Færslur

Sýnir færslur frá desember 10, 2006
Mynd
..::Í skóinn(sokkinn)::.. Lukkulegur var ég í gær þegar ég fann þennan líka fína jólasokk niðri í klefa, ég var fljótur að drusla honum upp í brú og hengja hann upp í glugga í þeirri von að Jólasveinninn liti við hérna í nótt, og viti menn í morgun var komið bréf í sokkinn ásamt tannbursta tannkremi og súkkulaði. En bréfið hljóðaði svona: Halló minn kæri sokkaeigandi. Það var nú meira puðið að komast hingað í þessum ansans álbát, ekki beint fyrir gamla Jólasveina, en það tókst!! En ég verð að segja að mér kvíðir fyrir þessum dögum fram að jólum. (Gætirðu nokkuð kannski bara hætt við hann, þ.e.a.s árans sokkinn?) Þar sem reikna ekki með að þú verðir við þeirri bón þá verðum við að undirbúa það sem koma skal með þessari fyrstu sendingu, reikna með að þær næstu verði heldur sætari. Bestu kveðjur Jólasveinki Já það væsir ekki um mann hérna, meira að segja Jólasveinninn gleymdi mér ekki, nú verður maður sennilega vaknaður klukkan sex í fyrramálið til að kíkja í sokkinn hehe. En að öðru máli
Mynd
..::Blíða::.. Það er búin að vera bongóblíða á okkur í allan dag og hafflöturinn spegilsléttur, ekki svo galið að damla hér um á sléttum sjó í 25°C hita, það voru oft erfiðir túrar hjá manni heima á Íslandsmiðum í desember hérna áður, stanslausar brælur veltingur og kuldi, en maður þekkti ekkert annað og gerði sig ánægðan með það. Undanfarið ár hefur maður augum litið ýmsar fisktegundir sem ég hafði aldrei áður séð og átti ekki von á að sjá “nokkurn tímann!” á meðfylgjandi mynd eru smá gullfiskar sem ég fann úti á dekki í dag þegar við innbyrtum trollið, mér fannst þeir þvílíkt krúttlegu svo ég ákvað að festa þá á filmu. Og þá verður þetta ekki lengra í dag, bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
..::Skeytingarleysi::.. Ég átti bágt með að trúa því hvað fólk er orðið ómerkilega skeytingarlaust. En þannig er að dóttir mín lenti í því að keyra á kött um daginn, greyið lá alblóðugur og illa lemstraður í götunni og hún gat lítið gert annað en að hringja í lögguna, löggan spurði hvort kisi væri merktur?, fyrst hann var ekki merktur þá væri þetta bara útigangköttur og hún skyldi bara láta hann liggja því þeir gerðu ekkert í þessu. Þetta þykir mér alveg með ólíkindum að hún skyldi fá þessi svör. Hún reyndi svo að hringja á nokkra aðra staði en engin var tilbúin að hjálpa henni neitt fyrst kötturinn var ekki merktur, henni var annaðhvort bent á að skilja hann eftir eða snúa hann úr hálsliðnum, maður segir bara eins og Ragnar Reykkás ma ma ma bara skilur þetta ekki. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef þetta hefði nú ekki verið köttur heldur maður, hefði þá löggan spurt, er hann merktur eða með skilríki? Ef hann væri ekki með nein skilríki nú þá væri þetta þá bara útigangsmaður se
..::Tjah ha humm::.. Jæja þá er maður loksins komin um borð, og var ég frekar þrekaður eftir ferðalagið þegar ég var komin um borð, en það er bara þannig sem það er og ekkert við því að gera anað en að hvíla sig vel í nótt ;). Annars er ekki mikið að frétta héðan annað en að það er mikill munur að komast á netið og svo náttúrulega er símkerfið alveg dillandi. Læt þetta nægja núna.