Færslur

..::Komin heim::.. Jæja þá erum við komin heim frá Danmörku, ferðin var alveg frábær. Nýjar myndirúr ferðinni á myndasíðunni.
..::Danmörk forud::.. Jæja þá er komið að því að ég heilsi upp á litlu hafmeyjuna, en við erum á leið til Kaupmannahafnar þar sem eyða á 5dögum í vellystingum hehe, annars er ég spenntari fyrir tívolíinu en litlu hafmeyjunni. Ég hef bara komið einu sinni til Køben en það var bara á flugvöllinn :(. Við verðum svo bara að vona að Danskurinn hafi verið duglegri að læra Enskuna en ég Dönskuna forðum, svona just for clear communication :). Við feðgar tókum smá hjólasprett á sandium í kvöld, þar voru rörin snúin til fulls, Rúnar mætti svo á Dakarnum og sóthreinsaði hann hehe. Planið er þannig að við keyrum suður á morgun miðvikudag og fljúgum út á fimmtudagsmorgun, áætluð heimkoma verður svo að kvöldi 22. Jams that´s it for to now :). Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur meðan við verðum í úttlandinu.
..::Fiskidagshelgi::.. Súpukvöldið og fiskidagurinn voru hreint frábær og var stemmingin í bænum alveg meiriháttar. Við röltum um bæinn á föstudagskvöldið og fengum okkur súpu, ekki var annað að sjá en að allir væru himinlifandi með þetta framtak Dalvíkinga. Við vorum ekki með súpu í þetta skiptið, það villtist samt einn súpuþurfi upp á pallinn hjá mér í von um súpu, þar sem ég var ekki með súpu þá leisti ég málið með því að færa viðkomandi eitt bréf af bollasúpu ;), á fiskideginum hitti ég svo viðkomandi aftur sem sagði mér að bollasúpan hefði komið sér vel, hún var nýtt sem morgunmatur á fiskideginum. Nú fiskideginum eyddum við svo í að væflast um hátíðarsvæðið, þar rakst maður á ýmsa sem maður hefur ekki séð lengi. Annars fór þetta allt vel fram og ekki annað að heyra en að flestir væru ánægðir. Í gærkvöldi grillaði svo frúin grillpinna, eftir grillið sátum við svo á pallinum fram eftir kvöldi við ostaát og rauðvínsdrykkju, góðum degi var svo lokað með hreynt frábærri flugeldasýning...
Mynd
..:Fiskidagurinn:.. Jæja þá er fiskidagurinn að koma og allt á fullu á víkinni, við vorum engir eftirbátar annarra í því og settum allt á fullt í að græja pallinn fyrir fiskidag, það hafðist að klæða innrabyrgðið á veggjunum svo að það er allt klárt frá okkar hálfu. Setti inn nokkrar myndar af framkvæmdunum.
Í gær laugardag, renndi ég svo á hjólinu inn á Akureyri þar sem græjan var fyllt af bensíni g stefnan sett inn á hálendið. Ég fór langleiðina inn í Laugarfell en þar sem mér leist illa á að bensínbyrgðirnar myndu endast til baka þá snéri ég við í tíma, á bakaleiðinni stoppaði ég í Vín, Guðný var nýbúin að keyra guttanum í bæinn og renndi inn í Vín þar sem við drukkum saman kaffi og borðuðum þessa líka fínu súkkulaðitertuna með ís nammi namm. Eftir kaffið hélt ég svo áfram út á Akureyri, þar þurfti ég að tanka aftur enda var ég komin á varatank, ég pumpaði 11L á hjólið svo ekki var nú mikið eftir, og samkvæmt mælingu þá hafði ég farið með 6,38L á 100km, en það verður að viðurkennast að þetta var ekkert sérlega hugsað sem sparakstur. Ég var svo komin heim rúmlega 6 í gærkvöldi, en síðustu km voru frekar erfiðir því sætið á hjólinu er ekki beint í líkingu við LazyBoy sófa og það þreytir mann í afturendanum á lengri keyrslum, svona fyrstu túra sumarsins. Kvöldinu eyddum við svo að mestu í ...
..::Verslunarmannahelgi.)::.. Hún hefur verið með öllu rólegra móti hjá okkur þessi verslunarmannahelgi, ekkert djamm eða chill hehe, kannski að maður sé að verða gamall??. Nutum góða veðursins heima við á föstudaginn og notaði ég tímann til að klippa runnana, svo fórum við feðgar aðeins á Thumpinn. Vinur Einars fékk aðeins að prufa og byrjaði á því að fara aftur fyrir sig ;), en hver hefur ekki prufað það?, Thumpinn var aðeins laskaður á eftir en við redduðum því í skúrnum á eftir. Ég fór svo upp allan dal á hjólkrílinu og hætti ekki fyrr en ég var komin langleiðina upp á Reykjaheiði, þetta er algjör snilld þetta hjól og alveg tilvalið á rollustíga og í að príla þar sem stærri hjól komast illa að. Ég lét svo loksins verða af því að skipta um tankinn á KTM og setti 12L tankinn á en sá sem fylgdi með hjólinu er 8L, þetta átti að gera græjuna betri í lengri túra en mér finnst þetta samt full lítil aukning :(.
Mynd
..::Aftur heim::.. Jæja þá eum við komin heim aftur eftir velheppnaða bústaðarferð í Svignaskarð, nenni nú ekki að skrifa mikið um það núna ;). Setti inn nokkrar myndir úr túrnum. Vona svo að allir skemmti sér vel um helgina, veðrið verður náttúrulega best hérna fyrir norðan ;).
..::Komin á klakann .).)::.. Komin heim á klakann, agalega gott að vera komin heim :). Verð allavega í fríi fram í byrjun sept kannski lengur. Er að fara í bústað suður í Svignaskarð og verðum við þar frá 28júlí til 4 ágúst. Læt þetta nægja í bili. Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niður komin :).
..::Snjór snjór snjór!::.. quality=high bgcolor=#000000 WIDTH="320" HEIGHT="250" NAME="slideshow" ALIGN="" TYPE="application/x-shockwave-flash" PLUGINSPAGE="http://www.macromedia.com/go/getflashplayer"> Það þarf kannski ekki að orðlengja þetta meira en það er allt komið á kaf í snjó og ófærð í bænum í morgun, maður bara skilur þetta ekki, ekkert sumar enn. Og veslings litlu fuglarnir þeir eiga bágt þessa dagana, þeir þyrftu að eiga góða húfu núna, húfu eins og sumir eiga :):). That´s it for to now ;););)
Mynd
..::Framkvæmdafréttir::.. Það er nú eiginlega skammarlegt hvað ég hef verið latur við að uppfæra þetta blogg, en ég reyni að fela mig bak við það að ég hef verið svo mikið að stússast í öðru. Baðuppbyggingin er jú á góðri leið, kemur hægt og bítandi. Er ekki sagt að góðir hlutir gerist hægt, eða eru þetta kannski orð einhvers amlóðans sem notaði þetta til að breiða yfir aumingjaskapinn? Ekki get ég svarað því. En staðan er semsagt þannig að það er búið að klæða veggina setja upp klósettgrindina og leggja hitakerfið í gólfið, ég er líka búin að setja saman baðinnréttinguna sem bíður bísperrt eftir nýju og krefjandi starfi. En það skyggir örlítið á alla framkvæmdagleðina að fína baðkarið er ekki enn komið til landsins svo best ég viti, en vonandi kemur það með sumarskipinu. Núna bíð ég eftir píparanum til að tengja hitalögnina og handklæðaofninn áður en ég get lokað klæðningunni. Í framhaldinu ætti ég að geta gúmmíkvoðað veggina og lagt flísarnar á gólfið. Ekki reikna ég með að komast mi...
..::Betra er seint en aldrei::.. Tókum þetta líka fína vídeo í vetur á Hrísatjörninni, Gummi fór alveg á kostum á grænu hættunni á ísnum, Einar og Jói tóku þetta svo og klipptu til. Lengi stóð til að koma þessu á netið en vegna mikilla anna þá kom ég ´því ekki í verk fyrr en núna ;), en betra er seint en aldrei.
..::Flottur beltabúnaður á KTM::..
Mynd
..::Bongóblíða á Dalvík í gær::.. Það er ekki mikið að frétta af baðmálinu ;), en það sígur í rétta átt, ég leigði mér stóra brotborvél í vikunni og boraði götin fyrir klósettið og lagnirnar ásamt því að ég fjarlægði allar gömlu lagnirnar. Sigmar frændi Guðnýjar kom seinnipartinn í gær og lagði fyrir rafmagninu á baðinu svo að það er orðið klárt ;);) Flísarnar komu að sunnan í vikunni en gólfflísarnar voru vitlausar svo þær þurfti að senda suður aftur og fá nýjar, en það skotgekk og voru réttar flísar komnar daginn eftir. Í gær var svo alveg frábært veður og notaði ég tækifærið til að steypa fyrir nýjum snúrustaur en gömlu snúrurnar komu ónýtar undan vetri svo að það þurfti að endurnýja þær. Í gærkvöldi grilluðum við svo og var nokkuð fjölmennt hjá okkur í grilli, Hjördís og Axel komu úr bænum Brynja, Bjarki, Rúnar, Tóta og Arnar. Í morgun setti ég svo snúrustaurinn upp og skrúfaði krónuna á :). Svo er gert ráð fyrir að fara í einhvern hjólatúr með Rúnari í dag því veðrið er ekki verra...
Mynd
..::Byrjaður að taka baðið í gegn::.. Jæja þá er þeim langþráða tímapunkti náð að ég hafðist handa við að endurnýja baðaðstöðu fjölskyldunnar, það er gert með svipuðum þunga og annað sem við gerum og var baðið rétt fokhelt í lok dags :):). Svo er hérna eitthvað til umhugsunar sem ég fékk sent ;). Think about this one... Thursday, 4th of May at two minutes and three seconds after 1:00 AM in the morning, the time and date will be 01:02:03 04/05/06 This won't ever happen again in our lifetime... Bið Guðs engla aðð vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
Mynd
..::Bara að láta vita að ég sé á lífi::.. Kom heim úr útlegðinni í byrjun Apríl og geri ráð fyrir að dvelja á klakanum fram að mánaðarmótum Maí/Júní. Hérna er svo mynd af mér og nýja hjólinu, er að tanka eldsneyti eftir velheppnaðan dullutúr með Rúnari á Lágheiðina. Eitthvað af myndum af því á myndasíðunni. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin ;);).
..::Hættur á Snuddunni::.. Jæja þá er komið að smá blogg skvettu, við fórum vestur í Skagafjörð á mánudagskvöld og byrjuðum að basla á þriðjudaginn, það gekk svona upp og ofan þó aðallega ofan, samt voeu þær aðgerðir sem við gerðum á voðinni til bóta en duga samt skammt því að mínu mati er þessi drusla sem fylgdi bátnum ekki til neins annars brúkleg en að vera endsneyti á áramótabrennu. Á þriðjudeginum fékk ég svo starfstilboð sem ég gat ekki hafnað, ég ákvað að taka miðvikudaginn á snuddunni og hætta svo. Miðvikudagurinn var svo svipaður öðrum dögum hjá okkur, það gaf lítið ekki bara hjá okkur heldur heilt yfir. Um kvöldið mætti svo nýr maður í minn stað og loksins loksins var nýja snuddan mætt, verst að fá ekki tækifæri til að sjá hana blotna hehe, ég keyrði svo heim, þurfti að vísu að bíða í tvær og hálfa klst í Ólafsfirði vegna lokunar í göngunum, en ég á enn góða vini í Ólafsfirði svo maður nýtti tímann og heimsótti þá. Í dag brunaði ég svo og skilaði bílaleigubílnum og nuddaði s...
..::Slakur út á kantinn í dag en vesturför í uppsiglingu::.. Frekar rólegur dagur hjá mér, sem fór aðallega í ekki neitt. Færeyskur vinur minn hringdi í mig frá Noregi og var að leita sér að vinnslustjóra og netamanni, ég fór í það að finna eitthvað út úr því, en veit ekki hvort það skilaði honum árangri en vonandi varð eitthvað úr þessu. Varðandi snuddupunginn þá var gert við spilið í dag og hringdi skipperinn kaldsveittur í kvöld og boðaði brottför á miðnætti, nú skal gera aðra tilraun við Skagafjörðinn, vonandi tekur þessi Nornaflói betur á móti okkur en síðast ;). Læt þetta nægja í bili :). Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur í því sem þið eruð að bardúsa...........
..:: Sunnudagur til sælu::.. Sunnudagur til sælu, þannig leið sunnudagurinn hjá mér, eintóm sæla og aðallega morrað heimavið, við ætluðum að vísu á sleða í morgun en það var slegið af vegna veðurs. Kannski finnum við okkur tíma til þess seinna.
..::Þrettán ár síðan::.. Í dag eru þrettán ár síðan drengurinn okkar kom í heiminn, mikið hrikalega fýkur tíminn áfram. Og ég eldist ekki neitt hehe, en kannski er bara einhver bilun í tímaforritinu í mér ;). Ég byrjaði daginn í Bjarmanum en eftir hádegið kíkti ég aðeins á Rúnar sem var að laga snjósleðana sína niður á verkstæði, maður komst aðeins í að skrúfa og smyrja sem náttúrulega reddaði deginum hehe. Í tilefni dagsins smellti betri helmingurinn á nokkrar tertur sem ég gúffaði í mig um miðjan daginn ásamt völdum fjölskyldumeðlimum. Í kvöld var afmælisbarnið með Pitzaveislu fyrir vini sína svo við hjónin forðuðum okkur út, við fórum til Brynju og horfðum á forval fyrir Eurovision. Ég segi nú bara Désöös hvað er eiginlega í gangi, það var bara eitt lag sem átti einhvern möguleika en það voru valin fjögur. Í símakosningu var valið lag eftir Ómar Ragnars sem hefði sómt sér ágætlega sem undirspil í Stikluþættinum með Gísla heitnum á Uppsölum en ekki í Eruovision, og ekki voru kynnarni...
Mynd
..::Bilað::.. Frekar skrykkjóttur svefn í nótt, báturinn hamaðist svo í bryggjunni að manni varð ekki mjög svefnsamt, eftir morgunmatinn átti að fara í að laga það sem specialistinn hafði bent okkur á kvöldið áður, vélin var sett í gang og spilið á, ekki gekk það þó lengi því það sprakk eitthvað í öðru spilinu og glussaspýjan stóð úr mótornum, djö hvað er eiginlega í gangi???. Slepptum á Hofsós og renndum yfir á Sauðarkrók þar sem verkstæðismenn komu til að líta á mótorinn, þetta var eitthvað meira mál en reddað yrði á einum degi svo að það var ákveðið að fara heim til Dalvíkur og fara svo í þetta mál á mánudagsmorgun. Slepptum á króknum og héldum heim á leið, verkstæðiskarlarnir á króknum voru þó búnir að blinda lagnirnar svo að við gátum notað tromluna og unnið í dræsunni á leiðinni. Heimleiðin var tíðindalítil og vorum við komnir heim á Dalvík upp úr 22 á föstudagskvöld.