..::Örstutt páskablogg::..
Frekar rólegur dagur í dag, fékk mér smá göngutúr eftir hádegið og vísiteraði bæinn.
Svo kíktum við aðeins til Brynju þar sem ég setti upp nokkrar hillur og buffaði nokkra stálnagla í veggina svo hægt væri að setja upp myndir og fl.
Það er víst innflutningspartý hjá Brynju í kvöld og allt verður að vera klappað og klárt ;).
Við aðeins við hjá Gunna og Dísu því Guðnýu vantaði uppskrift að einhverjum heitum rétti? En þetta innlit hjá þeim hjónum bjargaði aðveg magavöðvunum, langt síðan ég hef hlegið svona mikið ;)..
Í kvöldmatinn var flugvél(chicken) og borðaði Kalli Gumm hjá okkur enda var bara Svínalund heima hjá honum oj oj :(.
Á meðan ég útbjó sósuna á flugvélina útbjó Guðný tvo heita rétti í innflutningspartý fröken Brynju, ekki það að Brynja hefði beðið um aðstoð neeeei, Guðnýu fannst bara öruggara að hafa nóg á boðstólnum svo engin færi svangur heim.
Og eftir flugslysið plampaði hún yfir til systur sinnar hlaðin mat til að tryggja það að li...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Naumast vaðalinn á manni::..
Bíðið nú við, er þetta extra langur dagur í dag? flöskudagurinn langi eins og róninn orðaði það. Eftir hádegið hellti ég olíunni úr gamla djúpsteikingarpottinnum og skrúbbaði hann svo hátt og lágt áður en það fór á hann ný olía, svo skipti ég um kló á honum og prufaði að kynda hann upp. Allt verður að vera klárt fyrir fiskiveisluna miklu í kvöld :).
Þennan djúpsteikingarpott fengum við fyrir ??árum í jólagjöf frá mömmu og pabba, mig minnir fyrstu jólin okkar í kjallaranum í hátúni 24 á Eskifirði.
Þetta er orðið svo langt síðan að það hvílir hálfgerð austfjarðaþoka yfir þessari minningu hehe, samkvæmt því siglir þessi pottur fullum seglum inn á antikmarkaðinn ;).
Það hefur verið frekar kalt í dag en það var nú það sem ég var að vonast eftir, skýringin á því er að þá er hjarnið betra til að hjóla á því.
Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér rúnt út í höfða og eitthvað um lálendið, það var svo blautt og leiðinlegt að maður nenntir eiginleg...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skírnarveislan::..
Skírnarveislan innfrá í gær stóð alveg undir væntingum, byrjaði athöfnin í kirkjunni.
Þar fór lítil tveggja ára dama á kostum og minnti mig svolítið á það hvernig Hjördís var á þessum aldri. En þetta gekk allt eins og það átti að ganga og ég held að allir hafi verið ánægðir, stúlkurnar voru skírðar Þrúður Kristrún og Jónína Vigdís :).
Eftir athöfnina í kirkjunni var boðið til veislu, þar svignuðu borðin undan kræsingunum og allir fengu eins og þeir í sig gátu látið. Við vorum ekki komin heim fyrr en klukkan tíu í gærkvöldi og var þá lagst beint yfir imbakassan.
Ég tók náttúrulega myndavélina með eins og ég lofaði, og smellti inn nokkrum myndum inn................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Taka tvö::..
Eftir hádegið skrúfaði ég bílkústinn á garðslönguna og dreif í að þvo gluggana í kofanum, það var alveg hætt að sjást út fyrir drullu.
Svo fór ég í tölvuna og rakst þá á þessa fínu þýðingarsíðu þar sem maður getur þýtt stuttan texta, skjöl nú eða heimasíður.
Auðvitað byrjaði ég að slá um mig á spænsku, svona fyrir litlu systur ;) hehehe.
Um miðdaginn var boðið upp á franska súkkulaðiköku ala Guðný svona rétt til að seðja sárasta hungrið fyrir veisluna miklu, ekki viljum við nú vera eins og úlfar þar :Þ:P).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Engin heima::..
Það var einmannalegt í kotinu í morgun, Hjördís er suður í Hafnafirði og Einar Már gisti hjá Kalla frænda sínum í nótt.
Það var eiginlega ekkert að gera og allt svo tómlegt, verður þetta kannski svona þegar maður verður gamall? Við kúrðum bara uppí rúmi og horfðum á barnaefnið, vonandi vex maður aldrei upp úr því að njóta góðra teiknimynda.
Það var ekki nema 5°C hiti hérna í morgun og hellirigning en undir hádegið fór að rofa til og sólin fór að gægjast niður, það rætist kannski úr þessu.
Við erum svo boðin í skírnarveislu inn á Akureyri í dag hjá Nínu og Timma, í dag á að skíra tvíbbana. Það er aldrei að vita nema ég taki myndavélina með og taki einhverja myndir, ég ætla allavega að reina að muna eftir henni...því ef ég þekki þetta rétt þá verður eitthvað myndarlegt á ferðinn............
Spjallaði aðeins við Haddó á MSN í morgun, auma hjá henni að þurfa að mæta í skólann á skírdag :(, en þótt það sé sjálfsagt gaman úti á Spáni, þá held ég samt að hugur li...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vorveður::..
Það er búið að vera alveg rosalega gott veður á okkur í dag, sól og bíða og sannkallað vorveður.
Ég lét verða af því að skipta yfir á sumardekkin á bílnum eftir hádegið, það verður víst einhvertímann að taka einhverja sénsa ;), en ég er búin að vera hugsa um að skipta í nokkrar vikur, en alltaf þegar ég hef ætlað að rjúka í þetta þá hefur byrjað að snjóa.
Þegar sumardekkin voru komin undir þá voru álfelgurnar svo skítugar að ég ákvað þrífa þær, og fyrst kústurinn var komin á loft þá lá beinast við þvo bílinn.
Í framhaldinu fór ég með Brynju í húsasmiðjuna til að hjálpa henni að kaupa stálnagla skrúfur steintappa skrúfjárn og skrúfbita, eða með öðrum orðum lámarksbúnað fyrir einstæðar mæður svo þær geti bjargað sér.
Nú þegar þetta var komið heim þá skrúfaði ég upp fyrir hana eina trérimlagardínu og setti saman nokkrar hillur sem hún ætlar svo að bæsa.
Nú og nýjustu fréttir af dollunni(Erlu) eru þar gengur allt þokkalega og krafsast ágætlega upp hjá þeim greyj...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lasanja og grænfóðurssalat::..
Lasanja og grænfóðurssalat ala Blimma í kvöldmat alveg þrælmergjað, á eftir var svo boðið upp á nýuppáhelt kaffi og konfekt, hvað getur maður farið fram á meira í lífinu?
Eftir kvöldmatinn lagðist húsfrúin yfir lærdóminn en ég hringdi í pabba og spjallaði aðeins um þurrkaða þorskhausa hjalla og mótorhjól, en þegar kom að sjónvarpsþætti um Grænland á RUV felldum við samtalið niður og lögðumst yfir fróðleikinn :). Varð ég margfróðari um skíði og skíðabindingar eftir þennan þátt :).
Og þá var komið að því sem drengurinn er búin að vera suða um undanfarna daga, þ.e.a.s saga út úr spónaplötu rafmagnsgítara og bassa (eftirlíkingu) þeir félagar voru búnir að teikna þetta upp svo að það var létt verk og löðurmannslegt að skera þetta út með stingsöginni, í staðin varð ég vinsælasti pabbinn í hverfinu um stundarsakir hehe.
Það er búið að ræða mikið um bassa og hljómsveitir undanfarið og eru þeir félagarnir helteknir af þeirri hugmynd að stofna hljómsve...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ræfilsdómur::..
Ég verð líklega að játa á mig að þetta blogg mitt hefur ekki verið merkilegt undanfarið :).
En hverjum er ekki hollt að sleppa sér í leti og ómennsku svona öðru hverju :).
Síðbúin ferðasaga......
Ég var víst búin að lofa einhverri ferðasögu af Rvíkurferðinni í síðustu viku, en þar sem langt er um liðið og heilabúið í mér ekki mikið fyrir að geima lítilsverðar upplýsingar þá er þetta svolítið sundurlaust í minningunni, ég ætla samt að reina að pára einhverja línur niður. Ég flaug suður á þriðjudeginum í hádeginu og byrjaði á því að fara um borð í dolluna, þar var fundað fram og aftur með eigendunum. Aðallega var verið að spá og spekúlera í hvað þyrfti að gera. Það hafa verið óprúttnir náungar á ferð í dollunni meðan hún lá ónotuð og var búið að stela hinum og þessum tækjum úr brúnni.
Ég verð nú að segja að þessir vesalingar hafa ekki vaðið í vitinu því sumt af þeim búnaði sem fjarlægður var er einskinsnýtur fyrir krimmana, sá búnaður er séruppsettur fyrir hv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ekkert að gerast::..
Frekar rólegur dagur hjá mér og ég hef ekki farið út úr húsi í dag, það hefur verið frekar kalt í dag miðað við undanfarna daga.
Við vorum svo með heimagerða pitsu í kvöld og Brynja og Bjarki voru í mat.
Ég hef eiginlega ekkert að segja svo ég læt þetta duga í dag.
Bið Guðs engla að líta til með ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Helgarsportið::..
Laugardagurinn.
Byrjaði á að fara í heilun í bjarmann.
Eftir Bjarmann fór ég í að skipta um aftara driftannhjólið í hjólinu, setti ég 48tanna tannhjól í stað 42tanna sem var undir.
Þegar ég var búin að skrúfa gamla tannhjólið af og það nýja á hófst samsetningin, það gekk eins og smurt en nú var keðjan orðin of stutt :(.
Nú varð að leita á náðir næsta hjólamanns, og viti menn hann átti nýja ohringjakeðju, ég fékk hana lánaða gegn því að skila honum nýrri.
Nú var ekkert að vanbúnaði og var drifið í að setja saman, en nýja keðjan var of löng svo að það þurfti að stytta hana aðeins svo þetta fittaði saman.
Ég fékk mér smá rúnt og allt virkaði eins og lög gerðu ráð fyrir.
Og nú var komið að bílnum! Dreif þvottakútstinn út og byrjaði að þvo af bílnum drulluna, en þegar mesti óþverrinn var farin sat eftir tjörufjandinn.
Nú varð að úða drossíuna alla í tjöruhreinsi og byrja meðferðina aftur, náttúrulega mætti allt flutningsliðið akkúrat meðan ég var á kafi ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Komin heim aftur::..
En ferðasagan verður að bíða betri tíma.
Er búin að vera á fullu upp fyrir haus hjá Brynju, en hún er að flytja í nýja íbúð og keypti í tilefni þess haug af húsgögnum sem átti eftir að setja saman.
Það var rétt að hafast að skrúfa restina saman.
Á morgun á svo að flytja góssið úr kjallaranum hjá okkur í nýju íbúðina.
Er alveg flatur eftir daginn og læt þetta því nægja í dag.
Bið Guð almáttugan og alla hans engla að vaka yfir ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Aldrei fór ég suður::..
Þetta fer nú að verða eins og í textanum hjá Bubba forðum “aldrei fór ég suður” en ég er enn staddur á Dalvík og ekki ennþá ljóst hvort eða hvenær ég fer suður.
Nýjasta nýtt er á morgun en það á eftir að koma ljós.
Það er búið að vera rosalega fallegt veður á Dalvík í dag, sólin hefur bakað niður en það er frekar kalt, eða 1-2°C.
Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér rúnt, og brunaði upp í fjall á harðfenninu.
Harðfennið var ekki alveg nógu hart og afturdekkið orðið full slitið til að gripið væri nægjanlegt, það er því ljóst að það þarf nýtt afturdekk ef meiri snjóreið er fyrirhuguð.
Hjördís er búin að vera lasin heima í dag en Einar hefur aftur á móti lítið stoppað inni, enda gaman að vera úti í góða veðrinu ;).
Meðan ég var að pikka þetta datt inn emil með flugáætluninni, samkvæmt henni fer ég í loftið klukkan 12:10 á morgun þriðjudag 30 mars.
Flogið verður með Fokker50 flugvél ;).
Hafið þið einhvertímann velt því fyrir ykkur hv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Gluggaveður::..
Það hefur verið frekar kalt hjá okkur í dag, svona gluggaveður á Dalvík.
Brynja og Kalli komu í morgun og sóttu Bjarka Fannar.
Eftir hádegið komu þær systur Ninna Brynja og Ingunn, bíllinn hennar Ninnu var púnteraður fyrir utan hjá okkur og fór ég með Ninnu og sótti dekk og skipti fyrir hana.
Svo kom Frau Sveinbergsdóttir í sólarkaffi, þegar hún var rétt farin kom Svanur vinur minn úr Ólafsfirði og kíkti aðeins á okkur.
Um sexleitið var svo brunað inn á Akureyri til að keyra Óla í flug, við komum aðeins við á Subway og fengum okkur aðeins í gogginn.
Vorum komin heim aftur tæplega níu.
Þetta verður ekki lengra í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vöflur og kaffi::..
Byrjuðum daginn á heilun í Bjarmanum, það er hreint frábært að fara þangað ;).
Um miðjan dag vorum við svo með Vöflur og kaffi handa fjölskyldunni, vinir Einars bættust í hópinn og varð úr hið skemmtilegasta miðdagskaffi.
Frystihúsið er með árshátíð í kvöld svo að það fjölgaði um tvo hjá okkur seinnipartinn, Bjarki Fannar og Kalli gista hjá okkur í nótt. Það var fjölmennt hjá okkur í kvöldmatnum og mikið fjör.
Í kvöld eigum við Guðný svo foreldrarölt þar sem þessum degi verður líklega lokað á göngu :).
Erla fór loksins út í gærkvöldi, svo nú ætti að vera farið að styttast á miðin hjá þeim.
Ég mokaði svo inn nokkrum myndum af mér á tímabilinu 1968-1983.
Ég hef tekið eftir því að það eru ansi mörg innlit á gestabókina hjá mér en það skrifar nánast engir, þetta finnst mér frekar fúlt.
Það minnsta sem þið getið nú gert er að setja einhverja stafi þar, svona svo ég sjái hverjir eru á ferðinni. Ég er ekki að biðja um einhverjar ritgerðir, mig ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Grundig gamli fór yfir um::..
Sjónvarpið gaf upp öndina í fyrradag, ekki var þetta nú nýtt tæki og var svo sem ekkert athugavert við að sjónvarpstæki bili. En þetta er í þriðja skiptið sem þetta tæki bilar, síðast í fyrra henti ég 18000kr í viðgerð á þessu sársjúka tækisræfli.
Ég er ekki par hrifin af Grundig vörumerkinu þessa dagana, og samvisku minnar vegna get ég ekki mælt með að fólk fjárfesti í búnaði með þessu vörumerki, í guðana bænum kaupið eitthvað annað.....
Og að skyggnilýsingafundinum, hann var í einu orði sagt frábær og hafði ég mikið gaman af honum. Miðillinn fór á kostum og margir komu í heimsókn, það kom engin til mín ekki einu sinni gamla reiðhjólið mitt.
En það skipti engu því þetta var frábær upplifun og hafði ég mikið gaman af þessum fyrsta skyggnilýsingafundi mínum, kannski á ég eftir að fara á fleiri í framtíðinni hver veit........
Í morgun var ég að spá í að setja sumardekkin undir bílinn, það er allt búið að vera marautt í fleiri vikur, og illa ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Config window::..
Héðan er ósköp lítið að frétta, annað en að veðrið hefur verið ágætt í gær og dag, svolítill vindur en hlýtt. Kippt hjólinu út í gær og tók smá rúnt, ennþá er of mikill snjór og eða blautt til þess að hægt sé að fara einhverja slóða, það verður bara að bíða betri tíma.
Fór til Begga í morgun, hann snéri upp á mig fetti og bretti og var nokkuð ánægður með mig, svo ég telst útskrifaður(útskúfaður) í bili.
Ég fór með bílinn í skoðun í dag, og rann hann í gegn enda í fínu formi.
Og auðvitað lét ég skoða í heimabyggð, annað er nú ekki hægt!!!!
Skoðunarmaðurinn sagði að hann vildi óska að allir bílar væru eins og þessi, kannski verður honum einhvertímann að ósk sinni.
Ég renndi svo inn á Akureyri eftir Óla en hann var að koma norður með flugi, í leiðinni fékk ég mér bryggjurúnt (annað var ekki hægt :):).
Eyborgin liggur enn í höfn svo Krummi vinur minn er ekki enn farin, mig minnir að það hafi verið seinnipartinn í Janúar sem hann sagði, ég fer líklega ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sand ráp::..
Í gærkvöldi tókum við myndina Master and Commander,
mér þótti myndin býsna góð en var samt einn um að klára hana.
Í morgun fór ég svo til Begga og hann lét braka og bresta i mér þangað til við báðir vorum sáttir, svo á að endurtaka þetta aftur á fimmtudag en þá verður þetta vonandi orðið gott í bili.
Þær mæðgur voru svo á fullu við tiltektir i dag, ég var farin að skammast mín svo fyrir letina að ég fór og þvoði bílinn og stéttina.
Seinnipartinn fórum við svo í göngu á sandinum , veðrið var alveg frábært og ekki spillti fyrir að það var háfjara.
Eftir göngutúrinn fórum við svo á körfuboltaleik hjá Einari Má og hans æfingarfélögum, þetta var fyrsti leikurinn sem þeir spila og var hópunum skipt í tvö lið.
Ekki var minn maður ánægður með leikinn og er það vel skiljanlegt, það var mikið um einleik og fengu þeir yngstu að líða fyrir það. Stærri strákarnir áttu leikinn og hundsuðu mestmegnis liðsmenn sína, drengurinn minn var mjög óánægður með þennan fyrs...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Helgarfrí::..
Bara asskoti góður eftir helgarfríið þakka ykkur fyrir ;).
Ég byrjaði laugardaginn á heilun í Bjarmanum, það var alveg rosalega fínt og sannkölluð upptekkt á sá og líkama.
Seinnipartinn var okkur svo borðið í Afmælið hjá Bjarka Fannari þar sem allt flaut í tertum, gerðum við því góð skil.
Klukkan sjö vorum við svo boðin til veislu hjá vinafólki okkar, þetta er svona matarklúbbur sem inniheldir þrjár fjölskyldur og ganga veisluhöldin hringinn.
Fyrstu tvær veislurnar eru að baka og næst er komið að okkur, það veldur okkur miklu hugarangri hvernig við leysum það ;)......................
En hvað um það maturinn var alveg frábær og var skolað niður með hinum og þessum tegundum af vínum, allt eftir því hvað passaði við hvað.
Stóð þessi átveisla fram yfir miðnætti, við lölluðum stuffuð af stað heim en eitthvað vingsaði nú nálin í kompásnum og ákváðum við að kíkja aðeins við á barnum í leiðinni.
Það stoppuðum við dulitla stund, og kom mér á óvart hvað mikið var af...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tímareim::..
Gummi kom rétt fyrir hádegi með bílinn, við byrjuðum að rífa til að komast að tímareiminni. Það var ekki tekið út með sældinni að komast að þessari reim, bæði var þetta rosalega þröngt og svo þurfti að rífa mun meira en ég hefði talið til að komast að þessari tímareim. Þetta hafðist samt allt fyrir rest og klukkan 16:30 var allt komið saman og Guðmundur bakkaði þeim græna út, auðvitað malaði hann eins og köttur á nýju reiminni.
Klukkan fimm í dag var svo árshátíð skólans með allskyns sniðugum uppákomum, ég tók myndavélina með og smellti af nokkrum myndum .
Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri..
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Snjór og kuldi::..
Ég tryggði hjólið í gær og náði svo í númerin inn á Akureyri, það er búið að vera marautt og 8-12°C hiti síðan ég kom heim en loksins þegar ég ákvað að sækja númerið þá byrjaði að snjóa. Í dag er hvít jörð á Dalvík og hálka á götunum :(.
Ég kíkti aðeins við hjá Krumma í gær, það var lítið fararsnið á honum en vonandi fer þetta að koma.
Matti hringdi með glóðvolgar fréttir úr dollunni, rafalarnir eru báðir komnir um borð og búið að prufukeyra annan en hinn verður prufukeyrður í dag.
Nonni er búin að vera á fullu í að laga og betrumbæta og dollan er alltaf að verða betri og betri. DNV er búið að vera í skoðunum og úttektum á öllum öryggisbúnaði og fjarskiptatækjum og hefur það allt komið vel út að því mér skilst.
Nú þarf bara að koma dollunni út svo hún geti farið að fiska ;).
Alveg var brennt fyrir að ég nennti að blogga í gærkvöldi, enda var ekkert í boði nema gamla tölvan, og hún er síðasta sort eins og krakkarnir segja.
Við Hjördís vorum aðei...