Færslur

Sýnir færslur frá október 3, 2004
Mynd
Mynd
..::Málverkur::.. Jæja þá er maður loksins búin að drullumalla þessari málingavinnu frá, það var ekki laust við að ég væri komin með málverk í hnakkann eftir allt þetta gláp upp í loftið. Já þetta er nánast allt sem ég hef afrekað í dag, ekki mikið á blaði en þó nokkuð í verki ;). That´s it for to day........ PS:Smá heilræði.
Mynd
..::Listamaður einn dag::.. Hvað er eiginlega lista maður? Ég er búin að vera að brasa með loftlista í allan dag, var ég þá listamaður í dag? hehe........ Það er ákaflega misjafnt hvaða skilning fólk leggur í hin eða þessi starfsheiti, t.d vissi ég um einn sem var búin að vinna lengi við timbursölu, hann var aldrei kallaður annað en ViðBjóðurinn. Og annar sem var afskaplega frjálslegur í vextinum, hann bjó í blokk og allir í blokkinni kölluðu hann Billa NáGranna . Já það er misjafnt hvaða merkingu orðin hafa og ekki alltaf sama meining bak við þau. En aftur að frauðlistunum, ég beið þolinmóður eftir bílnum innan af Akureyri í dag til að sækja listana og málinguna sem mig vantaði, listarnir komu en málningin ekki :(, hún kemur á morgun. En þar sem að listarnir voru komnir þá vantaði mig lím til að klístra þeim upp, það var jú til límkítti en það var engin stútur á túpunum, ég spurði hvort ekki ætti að vera stútur á þessum túpum? Jú en hann hefur ekki komið með þeim! Svo var sl
..::Skítlega kalt::.. Það var skítlega kalt úti í morgun og krapasullið var víða frosið, maður rétt leit út um gluggann en settist svo fyrir framan tölvuna í hlýjunni. Það var allt orðið vitlaust út af þessu Sólbakssamningum og maður var spenntur að sjá hvað yrði úr því. Einhver pattstaða var á því máli samkvæmt fréttasíðu Moggans svo að ég fór í að útbúa fréttaskvettu á þá vini mína á hafinu, ég hef sérvalið ofan í þá það sem mér finnst markverðast í fréttum og mokað á þá via email. Og nú var komið að því að uppfylla vonir og þrár húsfreyjunnar um nýmálað stofuloft, en fyrst varð að rífa burt loftlistana sem fyrsti ábúandi kofans hafði sett upp af sínum einstaka myndarskap, þessir listar hafa alla tíð verið mér þyrnar í augum og nú vopnaðist ég skrúfjárni og litlu kúbeini, svo var ráðist á listana og þeir spændir niður allan hringinn í stofunni og holinu. Það var komið hádegi og ég ákvað að hafa kaffi tilbúið fyrir fyrirvinnuna þegar hún kæmi heim úr vinnunni, eftir hádegið sagaði
Mynd
..::Nú er það svart!::.. Allt orðið hvítt!. Í morgun þegar ég opnaði glyrnurnar var allt orðið hvítt, vetur konungur er að læðast aftan að okkur með þessu sem mig langaði ekkert til að sjá fyrr en um Jól, en svona er þetta og landið er ekki kallað Klakinn fyrir ekki neitt :). Það rigndi heil ósköp hérna í gær, og það er orðið langt síðan ég hef séð svona vatnsveður, t.d var fína lávöruverslunin á Dalvík umflotin vatni innandyra þegar við áttum leið þar um í gær. Og ég væri ekki hissa þótt einhverjir fleiri hefðu þurft að ausa kofana sína. Í gærkvöldi breyttist svo þessi úrhellisrigning í slydduhríð sem buldi á okkur Dalvíkingum í nótt og skildi eftir sig alhvíta jörð í morgun..... That´s it for now....................
..::Helgarpakkinn::.. Sóttum grislingana inn á Akureyri á Föstudaginn, og nýttum ferðina og fórum aðeins í Hagkaup og fl. Laugardagurinn rann upp með mígandi rigningu, en þar sem það voru stóðréttir frammi á tungum þá geystumst við þangað, þar var ausandi rigning og varla hundi út sigandi, stoppuðum stutt á réttunum og ég tók enga mynd. Á þessum stóðréttadegi er hefð á einhverjum bæjum að vera með kjötsúpu fyrir gesti og gangandi, við kíktum aðeins við á Jarðbrú hjá Ellu og Dodda, Ella var með alveg glimrandi kjötsúpu sem rann ofan í mannskapinn eins og lygasaga. Eitthvað voru menn að frostverja sig og ég lenti í þeirri vitleysu ásamt örðum, það verður bara að segja að ég misreiknaði aðeins árstíðina og gerði ráð fyrir full mikilli frostvörn fyrir sjálfan mig, þetta uppátæki olli miklum höfuðdoða og athyglisbresti, en shit happens hehe. Á sunnudeginum var svo öll familien samankomin í djúpsteiktan fisk, á eftir var svo boðið upp á ostaköku, ekki slæmt,) en ég var samt örlítið sl