Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 22, 2004
..::Game over!!::.. Allt tekur enda, er það ekki? Loksins erum við búnir að mæða magan á skútunni svo fullan af pöddum að hún stendur á blístri, og ekkert annað í stöðunni en að halda til hafnar og láta dæla upp úr henni gumsinu :):). Þvílík blíða sem er búin að vera á okkur í dag, meira að segja Rúsínan sem ég hélt að væri aldrei ánægðari en í svona svækju kvartaði yfir hita. Já 22°C blankalogn brakandi sól og hafflöturinn eins og spegill, ekki amalegur dagur til að loka veiðunum á ;), þetta er einn af þessum dögum sem gera sjómannslífið þess virði að stunda þetta pjakk :). Fljótlega eftir að við lölluðum af stað kom ég auga á Sólborgina Færeysku, við nánari skoðun í sjónaukanum þótti mér hún eitthvað undarleg útlits, það var eins og að hún væri að geifla sig framan í okkur. Ekki var annað hægt en að skoða þetta betur svo að við settum stefnuna að henni, þegar við nálguðumst meira kom betur og betur í ljós hvað var athugavert, hún hefur greinilega fengið hressilega á snúðinn bles
..::Einn dagur eftir::.. Jæja þá er einn veiðidagur eftir hjá okkur og svo náttúrulega landstímið, sem sagt þetta er að hafast hjá okkur. Í gær fengu nokkur skip vinning í Beinhákarlalottóinu en sem betur fer áttum við ekki miða í því og sluppum með skrekkinn, meiri f...... ófögnuðurinn. Og flugplanið okkar Nonna datt inn um bréfalúguna í dag, sem sagt allt klappað og klárt með heimferðina, við eigum að yfirgefa Newfie 31ágúst og ættum samkvæt áætlun FI 632 að lenda í KEF 06:30 1september. Það verður ekki amalegt að snúa óæðri endanum í þetta hundsrassgat hérna og fljúga heim :). Veðrið Núna! Norðvestan golukaldi alskýjað, þokubakkar sjólítið og hiti 15°C. Þá verður þetta ekki lengra í dag.
..::Faraldur::.. Þeir eru misjafnir faraldarnir sem herja á mannkynið, engisprettufaraldrar og alls kyns óveirur, yfirleitt til vandræða. Nú herjar á okkur Hattverja einn af þessum ófögnuðum mannkyns sem oft eru kallaðir "Faraldrar". BeinhákarlaFaraldur er það sem á okkur herjar núna, bölvuð kvikindin lentu í trollinu hjá mér í gær og rifu belg og grind svo að eftirtekja þess togs var frekar rír, þessi óværa virðist helst halda sig vestast á Hattinum og eru margir búnir að lenda í að skemma veiðarfærin í viðureigninni við þessa stórfiska. Það hefur sennilega verið skrítið upplitið á norska skipstjóranum sem fékk þrjár skepnur í einu holi í gær, þetta var eitt af þessu stóru skipum sem dregur þrjú troll í einu og það var einn beinhákarl í hverju trolli. En við þessu er lítið að gera annað en að setja hausinn undir sig og bíða eftir að þessi faraldur gangi yfir, nema nátturúlega einhver finni upp Beinhákarlafælu sem henga mætti á höfuðlínuna á trollinu þá væri vandamál plágu
..::Beinhákarl::.. Rúsínublíða á okkur í dag og naut Rúsínan veðurblíðunnar uppi á brúarþaki í allan dag. Suðvestan gola 20°C hiti og heiðskýrt að mestu. Þessi dagur er að mestu verið öðrum líkur hérna á hafinu, þó brá svo við að ég sá beinhákarl á svamli í dag. Hann damlaði áfram í yfirborðinu og bakugginn á honum risti hafflötinn eins og Ókindin sjálf væri þar á ferð, en beinhákarlar eru meinlausar skepnur sem svamla um með opið ginið og sía svif og önnur svifdýr úr sjónum. Þessi grey eru sauðmeinlaus, mjög hæg og algjörlega tannlaus ofan á allt annað. Þannig að það er eiginlega bara nafnið og útlitið sem gæti sett óhug að einhverjum, það mætti sjálfsagt ríða um hafflötinn á þeim án þess að þeir kipptu sér upp við það eða væru manni hættulegir. Og ekki eru nytjarnar miklar af þessum skepnum, lifrin var að vísu hirt hér áður fyrr og einhvertíman voru þeir veiddir til þess að ná henni. Nú í seinni tíð eru það uggarnir og sporðurinn sem er verðmesti parturinn, þeir eru þurrkaðir og
..::Styttist óðfluga::.. Rólegheita dagur hjá okkur vesalingunum á hattinum, sólskin bjart og hægur suðvestan andvari, hiti 18°C. Ekki er nein ástæða til að kvarta og ljósi punkturinn í tilveru dagsins er veðrið, það er alltaf einhver ljós punktur :). Eitthvað er farið að þrengjast um í olíubyrgðunum skútunnar, en einhverra hluta vegna vantaði tveggja sólarhringa byrgðir upp á það sem átti að vera til um borð, svo nú verðum við að mæta þeirri vöntun með vélastoppi yfir nóttina, það er svo sem ekki af miklu að missa yfir nóttina því þá er nánast ekki nein pödduveiði, en með því að drepa á og láta reka á nóttinni þá draslast þetta vonandi til að duga fram á næsta mánudagsmorgun sem er landtökudagur okkar í Harbour Grace, Newfie. Jamm þetta er að styttast og innan við vika eftir af þessari rispu, og ef þessir dagar sem eftir eru verða eins fljótir að líða og það sem búið er af túrnum, þá er ekki miklu að kvíða, hviss bang! og túrin búinn. Og þá er ekki fleira í þættinum í dag.........
..::Speedy Gonsales::.. Þokusuddi fyrripartinn svo Sunnan golukaldi er leið á daginn, en en 18.9°C hiti. En í kvöld birtist pínulítill punktur á radarnum, þegar betur var að gáð var þetta kríli á ótrúlegri ferð, ég setti hann út í sjálvirka radjárútsetningu ARPA og mældi punktinn á 32,2sml ferð, þá var fjarlægð í hann 5 sml. Nú var sjónaukinn dregin fram og kíkkti ég í áttina að þessum punkti en sá ekkert, en þegar hann var í fjögurra sml fjarlægð fór aðeins að grilla í krílið. Jú þetta fór ekki á milli mála, þetta ver seglskúta! Á þessu líka blússandi fartinu, ekki venjuleg skúta heldur Katmaran eða tvíbitna eins og það heitir víst á Íslensku. Já þetta var ótrúleg ferð á þessu farartæki sem eingöngu var knúið áfram að vindi og ákaflega umhverfisvænt. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt en ég hélt að þessar skútur næðu ekki nema sirka 20-22sml ferð. Það sannaðist fyrir mér í dag svo ekki fór á milli mála að 30sml markið stendur ekki í þessari tegund seglskútna. Maður yrði ekki le