Færslur

..::Þrekæfingar á fjöllum::.. Þetta var eins og í ungahreiðri hjá okkur í nótt ;), það bættist einn grislingur við í gærkvöldi en Bjarki Fannar gisti hjá okkur, svo var okkar yngsti líka uppí svo að það var ekki mikið aukapláss í bælinu ;). Ekki varð maður mikið var við allan þennan fjölda í nótt, ég svaf prýðilega og vaknaði fyrir átta í morgun með grislingunum en þá var kveikt á barnaefninu. Fínt að kúra og horfa á barnaefnið, Svampur Sveins svíkur ekki neinn og er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa :). Eftir morgunsopann smellti ég mér í Bjarmann og fékk þar þessa líku fínu heilun hjá Guðmundi Inga, og ekki var allt búið því á eftir fór ég á einkamiðilsfund hjá Guðmundi sem var sérstök upplifun fyrir mig, á fundinum fékk ég tvær heimsóknir sem mér þótti virkilega vænt um. Um miðjan dag voru svo vöflur heitur réttur og allskonar góðgæti hjá Brynju, öll fjölskyldan var mætt og slafraði í sig góðgætinu eins og það væri kappát hehe ;). Hjördís og Óli fóru austur í ?? til að hj...
..::Garðsnyrting og dekkaskipti::.. Marði mig í að klippa runnanna í gær, það var bara þó nokkuð verk með gömlu manual handklippunum en hafðist ;), svo rigndi og rigndi svo að öll garðvinna lá niðri fram á kvöld en þá haskaði ég mig i að raka ruslinu saman og klára að klippa runnana í planinu. Þegar loksins var búið að safna saman öllum afklippunum var komin myndarlegasta sáta í garðinn. Eftir raksturinn skruppum við aðeins í heimsókn þar sem ég festist í tölvunni við uppfærslu Windows og vírushreinsun, meiri fjandans óþverrinn þessi vírusplága. Að vísu höfum við sloppið ágætlega enda með ágæta vírusvörn , Íslenska framleiðslu sem hingað til hefur náð að halda þessu dóti okkar þokkalega vírusfríu, en samt höfum við lent í smiti þrátt fyrir að öryggið hafi verið á oddinum :). Nú er það á dagskránni að misnota nágranann og hans tól, og ferja sátuna niður í gáma, þetta er allt á skipulaginu og gerist líklega hvað úr hverju. Superþjónusta hjá Landflutningum Samskip, Haddó setti nýja ...
..::Stór dagur í lífi Stóru systur::.. Þetta er merkisdagur því að í dag eru akkúrat ?0 ár síðan stóra systir mín fæddist :). Elsku systir hjartanlega til hamingju með daginn, ég vona að þú eigir góðan dag. Mikið væri gaman að kíkja til þín í afmæliskaffi en þar sem við erum á sitt hvoru landshorninu þá verður það að bíða betri tíma. Annars er kannski bara betra að hafa þessa fjarlægð svo að ég nái ekki að spilla deginum með prakkarastrikum :):). Var það ekki á afmælisdaginn þinn sem að steinninn lenti ÓVART í höfðinu á Guðbjörgu, eða er ég í einhverjum villigötum á dagatalinu? Ég man það eins og það hafi gerst í gær, þegar bölvaður steinninn sveif (sýnt hægt í huganum) og small í höfðinu á henni svo að hún steinlá, og ekki var skelfingin milli þegar blóðgusan kom. Þá var gott að vera fljótur að hlaupa, en því miður bjargaði hlaupahraðinn mér ekki frá eymslum í afturendanum daginn eftir hehe. En þetta var vistað í minnið forever og hverfur sjálfsagt ekki þaðan fyrr en............
..::Þvílíka blíðan::.. Það var þvílíka blíðan á okkur Dalvíkingum í dag 17°C hiti og blankalogn. Það var ekki hægt að láta þessa blíðu fara fram hjá sér svo að ég spennti á mig allan gallann og sparkaði hjólinu í gang, svo rúllaði ég upp í fjall í góða veðrinu og einn hring í sveitinni. En nú eru flestir slóðar og troðningar ornir svo blautir og sleipir að gripið í gamla slétta afturdekkinu hentar illa til útreiða á þeim. En ég er búin að gera út leiðangur til þess að útvega mér nýtt Michelin dekk sem ætti að slá á mesta drulluskensið ;). Kalli og Ingunn komu í mat í kvöld og svo var opið hús í Bjarmanum sem við kíktum á, það var ágætisendir á góðum degi ;)...........yfir og út
..::Göngudagur::.. Það var göngudagur í skólanum á Dalvík í dag, ég var mættur niður við skóla klukkan níu í morgun og var stefnan sett fremst fram í Svarfaðardal og ekki linnt látum fyrr en okkar hópur var komin fram að Koti. Ákveðið hafði verið að ganga frá Koti upp að Skeiðsvatni sem er um 4.5km stikuð gönguleið. Þegar við vorum komin fram að Koti þá áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt myndavélinni, það var akkúrat það sem ég ætlaði ekki að gleyma en svona fer aldurinn með mann ;);). Veðrið hefði mátt vera betra en það var léttur rigningarúði og hundblautt á, samt varð maður ekki mikið var við rigninguna og sóttist ferðin ágætlega, krakkarnir voru misjafnlega ánægð með gönguna, var ansi gaman að hlusta á nöldrið í sumum upp brekkurnar, “ég ætla að fótbrjóta mig fyrir næsta göngudag!, ég ætla að liggja í rúminu með gat á hausnum á næsta göngudag!, ég ætla ekki að ganga til baka! o.s.f.v ;);)”. En þó að þau nöldruðu örlítið yfir þessu þá gekk þetta bráðvel og það tók rétt um...
..::Smá pása::.. Það var bloggpása í gær, ekki vegna heilsunar nei! Heldur vegna pikkleti ,) en dagurinn var ósköp rólegur, ég sparkaði hjólinu í gang og fór einn tvo hringi um bæinn. Við hjálpuðum við Ragnheiði að þrífa gömlu íbúðina uppi í Skógarhólum ásamt naglhreinsun og niðurrifum á ljósum o.s.f.v. Svo einhvernvegin gufaði dagurinn upp og allt í einu var komin háttatími :). ..::Sunnudagur::.. Þokkalegt veður smáskúrir vindskælingur og frekar kuldalegt á Dalvík. Þessi dagur er merkilegur fyrir þær sakir að það voru fjárréttir á Tungunum, í Tunguréttinni, þangað mæta náttúrulega allir sem vettlingi geta valdið og vorum við engir eftirbátar annarra í því. Þær eru ekki margar Rolluskjáturnar sem eftir eru en samt hefur þeim eitthvað fjölgað undanfarin ár. En þetta er partur í tilverunni, partur sem má alls ekki sleppa ef fólk á heimangengt, við gripum myndavélina með og skutum nokkrum myndum af þessum viðburði. Þetta verður ekki lengra núna...............
..::Nei nei ég er ekki hættur að blogga :)::.. Frekar rólegur dagur fram undir hádegi hjá mér, ég var aðallega í því að snúast í kring um sjálfan mig og láta mér leiðast. En það lagaðist allt þegar frúin kom úr vinnunni og grislingurinn úr skólanum ;), um miðjan dag renndum við inn á Akureyri með Einar þar sem að fjárfesta átti í körfuboltaskóm og sækja Hjördísi, skórnir voru ekki til í réttri stærð :(. Fyrst við vorum komin í bæinn kíktum við í Glerártorg og síðan í Bónus svona til að nýta ferðina, á eftir fórum við í Tónabúðina það sem við keyptum gítarmagnara fyrir Einar, en hann er á fullu í að læra á gítar þessa stundina og ég sé ekki annað en að það gangi bara ágætlega :). Að búðarrápinu loknu sóttum við Hjördísi og brunuðum home sweet home. Það hefur verið ofsalega fallegt haustveður á okkur í dag, og blankalogn :). Nýja þvottamaskínan er búin að spýta úr sér nokkrum skömmtum af nýþvegnu, og nú ber svo við að það er hægt að tala saman í húsinu meðan þvegið er, en á síðasta...
..::Kuldalegt::.. Henti inn nokkrum kuldalegum skipamyndum þar á meðal ein af Sólborginni nýkysstri.
..::Ferðalag::.. Á þriðjudaginn flýttum við Nonni fluginu okkar frá St.John´s eftir þarfa ábendingu frá miklum flugspekúlant, sem betur fer forum við að ráðum hans annars hefðum við setið eftir einn dag í Halifax eða Boston. Í Halifax hittum við Adda Bert en hann hafði flogið á mánudag yfir til Halifax, þar fór allt flug í kæfu á mánudeginum eftir að einhver fáviti hljóp í gegn um öryggiseftirlitið og tíndist í fólksfjöldanum, með það sama var flugstöðin tæmd og öllu flugi aflýst. En á þriðjudeginum gekk allt eftir og lentum við á réttum tíma í Boston, í vélinni yfir voru Þýsk hjón sem heyrðu að við vorum frá Íslandi, þau vildu endilega fá að vera í fylgd með okkur í gegn um flugstöðina sem var auðsátt mál. Í Boston var stoppað nokkra klukkustundir áður en við lögðum upp í síðasta legginn heim á klakann, við lentum svo í Keflavík upp úr 06 og vorum nokkuð fljótir að dragast í gegn um verslanirnar og tollinn. Konan hans Nonna var mætt út á völl og fékk ég að fljóta með þeim niður ...
..::St John's::. Er komin til St John's og sit herna a hotelinu nybuin ad guffa i mig morgunmat af hladbordinu. Madur er svo timavilltur herna ad eg var komin a lappir klukkan fimm i morgun og byrjadur ad fletta a fjarstyringunnu hehe. Tad er skitavedur herna nuna, migandi rigning og vindsperra. En nun er komin rod af folki sem vill nota tolvuna svo ad eg tarf ad haska mer.
..::Pirate day::.. Jæja verður maður ekki að sinna aðeins þessu bloggi :). Í gær renndum við inn í höfnina og var tekið á móti okkur með skothríð og flugeldum, það var nú ekki verið að fagna komu okkar hehe, heldur var verið að halda upp á einhvern sjóræningja dag. Einhvertíman í kring um 1500 var hér uppi mikill sjóræningi sem ég kann ekki að nefna, hann hafði sína bækistöð hér í Hr.Grace og lagði upp í ránsferðir sínar héðan, í minningu hans var haldin einhver hátíð hérna í gær. Við skruppum aðeins um borð í Ocean Prawn sem er að landa hérna, þetta er 18ára gamalt skip 16metra breiður og lestar 750tonn af rækju, skipstjórinn var Dani og sagði að þetta væri svona normal túr en það tók hann 24daga höfn í höfn að stappa í dósina. Daninn var hinn almennilegasti og vildi allt fyrir okkur gera, hann bauð okkur í sætsýn túr um skipið og sýndi okkur vinnslusalinn vélarrúmið og vistarverur skipsins. Þetta er mubla þetta skip, einstaklega vel um gengið og vel við haldið, skipstjóraíbúðin v...
..::Game over!!::.. Allt tekur enda, er það ekki? Loksins erum við búnir að mæða magan á skútunni svo fullan af pöddum að hún stendur á blístri, og ekkert annað í stöðunni en að halda til hafnar og láta dæla upp úr henni gumsinu :):). Þvílík blíða sem er búin að vera á okkur í dag, meira að segja Rúsínan sem ég hélt að væri aldrei ánægðari en í svona svækju kvartaði yfir hita. Já 22°C blankalogn brakandi sól og hafflöturinn eins og spegill, ekki amalegur dagur til að loka veiðunum á ;), þetta er einn af þessum dögum sem gera sjómannslífið þess virði að stunda þetta pjakk :). Fljótlega eftir að við lölluðum af stað kom ég auga á Sólborgina Færeysku, við nánari skoðun í sjónaukanum þótti mér hún eitthvað undarleg útlits, það var eins og að hún væri að geifla sig framan í okkur. Ekki var annað hægt en að skoða þetta betur svo að við settum stefnuna að henni, þegar við nálguðumst meira kom betur og betur í ljós hvað var athugavert, hún hefur greinilega fengið hressilega á snúðinn bles...
..::Einn dagur eftir::.. Jæja þá er einn veiðidagur eftir hjá okkur og svo náttúrulega landstímið, sem sagt þetta er að hafast hjá okkur. Í gær fengu nokkur skip vinning í Beinhákarlalottóinu en sem betur fer áttum við ekki miða í því og sluppum með skrekkinn, meiri f...... ófögnuðurinn. Og flugplanið okkar Nonna datt inn um bréfalúguna í dag, sem sagt allt klappað og klárt með heimferðina, við eigum að yfirgefa Newfie 31ágúst og ættum samkvæt áætlun FI 632 að lenda í KEF 06:30 1september. Það verður ekki amalegt að snúa óæðri endanum í þetta hundsrassgat hérna og fljúga heim :). Veðrið Núna! Norðvestan golukaldi alskýjað, þokubakkar sjólítið og hiti 15°C. Þá verður þetta ekki lengra í dag.
..::Faraldur::.. Þeir eru misjafnir faraldarnir sem herja á mannkynið, engisprettufaraldrar og alls kyns óveirur, yfirleitt til vandræða. Nú herjar á okkur Hattverja einn af þessum ófögnuðum mannkyns sem oft eru kallaðir "Faraldrar". BeinhákarlaFaraldur er það sem á okkur herjar núna, bölvuð kvikindin lentu í trollinu hjá mér í gær og rifu belg og grind svo að eftirtekja þess togs var frekar rír, þessi óværa virðist helst halda sig vestast á Hattinum og eru margir búnir að lenda í að skemma veiðarfærin í viðureigninni við þessa stórfiska. Það hefur sennilega verið skrítið upplitið á norska skipstjóranum sem fékk þrjár skepnur í einu holi í gær, þetta var eitt af þessu stóru skipum sem dregur þrjú troll í einu og það var einn beinhákarl í hverju trolli. En við þessu er lítið að gera annað en að setja hausinn undir sig og bíða eftir að þessi faraldur gangi yfir, nema nátturúlega einhver finni upp Beinhákarlafælu sem henga mætti á höfuðlínuna á trollinu þá væri vandamál plágu...
..::Beinhákarl::.. Rúsínublíða á okkur í dag og naut Rúsínan veðurblíðunnar uppi á brúarþaki í allan dag. Suðvestan gola 20°C hiti og heiðskýrt að mestu. Þessi dagur er að mestu verið öðrum líkur hérna á hafinu, þó brá svo við að ég sá beinhákarl á svamli í dag. Hann damlaði áfram í yfirborðinu og bakugginn á honum risti hafflötinn eins og Ókindin sjálf væri þar á ferð, en beinhákarlar eru meinlausar skepnur sem svamla um með opið ginið og sía svif og önnur svifdýr úr sjónum. Þessi grey eru sauðmeinlaus, mjög hæg og algjörlega tannlaus ofan á allt annað. Þannig að það er eiginlega bara nafnið og útlitið sem gæti sett óhug að einhverjum, það mætti sjálfsagt ríða um hafflötinn á þeim án þess að þeir kipptu sér upp við það eða væru manni hættulegir. Og ekki eru nytjarnar miklar af þessum skepnum, lifrin var að vísu hirt hér áður fyrr og einhvertíman voru þeir veiddir til þess að ná henni. Nú í seinni tíð eru það uggarnir og sporðurinn sem er verðmesti parturinn, þeir eru þurrkaðir og...
..::Styttist óðfluga::.. Rólegheita dagur hjá okkur vesalingunum á hattinum, sólskin bjart og hægur suðvestan andvari, hiti 18°C. Ekki er nein ástæða til að kvarta og ljósi punkturinn í tilveru dagsins er veðrið, það er alltaf einhver ljós punktur :). Eitthvað er farið að þrengjast um í olíubyrgðunum skútunnar, en einhverra hluta vegna vantaði tveggja sólarhringa byrgðir upp á það sem átti að vera til um borð, svo nú verðum við að mæta þeirri vöntun með vélastoppi yfir nóttina, það er svo sem ekki af miklu að missa yfir nóttina því þá er nánast ekki nein pödduveiði, en með því að drepa á og láta reka á nóttinni þá draslast þetta vonandi til að duga fram á næsta mánudagsmorgun sem er landtökudagur okkar í Harbour Grace, Newfie. Jamm þetta er að styttast og innan við vika eftir af þessari rispu, og ef þessir dagar sem eftir eru verða eins fljótir að líða og það sem búið er af túrnum, þá er ekki miklu að kvíða, hviss bang! og túrin búinn. Og þá er ekki fleira í þættinum í dag............
..::Speedy Gonsales::.. Þokusuddi fyrripartinn svo Sunnan golukaldi er leið á daginn, en en 18.9°C hiti. En í kvöld birtist pínulítill punktur á radarnum, þegar betur var að gáð var þetta kríli á ótrúlegri ferð, ég setti hann út í sjálvirka radjárútsetningu ARPA og mældi punktinn á 32,2sml ferð, þá var fjarlægð í hann 5 sml. Nú var sjónaukinn dregin fram og kíkkti ég í áttina að þessum punkti en sá ekkert, en þegar hann var í fjögurra sml fjarlægð fór aðeins að grilla í krílið. Jú þetta fór ekki á milli mála, þetta ver seglskúta! Á þessu líka blússandi fartinu, ekki venjuleg skúta heldur Katmaran eða tvíbitna eins og það heitir víst á Íslensku. Já þetta var ótrúleg ferð á þessu farartæki sem eingöngu var knúið áfram að vindi og ákaflega umhverfisvænt. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt en ég hélt að þessar skútur næðu ekki nema sirka 20-22sml ferð. Það sannaðist fyrir mér í dag svo ekki fór á milli mála að 30sml markið stendur ekki í þessari tegund seglskútna. Maður yrði ekki le...
..::Pandalus Borealis::.. Suðsuðvestan golukaldi þokubakkar og úrhellisrigningarskúrir, hiti 14-16°C. Svona hljómar veðurlýsingin af þúfunni þennan daginn. Ekki veit ég hvað veldur þessari örvæntingu englanna, en þeir virðast bresta í grát hvað eftir annað og fossa þá tár þeirra niður úr háloftunum. Pandalus Borealis er vísindaheitið yfir rækjupöddurnar sem við erum að sækjast eftir, svo gengur greyið undir hinum ymsu nöfnum, allt eftir því hvaða tungumál er notað. Norska - Reke, Enska - Shrimp/Prawn, Þýska - Tiefseegarnele, Danska - Dyphavsreje, Franska - Cervette nordique, Spænska - Camarón norteno, Portugalska - Camarao árctico. Ef þið leggið þetta á minnið þá ættuð þið að geta pantað ykkur Rækju án vandræða víðast hvar í heiminum. Ég mæli með rækjuáti hehe, étið sem mest af þessum pöddum svo að eftirspurn aukist og verðið hækki, ekki veitir okkur ræflunum af smá verðhækkun :). Og nýjasta nýtt, dollan yfirgaf Newfie í gærkvöldi og lallaði af stað til Íslands.Nú verður maður að...
..::Skratt!::.. Lítil eftirtekja eftir nóttina og trollið "Skratt" eins og þeir orða það nágrannar okkar í suðaustri, á Íslenskri tungu er yfirleitt notað "rifið" þegar trollið verður fyrir slíkri ólukku, en færeyingar nota önnur orð sem oft eru ansi skondin, t.d er það sem við köllum dauðalegg kallað millibrella á færeysku. Hitt trollið sveif út og dekkenglarnir fóru í að stykkja og sauma dræsuna saman, núna seinnipartinn eru þeir svo að signa yfir verkið og ganga frá nýviðgerðu trollinu. En þetta fylgir þessu veiðiskap og öðru hverju kemur þetta eitthvað lasið upp úr djúpinu, þá reinir á netakunnáttuna og saumaskapinn, vaktin verður saumaklúbbur sem bogra eins og girðingalykkjur yfir trollinu. Andvarinn er búin að redda sinni vélabilun og Atlas sigldi út frá St.Johns í morgun eftir viðgerðarstopp þar, svo nú fjölgar hægt og bítandi á þúfunni eftir frekar fámenna viku. Eyborg og Artic Víking komu úr landi og byrjuðu veiðar í gær, einn kemur þegar annar fer en ...
..::Margt býr í þokunni::. Aftur er komin vindgustur og nú er blásturinn suðvestan, ekki neitt afgerandi en pirrandi á skipi sem lætur illa af stjórn undir veiðarfærum, maður hrekst undan vindum og straumum eins og villiráfandi sauður, með teyjuna á stýripinnanum "arrg!". Eitthvað hefur skipunum fjölgað hérna á Norðurendanum þó ekki geti ég sagt til um nöfnin á þeim öllum, þetta eru bara punktar á blindflugsgræjunum sem svífa um skjáinn eins og vofur og leinast í þokunni. Þó mætti ég einu skipi áðan sem ég þekkti, skip sem einhvertíman hafði þann vafasama heiður að vera ljótasta skip Íslenska flotans, það hafði verið lengt allra skipa mest og átti heimahöfn í Hrísey. Nú siglir þetta fley undir fána Litháen og er skráð í Klaipeda, en hefur samt enn sitt gamla Íslenska nafn. Áðan þegar þetta skip seig út úr þokunni hélt ég að ég væri að mæta gömlum Bedford vörubíl, en þegar nær dró skýrðist myndin og Eyborgin kom í ljós í öllu sínu veldi og glæsileik. Þetta verður að duga ...