Við vorum komnir inn á flóa fyrir hádegi, það var blankalogn og þokuslæða.
Kiddi fór út með háþrýstidæluna og ferskvatns þvoði bakkann en við ætluðum að nota daginn í málingavinnu, fyrst við þurfum að hanga hérna á reki í allan dag vegna þessarar reglugerðarvitleysu sem engum gagn gerir.
En þegar allt var nýþvegið og við biðum eftir að það þornaði á svo hægt væri að byrja, þá fór himininn að hágráta og er hann búin að hágráta í allan dag svo að öll málingavinna liggur niðri og bíður betri tíma.
Við drápum bara á vélinni og erum búnir að láta reka á reiðanum í allan dag, Jón er náttúrulega búin að vera á fullu í að reina að grynnka á viðgerðarlistanum og gengur það þokkalega. Mesta skúffelsið er náttúrulega þetta tengi sem brotnaði í gær, sauðurinn sem setti þetta saman á Íslandi gleymdi gúmmíinu eða plastklossanum sem átti að vara í tenginu, og hann var ekki betur gefin en það að hann drullaði þessu bara saman þannig og lét gott heita, það lá náttúrulega ekkert annað fyrir en að þ...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það var bölvaður kaldaskítur í alla nótt með tilheyrandi velting og gangleysi, en svo lagaðist veðrið í morgun.
Ekki hefur borið mikið á ísnum en nokkrir borgarar eru á stangli hér og þar.
Eftir hádegið þurftum við að stoppa vél vegna þess að kúpling á smurdælunni við spilgírinn brotnaði. Ekki var hægt að keyra vélina vegna þess að gírhelvítið smyr sig ekki. Það virðist vera mikið mál að ná sundur tenginu milli gírs og vélar, svo að það á að reina að tengja annan dæluræfil við til bráðabyrgða á landstíminu.
Á meðan Jón og félagar eru að brasa í þessu þá rekum við á reiðanum í átt að Flæmska Hattinum á 1sm ferð.
En það er alltaf hægt að finna ljósa punkta ef vel er leitað og þótt að við séum í djúpum skít núna þá stendur þó hausinn á okkur upp úr, ef þetta hefði gerst í gær meðan við vorum á veiðum þá er hætta á að við hefðum sokkið á kaf í skítinn ;).
Við hefðum líklega ekki náð trollinu inn og það hefði kallað á enn fleiri vandamál.
Sem sagt það hefði getað verið verra ;).
Og ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Kaldaskítur og lítil veiði hjá okkur í dag, en það hafðist samt að merja í holuna.
Eftir að við vorum búnir að skola trollið og kippa hlerunum inn var byrjað að pjakka í land, það er vestanfíla svo að gangurinn er ekki upp á marga fiska en þetta hefst sjálfsagt fyrir rest ;).
Það er einhver íshraglandi þegar það er komið inn fyrir 200sml svo að við veðum að pjakka eitthvað sunnar áður en við förum að halda vestur og norðvestur, allt til að gera þetta skemmtilegra.
En þessu fylgir öllu einhverjir plúsar, maður getur sofið út í fyrramálið í fyrsta skiptið í túrnum ;).
Hjá strákunum verður trollvinna og vinna við þrif mest alla landleiðina.
Við erum að vonast til að ná því að vera í landi á laugardagskvöld að Kanadatíma, en samkvæmt tíu daga reglunni þá megum við ekki koma í höfn fyrr en fjórða maí.
En miðnætti UTC dugir til að fullnægja reglugerðarskepnunni ;).
Þar sem að það er allt á fullu hjá mér í að sinna strákunum og starfinu, þá verður þetta ekki lengra í dag.
Bið Guð og g...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Þoka.
Það er þoka á hattinum í dag, veður eins og maður kannast við héðan á sumrin, en þá liggur oft svartaþoka yfir öllu slektinu vikum saman.
Ekki það að þokan sé slæm því að það er yfirleitt gott veður í þokunni þó að sólina vanti.
Núna vantar okkur ekki mikið í holuna og ef að við fáum eitthvað í dag og morgun þá ættum við að ná því að loka þessum túr annað kvöld ;).
Já þessari rispunni er að ljúka og framundan er landstím og innivera í Bay Roberts.
Þar verður þessum kvikindum sem við erum búnir að hafa svo mikið fyrir að koma í holuna verður mokað upp á met tíma.
Og þá byrjar slagurinn aftur við það að fá í holuna ;). Sami rúnturinn aftur og aftur túr eftir túr ár eftir áröld eftir öld, alltaf gengur þetta út á það sama.
Það var orðið minna um rækju þar sem við vorum svo að eftir hádegisholið var kastað áfram norður á vit nýrra ævintýra, og vonandi meiri afla.
Jón er búin að fá vísir af ferðaáætlun og flýgur hann um London, það var fínt að sjá það og vonandi verða ferð...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Rússaklipping að hætti kokksins, það var þjónustan sem ég fékk eftir hádegið ;).
Já það er full þjónusta um borð í þessum dollum og eftir því sem ég best veit þá er alltaf einhver í áhöfninni sem getur klippt á þessum útflöggunarskútum.
Að vísu er þetta engin tísku klipping með strípum og því öllu.
Og sjálfsagt yrði maður ekki gjaldgengur á sýningu hjá hári og heilsu en hverjum er ekki sama?.
Í gær dundaði ég mér við að rippa flesta cd diskana hans Jóns í mp3 og var því troðið í tölvuna, Steinríkur var alveg himinlifandi yfir þessu framtaki mínu og poppaði í alla nótt ,).
Það er alltaf þetta fína veður og ég trúi því staðfastlega að sumarið hafi komið með nýja vindlingnum, þessum sem teiknar fallegu veðurkortin ;).
Og núna ætla ég að leifa ykkur að njóta sögunnar sem vinur minn í Nufy sendi mér í gær.
----------------------------------
Spegilmynd úr lífi karlmanns
Þegar ég var 14ára, var bara eitt sem mig langaði í, ”stúlku með stór brjóst”.
Þegar ég var 16ára, var ég í...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Sunnan gola og sólarlaust, þetta er veðurlýsingin á hattinum í dag.
Við tosuðum okkur norðar í nótt og erum núna á sama sjó og Arnarborg Eyborg og Otto, og aflinn ;( LA LA ekkert meira en það.
En það er hálfgerður doði yfir manni eins og veðrinu og maður bíður bara eftir að tíminn líði, þetta er einn af þessum leiðinlegu dögum.
Dögum sem maður vildi helst eyða undir sæng með góða bók og konfekt kassa, úbbs átti ég að sleppa súkkulaðinu? Neibb það er svo agalega gott að gúffa það í sig með góðri bók ,).
Kiddi fór í rannsóknarleiðangur í lestina og plássið er eitthvað að minnka en það verður hart á því að við náum að fylla, tíminn er að renna út úr höndunum á manni.
En það þýðir ekki að væla yfir því og maður lifir enn í voninni um að tími kraftaverkanna sé ekki liðin svo að allt getur gerst.
Það er alveg lokað fyrir það að ég geti komið nokkru á blað eins og stendur ;) og er þetta blogg að renna út í sandinn eins og túrinn ;) ;).
Maður er bara eins og hundurinn sem sér allt í sv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Sunnudagur til sælu ;), sælan lætur að vísu standa á sér en svo er það kannski matsatriði hvað telst til sælu?.
Prufuðum aðeins grynnra í nótt og þar var bæði minna magn og smærri rækja, hún var eitursmá greyið litla og ekkert annað að gera en að reina eitthvað annað dýpi.
Veiðin virðist vera eitthvað lakari í dag en undanfarna daga svona heilt yfir svo að þessi lægð er ekki eyrnamerkt okkur ;).
Ég hafði nú hugsað mér að vera góður í dag og deila ekki á neitt, reina frekar að líta á björtu hliðar lífsins og láta allt hið illa og vonda lönd og leið.
Sjáum hvort við getum ekki grafið upp eitthvað til að brosa að ;).
Er okkur ekki farið að langa í brandara?
Eitt sinn voru Íri Breti og Claudia Shiffer að ferðast saman í lest þvert yfir Tasmaníu.
Skyndilega fór lestin inn í göng, þetta var gömul lest og það voru engin ljós í vögnunum svo að þar varð kolsvarta myrkur.
Það heyrðist kossahljóð og svo var einhver sleginn.
Þegar lestin kom út úr göngunum sátu Claudia og Írinn eins ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
26april 2003 og akkúrat 60ár síðan mamma fæddist ,).
Já þetta er merkisdagur í lífi mömmu og verst að geta ekki verðið heima á Eskó til að halda upp á áfangann. “MUTTA til HAMINGJU með DAGINN”.
En það er alltaf eins með alla þessa stórviðburði , maður virðist alltaf vera úti á sjó, (í friði og ró) eins og þeir á Kleifanum syngja á disknum sínum.
Taka tvö á þessum drottins degi byrjaði í fyrra fallinu hjá mér en við sátum fastir á rassgatinu klukkan 9 í morgun og Steinríkur ræfilinn hafði aldrei fest áður, svo að hann vissi ekkert hvað var í gangi, “something happend” sagði karlræfillinn mjóróma þegar ég kom upp og var mest hissa á því að ég skyldi vera komin upp.
En þetta var ekkert alvarlegt og við losnuðum fljótlega úr faðmlögunum við botninn. Kipptum trollinu upp og skoðuðum það og renndum því svo út aftur.
Þá fyrst gat Steinríkur strokið svitann af enninu, en hann varð voðalega skelkaður ,) en þetta var ekkert til að hafa áhyggjur af og tók hann gleði sína á ný enda nálgaðis...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Sól og bongó blíða á hattkúlunni annan dag sumars, okkur til gleði og ánægju.
En rækjukvikindin mættu vera liðugri inn í trolldrusluna okkar, þó má víst ekki vanþakka það sem fæst og Steinríkur stóð sig með ágætum síðastliðna nótt.
Við erum líka nokkuð ánægðir með nýja vindlinginn(veðurfræðinginn) því að hann teiknar svo falleg veðurkort handa okkur, og í dag setti hann stórt H yfir Nufy og þúfuna, við lofum Guð fyrir nýja vindlinginn.
Í dag höldum við okkur syðst í austurkanti og hér er fámennt en góðmennt og ekki eru skipin að flækjast fyrir okkur á þessum blettinum, maður mætir Ottó mesta lagi 2svar á sólarhring, á þeim bæ er af nógum sögum af að taka enda er Skipperinn þar sigldur maður og hefur a.m róið til fiskjar frá landi Svartlingjahausanna í suðaustri.
Það er allt kolvitlaust inni í Nufy því að það var kippt af þeim öllum þorskkvótanum í annað skiptið síðan 93. Það ætlar ekki af þessu fólki að ganga, það er ekki langt síðan þorskveiðar voru leifðar aftur undan ströndum ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Þá er sumarið komið eftir tímatalinu og veturinn farin og kemur aldrei aftur, ekki síðasti vetur ;).
Þegar maður spólar til baka í huganum þá poppar upp minningar brot um þennan dag.
Ég fékk alltaf að taka reiðhjólið út á sumardaginn fyrsta og það voru oft erfiðir síðustu dagarnir í þeirri bið. En það var nokkuð skondið hvernig fyrsta salínuna mín á reiðhjóli var, ég tók reiðhjólið hennar Ingu Jónu dóttur Elsu og Friðgeirs heitins ófrjálsri hendi og dröslaði því upp í planið hjá Sverri, svo brölti ég upp á gripinn og renndi mér af stað, ekki var valdið á farartækinu mikið og endaði þetta ferðalag á því að við stungumst saman hjólið og ég niður bakkann fyrir ofan bílskúrinn hjá Jóhanni Klausen, hjólið var svo þungt að ég kom því ekki upp á veg aftur svo að frekari tilraunir til reiðmennsku lögðust niður og ekki man ég hvenær ég náði svo tökum á því að hjóla, það hlýtur þó að hafa verið fljótlega upp úr þessu ;).
Ég hjólaði mikið þegar ég var krakki og voru ófáar ferðir inn í land á b...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Síðasti vetrardagur í dag og samkvæmt Baggalút er eilíft sumar framundan, vonandi er það rétt hjá þeim.
Það er lítið að frétta hjá okkur í dag, veðrið er svipað en meiri alda svo að núna ruggar dósin aðeins meira en undanfarna daga ;( svona rétt til að halda okkur í æfingu.
Við höfum verið að hökta á svipuðu en rækjukvikindið er eitthvað að smækka á slóðinni svo að maður verður sjálfsagt að skipta um legvatn undir dollunni í kvöld.
Núna þarf bara að kasta upp krónunni til að fá ferðaáætlunina staðfesta ,).
En ætli suðausturhornið verði ekki fyrir valinu hjá okkur.
Það kemur sér vel að nota nóttina í stímið, því þá verður hægt að halda áfram að breyta trolldruslunni.
Eitthvað ætlar andinn að láta standa á sér í dag svo að þetta verður andlaust blogg hjá mér í dag.
Og læt ég þar með staðar numið............................
Bið engla Guðs að líta til með ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það mætti halda að sumardagurinn fyrsti væri að koma til okkar hérna á Dollunni.
Veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur í dag og samkvæmt korti frá veðurspámanninum þá er ekkert lát á blíðunni.
Annars heyrði ég nýtt orð fyrir veðurfræðing áðan en það er “Vindlingur” passar ágætlega finnst mér, svo voru fleiri nýyrði sem ekki er hægt að birta hérna.
Við vorum að ákveða löndun í Bay Roberts á Nýfundnalandi 5mai næstkomandi og þá verður bara einn túr eftir í langþráð frí.
Ég frétti að það væri þó okkur umferð á blogginu og síðunni minni, gott ef einhver hefur gaman af því að lesa þetta bull sem frá mér kemur.
Konan mín ber þungan af því að gera ykkur kleift að lesa þetta því að hún setur þetta inn fyrir mig. Gott að eiga góða konu, og hann er enn í fullu gildi málshátturinn sem ég fékk um árið “kalt er konulausum”. Það eru sjálfsagt ekki allar konur sem gætu sætt sig við þessar útiverur og flökkueðli sem mig hrjáir.
Og beint í aðra sálma áður en maður verður of meir, veiðin í gæ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Annar í páskaeggjaáti.
Dagurinn hófst klukkan 05:30 hjá okkur frændunum en þá var afli næturinnar innbyrtur. 800kg af rauðagullinu lá í valnum og var næturvörðurinn ekki ánægður með árangur sinn, svo tilkynnti hann mér að vinir mínir á South Island væru brjálaðir! þeir hefðu hífað við hliðina á okkur og kastað svo trollinu i 0.6sml fjarlægð frá okkur og ekki svarað á neinni rás sem honum hefði dottið í hug að kalla á, sjálfsagt hefur hann líka ákallað heilaga Guðsmóður. Það er einkennilegt með alla rússa og hálfrússa að það má aldrei koma skip inn fyrir 1sml á þess að drullan renni niður skálmarnar hjá þeim og allt panikki í stressi.
En þessu verður ekki breytt þetta er eitthvað í genunum á þeim, sem ekki er á okkar valdi að skilja, þar þurfa menn eins og Kári að koma að til að einhver niðurstaða fáist.
Við frændurnir skriðum svo aftur í koju kl 06:00 en það var sett nýtt met hjá félögunum í trolltökunni og var druslan 40min botn í botn.
Og var komið langt undir hádegi þegar ég tus...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Hvernig er þetta með bloggið hjá mér? Það munaði öngvu að ég gleymdi því í dag enda er maður hálfslæptur í dag.
Við vorum að vinna í trollinu til sex í morgun, og Jón var að brasa í vélinni auk þess sem hann setti upp nýja stýrisvísisviðnámið sem kom út með Lómnum.
Já og gleðilega páska ekki má gleyma því, ég vona að allir hafi fengið páskaegg og fallegan málshátt ;).
Ég slapp við hvoru tveggja svo að það þarf ekki að vera að velta sér upp úr málsháttum, annars man ég eftir einum málshætti sem ég fékk fyrir margt löngu og hljóðaði hann svona “kalt er konulausum” það eru mikil sannindi í þessu ;).
Það er Norðvestan gola og sólskin á Hattinum í dag, bongó blíða eins og Bjöggi Halldórs söng í laginu.
Það er komið mikið af skipum á slóðina sem við vorum að nudda á í gær svo að það er ekki mikið eftir handa smáfuglunum.
Ég vil þakka öllum sem sendu mér fréttir og brandara, þetta var frábært hjá ykkur og yljar mér um hjartaræturnar, fréttirnar af baggalút eru samt alltaf skemmtilegast...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Blíðuveður á þúfunni í dag, og einhver veiði en mér finnst hún ekki vera eyrnamerkt okkur svo að betur má ef duga skal.
Trollið okkar á stórafmæli 21 Maí næstkomandi en þá verður það 5ára svo að það er kannski ekki í tísku lengur, en nú á að ráðast gegn því og skipta út haug af neti í nótt.
Við erum að fara að ná í stýrisviðnámið í Lóm 2 og svo þarf Nonni eitthvað að stoppa höfuðmótorinn svo að það er lag að fara í trolldrusluna.
Kiddi er búin að vera allan seinnipartinn að skera til stykki sem fyrirhugað er að setja í trollið í nótt.
Svo verðum við bara að treysta á Guð og lukkuna um að við séum að gera rétt ;), en maður getur alltaf falið sig bak við orðtiltækið “sá sem aldrei gerir mistök gerir aldrei neitt!” ef þetta virkar ekki.
Ég talaði við Bjössa vin minn á Andvara í dag og sagðist hann hafa verið sólarhring á reki meðan gert var við aðalvélina en nú var allt farið að snúast hjá honum aftur sem betur fer, já það eru skin og skúrir hjá fleirum en okkur ;).
Ekki skilaði sé...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Vestaáttin í gær var svo stíf að við náðum engan vegin að halda stefnu á Dollunni og hröktumst niður á botnlaust áður en að maður gafst upp.
Við dömluðum svo á Norðurhornið og köstuðum þar í morgun klukkan 06.
Það er svo búin að vera golukaldi og frost í allan dag, og Dollan frekar kuldaleg á að líta en það er ísskæni yfir öllu.
Það eru nokkur skip hérna á svipuðu róli á norðurhorninu, Borgin Otto Pétur Jóns og Lómur 2 svo er Eyborgin hérna á norðvesturhorninu.
Það er ákaflega lítið að frétta héðan, einn Norsk/Rússnenskur togari er á reki bilaður 100sml austur af hattinum en Norðmennirnir eru svo nískir að þeir hafa ekki vilja taka þeim tilboðum sem þeim hafa verið gerð um drátt í land, og mér skilst að núna sé búið að semja við einhvern dráttarbát í Nufy um að koma út og sækja þá.
Ég kannast vel við þennan bát en hann var mikið á sama sjó og ég í Barentshafinu á sínum tíma, þá undir stjórn færeyings sem heitir Alfreð.
Þetta skip er gamall síðutogari sem búið er að breyta í skut...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Suðvestan bræluskítur og veltingur, þannig mætti dagurinn okkur Kidda klukkan 05:30 í morgun og afli næturinnar losaði eina smálest af rauðagulli.
Við köstuðum áfram norður eftir kantinum með hugann norður á horn, annars er skrítið að menn tali um norðurhorn á þessari þúfu, þetta er eins og golfkúla sem skorin hefur verið í tvennt og öðrum helmingnum klesst á hafsbotninn, svo draga menn utan í hálfkúlunni og tala svo um að þér séu í austurkanti norðurhorni vesturkanti suðausturhorni eða Guð má vita hvað þetta er allt kallað, en þetta er samt fyrsti hyrndi hringurinn sem ég heyri talað um ;).
Skúli vinur minn á Ottó er búin að vera að draga hérna með okkur en hann reif trollið í dag svo að hann er úr leik í augnablikinu, ég sé nú samt ekki að hann sé að missa af miklu því að hérna blikkar aumingjaræfilinn eftir þriggja tíma tog.
Ekki fær maður neitt páskaeggið þetta árið en ég hefði geta fengið mér súkkulaðipáskahéra í landi en nennti ekki að vera brasa með hann, enda á maður sjálfsa...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ekki eru allar ferðir til fjár, það sannreyndist síðastliðna nótt þegar næturholið var hífað. Aflinn var 0.0kg af rækju og tvær olíutunnur í grindinni, jamm þetta var bara eins og í Andrés Önd nema það vantaði bara bíldekkið og stígvélið ;).
En það þíðir víst lítið að síta það og það verður að taka þessi hol líka þó þau séu manni ekki að skapi ;).
Næsta hal slapp svo fyrir horn svo að það lyftist aðeins brúnin á manni.
Ekki var svo ljósið að flýta sér á þriðja holi dagsins, og má segja að það hafi verið eins og meðganga hjá fíl og ekki útséð hvort eitthvað er að myndast ,en þolinmæðin þrautir vinnur allar og á endanum náðist að mæða þessi ljós fram. En maður var orðin ansi framlár og þreyttur á sálinni.
Það er alveg með ólíkindum hvað þessi nauðaómerkilegu gulu og rauðu ljós geta gert manni gramt í geði eða glatt mann allt eftir hvor liturinn logar ,).
Jón vélastjóri er búin að vera svartur upp fyrir haus i fucking tjökkunum sem við ætluðum að nota til að stoppa hleraóhemjurnar,...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Drullubræla. Það var drullubræla í allan gærdag og það er enn skítaveður hjá okkur með tilheyrandi velting og aflaleysi.
Í dag þegar við vorum að taka trollið þá brotnaði önnur búkklegan á nýja keflinu svo að það sleit sig laust af búkkanum og hentist aftur á dekk, sem betur fer varð engin fyrir fljúgandi keflinu og allir sluppu ómeiddir, en þetta var bölvað rassgat að missa þetta kefli því að það var svo miklu fljótlegra að taka trollið og léttara að vinna á dekkinu meðan það var í lagi ;(. En það virðast vera einhver álög á dollunni og það er ekki nóg með að gamlir hlutir bili, heldur er alveg undir hælinn lagt hvort nýir hlutir virka hérna um borð, já þetta er með afbrygðum furðulegt og satt best að segja hef ég aldrei komið í skip með svona óhreina sál.
Einhvertímann hefði verið sagt að það væru álög á þessu en ég veit ekki undir hvað þetta flokkast nú á dögum, líklega ólukkufleytu.
Maður fer að verða alveg ráðþrota gegn allri þessari ólukku og veit ekki hvað kemur næst, það ke...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Þetta er búin að vera meiri brælu dagurinn og dollan búin að velta fyrir lífstíð.
Við tókum trollið inn fyrir klukkan fimm í morgun og héldum sjó til klukkan sex í kvöld. Já það er svo sem ekki mikið annað að segja, hér eru menn ósofnir og slæptir eftir allan veltinginn, og honum er hreint ekki lokið. Það verður svona kaldaskítur eftir kortinu næstu daga ;(.
Það sem ég verð að halda mér með annarri hendi meðan ég reyni að pára þetta þá læt ég þetta duga í dag.
Guð geimi ykkur hvar sem þið eruð.