Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 23, 2003
..::Stutt::.. Það verður í styttra lagi bloggið í dag. Veiðin er svipuð og veðrið er ágætt allavega seinnipartinn. Lómur1 kom og sótti bing að keðjum sem hann átti hjá okkur og tók það tvær ferðir að ferja binginn yfir, þetta gekk rosalega vel hjá þeim strákunum á léttbátnum því aðstæður voru ekki upp á það besta. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Erum á Norðurhorninu og erum byrjaðir að pjakka vestur á bóginn. Annan des á að resta veiðiferðina á þremur ell. Vonandi verður rauða paddan í þykkum lögum þar ,). Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur öllum og færa ykkur kærleika hlýju og passa ykkur fyrir öllu ljótu og vondu. Munið eftir bænunum ykkar áður en þið farið að sofa ;). <°((()>< Hörður ><()))°>
..::Langhundar::.. Nú er ég búin að gefast upp á því að hífa þrisvar sinnum á sólarhring og hef ákveðið að taka bara tvo langhunda á sólarhring ;). Það er hvort sem er ekkert nema iðnaður og ekki má hirða nema stærstu suðuna vegna verðhruns á smærri suðu ;(. Já það er ekki að drepa menn vinnuálagið hérna um borð þessa dagana, nú liggja karlarnir niðri og bora í nefið á sér, hundsvekktir yfir ástandinu á miðunum. Engir peningar ef ekkert fiskast segja þeir ;(, en við ráðum ekki við þetta því að svona er ástandið hjá öllum flotanum. Að vísu er einhver slatti af Norðmönnunum og tveir Færeyingar að fiska þokkalega, en það er inni í lokaða hólfinu sem engin má vera í. Það er einkennilegur fjandi að þeir komist upp með þetta dag eftir dag og viku eftir viku án þess að NAFO eftirlitið hósti né stynji. En því miður sitja ekki allir við sama borð á þessum vettvangi. Það er einhver golukaldi að stríða okkur í dag og veðurkortin benda á að veðurbreyting geti verið í aðsigi, en það er svo
..::Hvalreki::.. Það var aldeilis hvalreki á fjöru mína öll e-malin sem biðu mín í pósthólfinu í morgun ;). Guðný sendi mér nokkra brandara, Hanna Dóra sendir mér afrit af blogginu sínu og ættmóður blogginu ásamt fréttum af baggalút.is Nú veit ég allt sem hefur gerst í fjölskyldunni undanfarið ;);Þ;P........... Aflinn er frekar rýr þennan daginn en það þíðir sjálfsagt ekkert annað en að bíta á jaxlinn og vona það besta. Um miðjan daginn renndum við upp að Eyborginni hentum línu á milli og kipptum um borð til okkar pakka sem við tökum með okkur í land fyrir þá. Þetta gekk eins og í sögu og vorum við snöggir að redda þessu. Ansi fannst mér hann flottur gjörningurinn hjá Eskju. Losa sig við alla dragbítapakkann yfir á Húsavík og taka svo af þeim skásta skipið ;). Já þeir Eskfirðingar fá í hendurnar hörkufínt einstaklega velviðhaldið skip. Þeir gerast sjálfsagt ekki betri ísfisktogararnir á Íslandsmiðum;). Svo verður spennandi að sjá hvaða nafn nýja skipið fær? En þett
..::Engla tár::.. Í morgun grétu englar himins flóðu tárin um allt, skoluðu burt fuglaskír og skildu allt skipið eftir tandurhreint ;). En sem betur fer þá stóð þetta ekki lengi yfir englarnir tóku þeir gleði sína á ný hættu að gráta og lægðu vindinn sem táraflóðinu fylgdi ;). Núna er nánast vindlaust og þokusuddi liggur yfir, skyggnið er hundrað metrar eða svo og maður er einn í heiminum(þokunni) sér bara næstu skip í blindflugstækinu ;). Veiðarnar ha hvar er eiginlega verið að spyrja um það? Ekki leiðinlegar spurningar takk! En fyrst þið endilega viljið vita það þá er þetta svona náskrap drullunag og rólegt yfir þessu en tussast. Svo mörg eru þau orð um veiðina á Flæmska hattinum. Loksins loksins er komið internetsamband við heimili mitt á ný ;) á endanum kom í ljós að þeir hjá símanum höfðu fuckað upp einhverju hjá sér sem olli því að ekki var hægt að fara á netið í viku ;(. Hvernig er það lumar ekki einhver á bröndurum handa mér hérna í útlegðinni? Og til að fullkomna
25 Nov 2003 ..::Drulludd::.. Í gær dag var smá veiðivottur hérna á norðurhorninu, ekki mikið en samt það skásta sem við höfum séð í túrnum ;). Við vorum hérna ásamt Otto Atlas Napoleon og Hogifoss. Þegar ég vaknaði í morgun þá var þröngt á þingi, þetta var bara eins og í fótboltanum þegar einhver skorar, það hrúgast öll kjóran yfir ræfillinn ;). Í dag er svo flotinn búin að blóðrunka bleyðunni og á ég ekki von á stóru hér á morgun eða seinnipartsholið í dag ;(. Annað áhyggjuefni er að helv smárækjan virðist vera að flæða niður kanntinn og eru menn að fá 215stk/kg niður á 280fm dýpi sem er alveg nýmóðins hér á Hattinum, venjulega hefur mátt fá æta rækju neðan við 2000fm en svona er Hatturinn í dag ;(. Veðrið er alveg frábært svo ekki þarf að kvarta yfir því og kokkurinn galdrar fram eitthvað nýtt á hverjum degi. Hann var með eitthvað sniðsel klukkan hálf tólf og klukkan tvo galdraði hann fram pitsur í gríð og erg. Já maður safnar líklega ekki aurum þessa dagana en það verður
24. Nov 2003 ..::Útrýming::.. Ég tók tvö kvöld í mæða myndina “Dansar við Úlfa” í gegn um DVD spilarann :). Þetta er alveg frábær mynd og boðskapurinn fallegur. Maður áttar sig á því að það hefur ekkert breyst hjá Bandaríkjamönnum síðan þeir murkuðu lífið úr vesalings Indíánunum forðum daga. Núna eru það bara Írakar er ekki Indíánar. Á undan Írökunum voru það Víetnamar, og sjálfsagt eru það miklu fleiri sem hafa orðið fyrir barðinu á þeim en ég kann ekki að nefna þá sögu....... En ef sagan er skoðuð þá hafa Bandaríkjamenn aldrei barist í eigin landi, fyrir utan stríðið milli Suður og Norðurríkjanna sem ég flokka frekar undir innbyrðis deilur. Þegar Bandarískir innflytjendur murkuðu lífið úr Indíánunum þá var tala fallina Indíána mun hærri en tala fallina Gyðinga hjá Þjóðverjum þegar þeir reyndu að útrýma Gyðingum í seinni heimstyrjöldinni. Þetta er sorgleg staðreynd, sem aldrei er minnst á....... Annars er lítið að frétta héðan af hattinum, veðrið er gott en veiðin hefur e
22. Nov 2003 ..::Tenging & flöskuskeyti::. Hvenær skildi nú þessi vesalings internettenging komast í gagnið á ægisgötu 6 Dalvík? Bloggið hleðst upp í pósthólfinu og kemst hvorki lönd né strönd ;(. Hérna á Hattinum er allt við sama, lítil veiði en gott veður. Dagarnir eru lengi að líða og tíminn silast áfram, þetta er eins og að vaða í sírópi!............ Ég er búin að senda tvö flöskuskeyti í túrnum, eitt í gær og annað í dag og spennandi verður að heyra hvort þau nái einhvertímann landi. Þær eru svo hentugar í þessa póstflutninga vatnsflöskurnar frá perrier, alveg sniðnar fyrir flöskuskeytaflutning ;). That´s for to day. Bið himnaföðurinn að vaka yfir ykkur öllum hvar sem þið eruð niðurkomin. <°((()>< Hörður ><()))°>
21. Nov 2003 ..::Bankarán::.. Það er alltaf verið að tala um bankarán í fréttunum, einhverja dópista og vesalinga sem eru eitthvað að sprikla en hirtir jafnóðum. En var ekki stærsta bankaránið framið í gær? og það rán komast menn upp með enda voru bankaræningjarnir ekkert að reina að fela gjörðir sínar. Það er algjör hneisa að tveir yfirmenn í Búnaðarbankanum fái að kaupa hlutabréf á undirverði, einhverju gengi sem var á bréfunum í sumar. Það er ekki riðið við einteyming í Íslensku bankakerfi, það er víst ábyggilegt. Væri ekki nær að lækka vexti og kostnað sem hinn almenni neitandi þarf að punga út? Fyrstu níu mánuði ársins skiluðu Íslenskar bankastofnanir tólf miljarða hagnaði! Er ekki eitthvað orðið bogið við þetta kerfi? Ég segi nú eins og Ragnar Reykás ma ma ma ma skilur þetta ekki. Svo tala menn um spillinguna í Rússlandi ég held að við ættum að líta okkur nær í þeim efnum En nóg um spillinguna á Íslandi það er ekki hollt fyrir blóðþrýstingin að hugsa um hvernig þetta
20. Nov 2003 ..:Kaldi:.. Fimmtudagurinn tuttugasti nóvember heilsaði okkur með norðvestan kaldafílu og ég sem var svo glaður með veðurkortið sem ég tók í gærkvöldi. Á því korti var þessi líka ógnar hæðarhlussa útflött yfir allan Flæmska Hattinn og varla nokkur þrýstilína sjáanleg, en því miður gekk ekki kortið eftir. Við félagarnir drógum okkur norður í alla nótt og erum á norðurendanum ásamt Andvara, Otto, Atlas og einhverjum örðum galeiðum, aflinn hefur ekkert skánað og er bara lélegt á línuna. Hér eru menn hljóðir og varla heyrist stuna né hósti í talstöð, ef einhver lætur í sér heyra þá er það grátur og volæði. Djísus kræst com on þetta getur ekki verið svona slæmt?....... eða hvað? En við lifum í voninni og trúum því statt og stöðugt að þetta lagist bráðlega ;). “Þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður heldur að þeir geti ekki orði verri, þá eru þeir líklega að verða betri” ;) þetta las ég einhvertímann og fannst ansi mikið til þessara orða koma. Það er alltaf
19. Nov 2003 ..::Njet Bush Njet::.. Við náum ágætlega orðið útvarpinu svo að nú er hægt að ræða heimsmálin eftir hádegisfréttirnar, við félagarnir vorum allir hjartanlega sammála Livingstone um að Bandaríkjaforseti væri helsta ógn við heimsfriðinn þessa stundina og ég geri ráð fyrir að ansi margir séu á þeirri skoðun. Þær ganga frekar rólega veiðarnar hjá útflöggunarflotanum á Flæmska Hattinum þessa dagana og erum við þar engin undantekning frá því ;( En þetta er sjarminn við veiðar það er aldrei hægt að ganga að neinu vísu ;(, við getum samt ekki annað en lifað í voninni um að þetta fari að skána. Þetta er ekki allt bölvað t.d er veðrið skaplegt, og ekki sveltum við eins og svöngu börnin í Afríku sem maður fékk svo oft að heyra um þegar maður vildi ekki borða matinn sinn sem barn. Það eru nokkrir nýir kallar með okkur núna og sé ég ekki annað en að þeir komi ansi vel til enda er þetta yfirleitt sómafólk og duglegt til vinnu. Auðvitað eru til drulluháleistar hjá þess