði að setja upp nýja skannerinn og undirbúa uppsetninguna á nýja radarnum. Allt gekk sinn vanagang á vinnsludekkinu endalausa og seinnipartinn mætti suðupotturinn ásamt tveim færiböndum sem enn á eftir að breyta. Ég er reyna að hætta að svekkja mig á þessum seinagangi. Smæla bara framan í heiminn og sósast í gegn um þetta. Þetta hlýtur að taka enda fyrir rest. Er það ekki ?. Páli kom með nýju togblakkirnar og við hengdum þær upp. Það er mikill munur að sjá almennilegar blakkir aftan á dollunni og ekki skemmir að núna er þetta ekki eins og andsk.... hafi klórað þetta upp fyrir aftan rassgatið á sér. Það er nóg að gera hjá Lettunum í flugbrautarsmíðinni og núna vantar ekkert nema lendingarljósin, hver veit nema flugleiðir sæki um lendingarleifi á brautinni ;). Seyðfirðingurinn var búin að græja fyrir mig link
Jón vélstjóri pikkaði mig upp klukkan átta og fórum við beint um borð í drottninguna, þar var allt á fullu ;) eða þannig. Leifi kom aðeins, en stjórnlokin fyrir autoið er ekki komin svo að hann kemur með hann á morgun og þá getum við prufukeyrt spilin. Norðmennirnir fyrir togblakkirnar eru komnir upp í toggálgan og tilbúnir til að taka á móti blökkunum fínu. Lettarnir voru að sjóða upp vinklana fyrir flugbrautina stjórnborðsmegin í dag, það þurfti fá þá til að rétta þetta aðeins því okkur fannst Rússakeimur á þessu öllu saman ;) allt skakkt skælt og snúið. Maður vissi ekki hvort maður var rangeygður eða tileygður þegar maður bar þetta járnvirki augum. Þetta var ekki einu sinni fjarska fallegt því að þetta versnaði í fjarlægð. Þegar Jón var búin að blása úr öryggislokanum og lína þetta upp með trollgarni var ekkert því til fyrirstöðu að laga það sem hægt var að laga með góðu móti og á endanum var þetta orðið la la. Með góðum vilja og jákvæðni má alveg lifa með þessu, það er óþarfi að
Vaknaði kl 08 en fór ekki fram úr bælinu fyrr en 08:30 Viðar sótti mig og keyrði mig um borð í dolluna. Eftir morgunsopann byrjaði ég að aðstoða Leifa í Autoinu og var farið í að tengja teljarana og finna réttu endana uppi í brú. Það var allt á fullu á millidekkinu í dag, en mér finnist vera vandræðagangur á þessari vinnslulínu en það er nú kannski vitleysa í mér. Eftir hádegið var svo Scantrol autoið ræst með pompi og prakt og kom þessi fína mynd á skjáinn ;) það er allt á réttri leið sýnist mér en einhverjar fínpússun er samt eftir áður en við getum farið að prófa, vonandi gerist það á morgun. Kiddi kom seinnipartinn og var eitthvað að spá í spilin varðandi vinnsluna og það sem að því batteríi snýr, Nonni var á fullu í allan dag eins og venjulega ;). Þeir virðast vera nokkuð góðir þessir kallar sem komu á föstudaginn og erum við komnir með suðumann sem virðist við fyrstu sýn vera nokkuð klár að sjóða. Kokkurinn var sveittur við kabyssuna í allan dag og það má segja honum til h
Við Einar vöknuðum kl 08:30 0g kúrðum þangað til Svampur Sveinsson byrjaði í sjónvarpinu. Horfðum svo á hann, fljótlega birtist Hilmar og þeir fóru að leika sér með Lord of the Rings kallana. Ég drattaðist fram og hitaði kaffi og ristaði brauð á línuna. Það var sól og blíða með 9°C hita á Dalvíkinni en samkvæmt veðurspánni þá er kolvitlaust hvassviðri um allt land og mér sýnist á textavarpinu að allt flug liggi niðri í augnablikinu en þetta á víst að ganga niður í kvöld. Ég get ekki sagt að ég hafi orðið hissa enda virðast forlögin haga því þannig að ef ég á flug þá er allt í fári, seinkanir eða aflýsing ;(. Hvað um það maður stjórnar ekki veðrinu og verður að láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað í henni veröld. Ég græjaði Vöflur í kaffitímanum og gengu þær ágætlega út. Strákarnir eru búnir að vera úti að leika í mest allan dag enda er nú veðrið til þess á Dalvík. Hjördís fór með skólanum í bíó inn á Akureyri en það var búið að fresta því tvisvar áður vegna veðurs,