..::Langhundar::..
Nú er ég búin að gefast upp á því að hífa þrisvar sinnum á sólarhring og hef ákveðið að taka bara tvo langhunda á sólarhring ;).
Það er hvort sem er ekkert nema iðnaður og ekki má hirða nema stærstu suðuna vegna verðhruns á smærri suðu ;(.
Já það er ekki að drepa menn vinnuálagið hérna um borð þessa dagana, nú liggja karlarnir niðri og bora í nefið á sér, hundsvekktir yfir ástandinu á miðunum.
Engir peningar ef ekkert fiskast segja þeir ;(, en við ráðum ekki við þetta því að svona er ástandið hjá öllum flotanum.
Að vísu er einhver slatti af Norðmönnunum og tveir Færeyingar að fiska þokkalega, en það er inni í lokaða hólfinu sem engin má vera í.
Það er einkennilegur fjandi að þeir komist upp með þetta dag eftir dag og viku eftir viku án þess að NAFO eftirlitið hósti né stynji. En því miður sitja ekki allir við sama borð á þessum vettvangi.

Það er einhver golukaldi að stríða okkur í dag og veðurkortin benda á að veðurbreyting geti verið í aðsigi, en það er svo sem ekkert sem ekki mátti eiga von á.
Veðrið er búið að vera alveg einstaklega gott það sem af er túrnum maður þakkar Guði hvern góðviðrisdaginn ;).

Þetta er það helsta af hattinum í dag.

En hér er einn fyrir brosvöðvana ;).

Það var ungt par sem var mjög ástfangið sem nóttina fyrir brúðkaupið dóu bæði sorglegum dauðdaga í bílslysi.
Þau gerðu sér grein fyrir því að þau fóru fyrir framan gullna hliðið í fylgd Lykla Péturs. Eftir nokkrar vikur í himnaríki tók hin væntanlegi brúðgumi Pétur afsíðis og sagði: "Lykla Pétur, unnustu mín og ég erum alveg rosalega hamingjusöm en við söknum þess alveg rosalega að hafa ekki fangið að halda hjúskaparheitin.
Er það mögulegt fyrir fólk að giftast í himnaríki.
Lykla Pétur leit á hann og sagði, "Mér þykir fyrir því. En ég haf aldrei heyrt um neinn í himnaríki sem vildi fá að giftast. Ég er hræddur um að þú verðir að tala við Guð almáttugan varðandi þetta. Ég get skaffað þér viðtalstíma hjá honum innan tveggja vikna. Og svo kom að settum degi og parið var leitt af varðenglunum í tignarlega nálægð Guðs almáttugs, þar sem þau endurtóku beiðni sína . Drottinn horfi á þau alvarlegur og sagði, "Sjáðu til, bíðið í fimm ár og ef ykkur langar ennþá að giftast eftir þann tíma, komið þá aftur og við skulum tala um það aftur".
Ja, fimm ár liðu, og parið langaði ennþá alveg rosalega að giftast, kom aftur til Guðs. Og aftur sagði Guð þeim að þau þyrftu að bíða í önnur fimm ár áður en hann myndi íhuga umsókn þeirra. Og loksins, komu þau fram fyrir Drottinn í þriðja skipti, tíu árum eftir að þau báru fram bónina sína og spurðu Drottinn aftur. Í þetta skipti svaraði Guð,"Já, þið megið giftast: Núna á laugardaginn klukkan tvö, þetta verðu yndisleg athöfn í aðalkapellunni. Ég splæsi!"
Brúðkaupið gekk frábærlega fyrir sig, öllum gestunum fannst brúðurin líta yndislega út. Móses kom með nokkur blóm frá Nílaróseyri og Ghandi kom í sínum besta handofna kufli. Enn, þú gast rétt, parið var búið að vera gift í nokkrar vikur þegar þau gerðu sér grein fyrir því að þau hefðu gert heljarinnar mistök, þau gátu bara ekki verið gift hvort öðru.
Þannig að þau stíluðu annan tíma hjá Guði Almáttugum, í þetta skipti til þess að vita hvort þau gætu fengið skilnað í himnaríki. Þegar Drottinn heyrði bón þeirra, leit hann á þau og sagði,"Sjáið til, það tók okkur tíu ár að finna prest hérna í himnaríki, hefurðu nokkra hugmynd um það hve langan tíma það mun taka okkur að finna lögfræðing hérna????????

Bið Guð og hans vermdarengla að passa ykkur hversu vond og ómöguleg þið eruð búin að vera, og vitið þið til það er aldrei of seint að snúa blaðinu við ef ljóta hliðin hefur snúið upp ;)......

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi