Færslur

Mynd
..::Púff allt horfið!!!::.. Nennti ekki að blogga í gær en ákvað að reyna að gera betur í dag, það tókst líka þetta dillandi vel, var búin að plokka niður ca 1/5 blaðsíðu og koma því fyrir á þessu blessaða bloggi þegar bloggsíðan fraus og púff allt horfið, en það þíðir lítið að gefast upp. Það er allt hvítt hérna ennþá og bið eftir hitabylgjunni sem er víst á leiðinni. Guttarnir eru samt ekki ósáttir við þetta og nota tíma til að brettast í fjallinu :). Ég skapp uppeftir og smellit af nokkrum myndum í dag. Það er komin upp ný myndasíða og það ætti að vera nóg að klikka hérna til að komast þangað. Læt þetta nægja í bili. Gangið á Guðsvegum........
Mynd
..::Ofankoma::.. Enn kyngir niður snjónum og er þetta að verða eins og um hávetur hérna á Dalvíkinni. Fyrir nokkrum árum reyndu Dalvíkingar að setja upp snjóframleiðsluvélar á skíðasvæðinu, það fyrsta sem snjóaði á kaf þann veturinn voru þessar snjóframleiðsluvélar :(, voru þessir vetur sem þessar græjur voru hérna einir mestu snjóavetur sem sögur fara af á Dalvík :):). Næstu árin var svo lítið talað um snjóframleiðslu hehe enda þurfti nánast ekkert að framleiða, það sáu máttarvöldin um. Í haust var svo aftur farið í framkvæmdir og uppsetningu á snjóframleiðslubúnaði á skíðasvæði Dalvíkinga og lesa má um framkvæmdirnar á heimasíðu skíðafélagsins , það tefur þó fyrir framkvæmdum veðurfarið en nú er mun meiri snjór en undanfarin haust. Ég ætla að vona að þetta fari ekki á sama veg og síðast þegar menn ætluðu að framleiða hér snjó. Og það gekk vel hjá Hjördísi í bílprófinu í dag og geri ég ráð fyrir að afnotatími heimilisbifreiðarinnar rýrni hjá okkur Guðnýu við þennan áfanga hjá krílinu ...
Mynd
..::Hristist fram úr ;););)::.. Dagurinn byrjaði svona frekar óvenjulega, ég var rétt laus við Guðnýu og krakkana og kúrði yfir Ísland í bítið, þá allt í einu var eins og keyrt hefði verið á húsið, þvílíkur hnykkur sem kom og mér drullubrá :). Ég hef nú ekki oft fundið jarðskjálfta en þetta er einn af þeim sem ég tók eftir ;);). Og veðrið í dag var eins og um hávetur, snjóhríð og vindsperringur í allan dag, það hefur víða dregið í skafla og ég þurfti að moka frá útihurðinni í kvöld :(, en þetta er sjarminn við norðurheimskautslöndin og það eru alltaf einhverjir ljósir punktar ef vel er að gáð, t.d er aldrei betra að vera inni en einmitt í svona veðri :). Ég notaði daginn og tók aðeins tilá heimasíðunni, setti upp linka á nokkrar vefmyndavélar, þær eru sumar ansi góðar, en sú sem ber af í þessum hópi er myndavélin á hafnarvoginni á Höfn hún er best og uppfærist oftast, mér skilst að þeir eigi það líka til að snúa henni inn ef mannmargt er á morgnanna. Ég fann líka eina vél norður á Sval...
..::Biðstaða::.. Jæja þá er best að standa við stóru orðin og hripa eitthvað niður :):). Ég er semsagt komin heim fyrir nokkru eftir einn túr á Flæmska, en ákveðið var að koma heim með skipið til viðgerða og viðhalds, en eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með sjávarútvegi þá flá menn ekki feitan Gölt í þessum Rækju bransa þessa dagana, afurðarverð í sögulegu lámarki og olíuverðið í sögulegu hámarki. Ég er að vísu búin að heyra það einu sinni til tvisvar á ári síðastliðin ár að botninum sé náð í þessu Rækjuverði, en allt kemur fyrir ekki, ég er farin að hallast á að þetta sé botnlaust. Ég var komin heim á Dalvík 28september og hef lítið gert síðan annað en að fletta á sjónvarpsfjarstýringunni og dúlla mér heima við :). Fyrsta helgina sem ég var heima var helgi Rolluréttanna í Svarfaðardal, en þeim degi fylgja ýmsar hefðir, t.d er alltaf boðið upp á kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á nokkrum bæjum, við fórum á Jarðbrú eins og í fyrra, ég stóð mig örlítið betur á þessu ári og gat ge...
Mynd
..::Ég mæli með!!::.. Þetta er þrælsniðugt forrit sem þið getið sótt frítt á http://earth.google.com/ Forrit tengir ykkur við gervihnattamyndir af veröldinni, víða er hægt að stækka alveg ótrúlega, ég er aðeins búin að skanna þetta og hafði gaman af. Já já ég hef verið frekar latur á þessu bloggi undanfarið en kannski fer maður að hökta í gang :), en þetta er allavega viðleitni ;);).
Mynd
..::Helreið yfir Heljardalsheiði::.. Það var svipað bongó hjá okkur í dag eins og í gær, svo að ég áhvað að skella mér yfir Helju og klára mig niður í Skagafjörð. Það var brunað inn allan Svarfaðardal og upp í heiðina, heiðin var alveg hrikalega laus og erfið. Ekkert nema laust grjót og hundleiðinlegt að hafa sig áfram, ég var á tímabili að hugsa um að snúa við en þráaðist áfram. Þegar ég kom að síðustu brekkunni sá ég hvað olli þessari verkun á veginum, þar voru fimm jeppar misvelútbúnir sem voru á leið yfir, þeir höfðu greinilega ekki átt í minna veseni en ég og auðvitað skánaði vegurinn ekki við alla þessa umferð, þessi vegur er hundleiðinlegur því það er úr honum allt efni og ekkert eftir nema urð og grjót. En hvað um það, síðasta brekkan var full af snjó og átti síðasti jeppinn í einhverju basli með að komast upp, ég spólaði mig langleiðina upp og leiddi svo hjólið síðasta spottann, þeir hjálpuðu mér svo jeppakarlarnir að koma hjólinu upp á slóðann aftur. Heiðin var betri Skagafja...
Mynd
..::HA JÚ ÉG ER AÐ Bl.... ::.. Þetta fer að verða frekar tilviljunarkennt hvenær það aulast inn einhver blogg en svona er þetta bara, nóg annað að gera en að vera að einhverju bloggi. Þó ætla ég að pára inn einhverju núna. Ég lauk sem sagt við þann áfanga í sólpallinum sem ég ætlaði mér á þessu ári í síðustu viku og meiningin var að della viðarvörn í dekkið áður en ég færi á sjó en það ætlar ekki að takast vegna vætu :(. Síðasta helgi var nokkuð viðburðarrík chill á föstudagskvöld og svo giftingarveisla á laugardagskvöld. Sunnudagurinn var svo tekin eldsnemma og brunað yfir í Varmahlíð, þar fórum við í Rafting á sunnudagsmorgun sem var alveg frábært upplivelsi og eitthvað sem við hefðum ekki viljað missa af. Við fórum svo út á Krók á eftir og fengum okkur að borða áður en við keyrðum heim. Það voru sem sagt ekki mikil rólegheit yfir þessari helgi hehe. En þessi vika hefur verðið nokkuð náðug, Hjördís fór suður og erum við bara 3 í kotinu, við skelltum okkur í bíó með guttann í fyrrakvö...
..::Brjálað að gera::.. Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér undarfarnar tvær vikur og fátt annað komist að annað en smíðin á sólpallinum :), þó fékk ég mér frí yfir fiskidagshelgina :). Það þarf ekkert að taka fram að Fiskidagshelgin var hreint frábær, mamma og pabbi voru hjá okkur alla helgina og svo duttu inn nokkrir gestir. En nú er ég loksins búin að ljúka þeim áfanga sem ég ætlaði mér í pallinum þetta sumar, skjólveggirnir verða að bíða næsta sumars, kannski verður þetta klárt fyrir næsta Fiskidag?. Ég setti inn nokkrar myndir af Sólapallasmíðinni en þær vildi ekki vera í réttri röð en það segir sig nokkur vegin hvernig þetta þróaðist. Læt þetta nægja í bili.
..::Loksins byrjað á sólpallinum::. Jæja ætli maður verði ekki að skammast til að nudda einhverju á skjáinn, en það hefur farið lítið fyrir skriftum undanfarna daga. En það er svo sem búið að vera nóg annað að gera. Síðastliðið þriðjudagskvöld mætti Pétur vinur okkar með traktorsgröfu og fjögurra öxla vörubíl, var brennt í að moka burt óþarfa jarðvegi og útbúið plan fyrir komandi sólpall. Fjórum vörubílsförmum seinna var þetta farið að líta út eins og við ætluðum okkur :), en þetta var einhvernvegin mun meira jarðrask en ég átti von á, ég hélt í einfeldni minni að það þyrfti rétt að flysja ofan af þessu :):). Ætli það hafi ekki farið 30rúmmetrar af mold og drullu í burtu. Miðvikudaginn fór ég svo að viða að mér undirstöðuefni svo hægt væri að undirbúa fyrir undirstöðurnar, það tók náttúrulega allt sinn tíma því allt þurfti að mæla og pæla, svo varð að merkja upp á planið hvar hver staur átti að koma. Það var komið fram á kvöld þegar þetta var allt tilbúið. Pétur var aftur mættur á miðv...
..::Chilluð morgunganga::.. Það verður ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við okkur um helgina ;), við vorum komin inn í Leynishóla fljótlega upp úr hádegi á laugardaginn og veðrið var frábært, ekki skemmdi fyrir að staðurinn sem við völdum fyrir tjöldin var nýslegin og mjög snyrtilegur. Við vorum fljót að rusla upp tjaldinu og svo var legið í sólinni fram eftir degi. Grislingarnir þvældust um í skóginum og skemmtu sér ekki síður en þeir fullorðnu. Á laugardagskvöldið var svo grillað og chillað!. Það var sogið upp úr nokkrum baukum og setið við varðeldinn í góðu yfilæti fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var ég vaknaður fyrir allar aldir og gat með engu móti sofið, ég læddist út og fékk mér morgungöngu. Veðrið var ekki síðra en deginum áður og varla skýhnoðri á himni, ég rölti einn rúnt um svæðið og komst að því að það voru fimm bílar í skóginum, þannig að við vorum ekki ein þótt maður hafi lítið orðið var við umferð. Sumir höfðu greinilega komið svo seint að ekki hafði gefi...
Mynd
..::Dalvík Laugarfell::.. Jæja þá er að reyna að pota inn einhverjum línum. Veðrið er búið að vera gott undan farna daga og hefur tíminn verið notaður til að sinna garðinum ásamt öðru slugsi. Einar vinur minn kom til að landa rækju hérna í gær og dró ég hann heim og grillaði fyrir hann í hádeginu, það gekk stórslysalaust :), en gaskúturinn geispaði síðustu gasstununni um það leiti sem velta átti steikinni fyrsta gang og mátti ég bruna í hvelli niður í Olís og fjárfesta í nýrri áfyllingu. En svo kom þetta allt með trukki og dýfu og heppnaðist ágætlega. Sú gula var ekkert að glenna sig í gær þó veðrið hafi verið gott að öðru leiti, vantaði bara þá gulu hehe. Eftir kvöldmatinn spennti ég svo á mig allan búnaðinn og sparkaði hjólinu í gang, var fyrst að spá í að renna í mína árlegu Siglufjarðarferð, en snéri við út við Karlsá vegna þokusudda og brunaði alveg omvent við fyrstu ákvörðun, nú var kúrsinn settur inn Eyjafjörð og hafði ég hug á að skoða aðstæður inni í Leynishólum en þangað er f...
Mynd
..::Ekkert::.. Tjah það er nú bara ekkert að segja annað en að hér gengur lífið sinn vanagang :). En ég ætla að leifa ykkur að njóta brandara sem ég heyrði fyrir nokkrum kvöldum og fannst bara ansi góður: Þrír sjómenn sátu saman í borðsalnum og ræddu málinn. Jói segir: Ég var að kaupa nýjan Opel handa konunni 2.5milj og 8sek í hundraðið! Óli gat ekki verið minni og segir, ég var að kaupa nýlegan Porche handa minni konu, 5millur og 6sek í hundraðið! Nú var átti bara Jörundur eftir að tjá sig, Jói og Óli horfðu hróðugir á Jörund og hugsuðu að hann gæti ekki toppað þetta enda hafði hann aldrei átt bót fyrir rassgatið á sér eða sínum. Jörundur segir þá í rólegheitunum, ja strákar þetta er ekki neitt! Það sem ég keypti handa minni spúsu í landi síðast er rétt tæpa sek í hundraðið!. Þeir félagar horfa opinminntir á félaga sinn, og segja svo í einum kór “Þetta getur ekki verið rétt.” Jú segir Jörundur þetta er dagsatt!!. Og hvernig bíll er þetta og hvað kostaði hann? segja þeir í hæðnistón. B...
..::Útilega::.. Á föstudaginn var kúrsinn settur á Vaglaskóg þar sem við vorum búin að koma okkur fyrir um 4leitið í þvílíku blíðunni, sólin glennti sig á alla kanta og þetta gat ekki verið betra. Veðrið hélst svipað þangað til við fórum að huga að kvöldmatnum, en á meðan við grilluðum pylsurnar þá vindaði aðeins, það gekk þó stórslysalaust og það var komið koppalogn fljótlega aftur, það var fámennt en góðmennt í skóginum og frekar rólegt yfir þessu, við húktum á löppum fram undir ½ tvö en þá var skriðið í pokana, við vorum varla komin inn í tjald þegar byrjaði að hellirigna, og það buldi á tjaldinu fram til 4um nóttina en þá stytti upp. Á laugardagsmorgun var svo ágætisveður þótt sú gula næði ekki í gegn um skýjaþykknið, ég fór í smá æfingarakstur með Hjördísi en svo var stefnan sett á Húsavík, þegar þangað kom var sú gula búin að troða sér í gegn og veðrið yndislegt, við ákváðum að kíkja á Hvalasafnið sem var alveg frábært, kannski hefði mátt gefa sér aðeins betri tíma því þarna vor...
..::Í sól og sumaril...::.. Nú held ég að sumarið sé komið, er það ekki??. En hérna á Dalvíkinni hefur verið bongóblíða í gær og dag, smáþoka fyrripartinn í dag en svo bara blíða. Í gær kom Einar Gústa vinur minn að landa rækju hérna á Dalvík þ.e.a.s segja skipið sem hann er á núna, ég sótti hann niður á bryggju og rúllaði með hann um staðinn gaf honum kaffi og skrapp með hann í heimsókn til Kristjáns Aðalsteins en þeir er báðir fyrrverandi Nobbar hehe. Eftir að hafa skutlað Einari um borð fór ég heim og sló lóðina og hjálpaði svo Gumma að skipta um dekk á reiðhjóli, í gærkvöldi lölluðum við Guðný svo upp að Brúnklukkutjörn í góða veðrinu. Í þeim labbitúr sáum við svo Fálka sem var býsna spakur. Síðastliðna nótt átti svo litla systir svo pínulítið strákkríli, það er viðburður dagsins!! Vil ég nota tækifærið og óska Hönnu Dóru og Gunna til lukku með prinsinn. Það var búin að vera mikil spenna í loftinu vegna komu þessa grislings, ekki síður hérna hjá okkur en annarstaðar í fjölskyldunn...
..::Gideon kveður::.. Nokkrar myndir af því þegar Gideon kvaddi yfirborð sjávar á Flæmska í sumar. Klikka hérna!!
..::Út og suður::.. Jæja þá plokkar maður inn nokkrar línur ;);), en maður er frekar latur að liggja yfir tölvunni þessa dagana, ég ætlaði t.d að vera búin að henda inn einhverjum myndum en þar sem þessi vesalings vefmyndahýsing sem ég var með liggur niðri þá hefur það allt lent í biðstöðu, mér sýnist að ég verði að endurskoða þennan geymslumáta eitthvað og kannski endurbyggja myndavefinn okkar. Það er aftur á móti ekki á dagskrá næstu daga svo að enn verður einhver bið, þó er aldrei að vita hvað myndi gerast ef http://photos.heremy.com vaknaði að dvalanum sem sú síða liggur í núna. Og helgin, já á laugardaginn var ráðist á blómabeðin hjá Ninnu og Gumma og þau gjörsamlega þurrkuð út, svo var smíðaður blómakassi sem á í framtíðinni að halda utan um skautjurtirnar, Bjarki var okkur Gumma dyggur aðstoðarmaður við smíðina og stóð sig eins og hetja á söginni, um kvöldið grilluðum við svo öll saman og var mikið fjör. Lögreglan í Ólafsfirði hringdi á Laugardagskvöldið og tilkynnti að númerið...
..::Heyskapur::.. Gærdagurinn var blankó, en ég gerði svo sem ekki mikið, boraði út standarann á hjólinu braut hann og fékk hann steiktan saman :), tróð honum svo undir vélhestinn. Svo sló ég landareignina sem var ekki svo mikið verk en blessaður bakkinn ofan við stóð í okkur B&S en þegar búið var að setja græjuna í næst hæstu stöðu þá náðum við að nudda þessum stráum af, en það kostaði nokkrar ádrepur og oft þurfti að endurvekja B&S en allt hafðist þetta á endanum. Kjúllinn sem frúin eldaði í gærkvöldi fékk mann svo til að gleyma stað og stund :), það var ekkert Rússneskt við þennan og bragðaðist hann ca 1000sinnum betur en um-borð-eldaður án þess að ég sé neitt að kvarta yfir Rússneskri endamennsku. Taskan hennar Hjördísar birtist svo í gærkvöldi eftir næturdvöl í Eyjum, en þeir voru einstaklega almennilegir hjá flugfélaginu og gerðu allt sem þeir gátu til að klóra yfir handvömm sína :). Í morgun var svo hvasst á Dalvík en hlítt, en eftir hádegið skánaði þetta aðeins og var b...
..::Fyrirframgreiðsla::.. Hringdi í Frumherja og pantaði mér nýtt númer á hjólið í morgun, það tekur víst nokkra daga því fanganýlendan vinnur enga yfirvinnu hehe, ég varð að borga þetta fyrirfram annað kom ekki til greina. Þetta er kannski eitthvað sem koma skal, að maður byrji á að fá útborgað áður en maður byrjar að vinna, en líklega þarf maður að limlesta eða drepa einhvern áður en maður fær fyrirframgreitt fyrir vinnuna sína:):). Þar sem að það viðraði ekki nógu vel fyrir garðslátt þá var því sveiflað aftur fyrir og geymt til betri tíma “Ámorgun segir sá lati!” en til hvers að gera það í dag sem hægt er að geima til morguns?. Ég gerði aðra tilraun með reiðstígvélin í dag, slakaði aðeins upp á öllum smellum og þá gekk þetta mun betur, en þetta er ekkert ólíkt skíðaklossum, útbúnaðurinn á þessu dóti. Svo linaðist þetta aðeins þegar maður fór að ríða um í græjunum, ég hnoðaðist inn allan Svarfaðardal og upp Heljardalsheiði þangað til snjórinn stoppaði frekari landvinninga. Í kvöld s...
..::Ferðalok farangursins::.. Farangurinn minn var mættur til Dalvíkur eldsnemma í morgun, þetta var náttúrulega snilld því að þar leyndust hlutir sem búið var að bíða eftir :). Ég setti handhlífarnar á hjólið og mátaði nýju stígvélin, svo var sparkað í gang og farin smá prufutúr. Ekki líkaði mér vel við stígvélin en maður var eins og tréhestur í þeim og kom ég fljótlega heim til að skila þeim af mér, en kannski gerir maður aðra tilraun með þau seinna :). Ég brunaði svo sem leið lá út í Múla en þar sem vegurinn er í sundur þá fór ég göngin út í Ólafsfjörð, þar fyllti ég upp af eldsneyti og setti svo stefnuna á Lágheiðina með smá útúrdúrum hingað og þangað. Á Lágheiðinni voru miklar vegaframkvæmdir, ég skil það nú ekki alveg hvað er verið að punga peningum í Lágheiðina!, á ekki að fara að eyða 7miljörðum í Héðinsfjarðargöng ? Göng sem gera þennan Láheiðarforarslóða nánast óþarfan. En hvað sem því máli líður þá hossaðist ég yfir heiðina og yfir í Fljótin niður að stíflu en þar snéri ég v...
..:: ITEM LOCATED. AIRLINE IS CONFIRMING::.. Sem sagt farangurinn kominn í leitirnar, og félagarnir í farangursþjónustu Flugleiða hringdu í mig seinnipartinn í dag og tilkynntu að þetta myndi mæta á Dalvík ekki seinna en í fyrramálið :). Ekki slæmar fréttir það!!!. Annars var dagurinn rólegur, renndum í bæinn(Akureyris) og brösuðum aðeins, en það hellirigndi svo að það var ekkert spennandi að þvælast þar. Þegar ég kom heim reif ég blöndunginn úr hjólinu og stillti flotholtin samkvæmt forskrift úr viðgerðarbókinni, það fór í gang á eftir svo að þetta verður líklega í lagi hehe. Vonandi get ég mokað inn einhverjum myndum á morgun, þ.e.a.s ef myndasíðan sem hýsir myndirnar okkar virkar, það er alltaf í bulli. That´s it for to now ........................