Færslur

Sýnir færslur frá júlí 4, 2004
..::Sólarlanda hvað?::.. Ekki veit ég hvað fólk er að æða til sólarlanda þegar veðrið leikur svona við okkur, en líklega er það með það eins og önnur plön, ef maður ætlaði að vera heima í sólinni þá myndi rigna nokkuð víst :). Maggi hringdi í mig í morgun og er allt á áætlun í Otto, vélin átti að fara niður í skipið í dag svo að næsta vika fer í endanlegan frágang og prófanir, ef tímaplanið gengur eftir þá ætti allt að verða klárt í kring um tuttugasta. Ég hefði sennilega ekki fengið háa einkunn á IQ prófi ef ég hefði tekið það í morgun, ætlaði í sund en ég fann ekki sundskýluna mína svo að ég ákvað að fara bara í gufuna og mýkja mig aðeins upp fyrir raksturinn, þegar ég var svo komin á svæðið þá áttaði ég mig á því að ég kæmist náttúrulega ekkert frekar í gufuna en laugina svona skýlulaus hehe, að vísu hefði ég getað farið í gufuna með handklæðið vafið um mig en ég sleppti því og lét duga að fara í sturtu og raka mig ;). Eftir hádegið þegar sólin ætlaði allt að bræða lölluðum við
..::Tíndi sonurinn komin heim :)::.. Einar Már kom heim klukkan fjögur í nótt, mikið var gott að sjá hann aftur þótt þetta hafi bara verið vikurispa. Eftir hádegið fór ég með hreindýrinu að þrífa og vorum við að basla við það til hálf þrjú. Ég fór svo í að bera í handriðið á pallinum og var að bisa við það fram undi kvöldmat. Gasgrillið var svo glóðarkynt og galdraði húsfrúin fram þessa fínu grillsteik með bökuðum jarðeplum og grænfóðri. Júlli mætti með bíómiðana sem við unnum í getrauninni í vor, nú verð ég bara að vona að ég verði heima þegar Shrek 2 verður frumsýnd á Íslandi því ég hef hug á að eyða vinningnum í þá mynd. Einar og Jón fóru í göngu upp á dal og voru ekki komnir til baka úr þeirri ferð fyrr en hálf tíu í kvöld, ég var farin að óttast um grislingana svo að ég sparkaði hjólinu í gang og renndi mér uppeftir til að huga að þeim, það var náttúrulega allt í lagi með þá félaga og voru þeir á heimleið þegar ég mætti þeim, ég smellti þeim fyrir aftan mig og svo þrímenn
..::Enn fjölgar á Ægisgötu 6::.. Blíðuveður í allan dag þó hafgolan hafi komið í vitjun eftir hádegið, ég kláraði að mála gluggana og fór aðra umferð á gluggana sunnan á húsinu. Á morgun er á stefnuskránni að bera í handriðið en veðrið ræður sjálfsagt mestu um hvort ég kem einhverju í verk á morgun :). Einar kemur heim í kvöld eða nótt úr viku útilegu með afa sínum, hann verður sjálfsagt hissa þegar hann mætir heim því að það fjölgaði í herberginu hjá honum í gærkvöldi, þangað inn er fluttur pínulítill dverghamstur, en greyinu vantaði húsnæði og foreldra svo að við ákváðum að taka hann að okkur þar sem hér voru allar græjur til (búr og alles). Annað er ekki fréttnæmt af mér eða mínum. Ég vona að þið hafið átt góðan dag, og bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
..::Skottast út og suður::.. Seinnipartinn á föstudag lögðum við land undir fór og brunuðum suður til Reykjavíkur, þrátt fyrir mikla umferð sóttist ferðin ágætlega og vorum við búin að skila af okkur krökkunum klukkan hálf ellefu, þá brenndum við yfir í Kópavog til Thelmu systur þar sem við gistum. Laugardagur. Morruðum heima fram undir hádegi en fórum þá út, hittum Haddó í Smáralindinni. Skruppum aðeins á M.D, skutluðum svo Haddó heim og renndum í framhaldinu yfir í Garð til mömmu og pabba en þar var fyrirhugað míní fjölskyldusamkoma með grill og alles.Í Garðinum dvöldum við svo í góðu yfirlæti fram á nótt, en þá sigum við aftur yfir í Kópavog. Sunnudagur. Fórum til Haddó og Gunna, litum aðeins í Ikea en fengum okkur svo rúnt í á Laugavegin sem endaði með göngutúr og hamborgara :). Um kvöldmat vorum við svo mætt í Kópavoginn í grill þar sem systir sýndi snilldar takta á grillinu :), eftir hreint frábært grill renndum við yfir í Garð að sækja úlpuna sem Guðný gleymdi í g