Færslur

Mynd
..::Í skóinn(sokkinn)::.. Lukkulegur var ég í gær þegar ég fann þennan líka fína jólasokk niðri í klefa, ég var fljótur að drusla honum upp í brú og hengja hann upp í glugga í þeirri von að Jólasveinninn liti við hérna í nótt, og viti menn í morgun var komið bréf í sokkinn ásamt tannbursta tannkremi og súkkulaði. En bréfið hljóðaði svona: Halló minn kæri sokkaeigandi. Það var nú meira puðið að komast hingað í þessum ansans álbát, ekki beint fyrir gamla Jólasveina, en það tókst!! En ég verð að segja að mér kvíðir fyrir þessum dögum fram að jólum. (Gætirðu nokkuð kannski bara hætt við hann, þ.e.a.s árans sokkinn?) Þar sem reikna ekki með að þú verðir við þeirri bón þá verðum við að undirbúa það sem koma skal með þessari fyrstu sendingu, reikna með að þær næstu verði heldur sætari. Bestu kveðjur Jólasveinki Já það væsir ekki um mann hérna, meira að segja Jólasveinninn gleymdi mér ekki, nú verður maður sennilega vaknaður klukkan sex í fyrramálið til að kíkja í sokkinn hehe. En að öðru máli...
Mynd
..::Blíða::.. Það er búin að vera bongóblíða á okkur í allan dag og hafflöturinn spegilsléttur, ekki svo galið að damla hér um á sléttum sjó í 25°C hita, það voru oft erfiðir túrar hjá manni heima á Íslandsmiðum í desember hérna áður, stanslausar brælur veltingur og kuldi, en maður þekkti ekkert annað og gerði sig ánægðan með það. Undanfarið ár hefur maður augum litið ýmsar fisktegundir sem ég hafði aldrei áður séð og átti ekki von á að sjá “nokkurn tímann!” á meðfylgjandi mynd eru smá gullfiskar sem ég fann úti á dekki í dag þegar við innbyrtum trollið, mér fannst þeir þvílíkt krúttlegu svo ég ákvað að festa þá á filmu. Og þá verður þetta ekki lengra í dag, bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
..::Skeytingarleysi::.. Ég átti bágt með að trúa því hvað fólk er orðið ómerkilega skeytingarlaust. En þannig er að dóttir mín lenti í því að keyra á kött um daginn, greyið lá alblóðugur og illa lemstraður í götunni og hún gat lítið gert annað en að hringja í lögguna, löggan spurði hvort kisi væri merktur?, fyrst hann var ekki merktur þá væri þetta bara útigangköttur og hún skyldi bara láta hann liggja því þeir gerðu ekkert í þessu. Þetta þykir mér alveg með ólíkindum að hún skyldi fá þessi svör. Hún reyndi svo að hringja á nokkra aðra staði en engin var tilbúin að hjálpa henni neitt fyrst kötturinn var ekki merktur, henni var annaðhvort bent á að skilja hann eftir eða snúa hann úr hálsliðnum, maður segir bara eins og Ragnar Reykkás ma ma ma bara skilur þetta ekki. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef þetta hefði nú ekki verið köttur heldur maður, hefði þá löggan spurt, er hann merktur eða með skilríki? Ef hann væri ekki með nein skilríki nú þá væri þetta þá bara útigangsmaður se...
..::Tjah ha humm::.. Jæja þá er maður loksins komin um borð, og var ég frekar þrekaður eftir ferðalagið þegar ég var komin um borð, en það er bara þannig sem það er og ekkert við því að gera anað en að hvíla sig vel í nótt ;). Annars er ekki mikið að frétta héðan annað en að það er mikill munur að komast á netið og svo náttúrulega er símkerfið alveg dillandi. Læt þetta nægja núna.
..::Hvítt bómullarteppi::.. Í morgun þegar við vöknuðum var hvítt snjóteppi yfir öllu, þetta var eins og bómullarteppi og ofsalega fallegt hvernig snjórinn sat í trjánum. Ég brá myndavélinni á loft og smellt af nokkrum myndum sem nú eru komnar á myndasíðuna. Það var náttúrulega farið í heilun í Bjarmann (www.bjarminn.is) í morgun, það var frekar fátt hjá okkur í morgun enda sjálfsagt nóg að gera hjá flestum svona rétt fyrir jólin. Annars er ekki mikið að segja ég er að mana mig upp í að byrja að taka mig til en það gengur ekki vel, ég nenni engan vegin að fara að troða í töskurnar :(. Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
..::Jólalegt::.. Það er orðið frekar jólalegt hérna á víkinni og gráhvít snjóslæða yfir öllu, víða er búið að skreyta og bærinn er að komast í jólabúninginn. Það er ekki hægt að segja annað en að það nagi mann aðeins í hrygginn að þurfa að kveðja svona korteri fyrir jól og halda suður á bóginn, maður er í engum takt við farfuglana því þeir eru löngu farnir hehe, en svona er þetta bara og ekkert við því að gera. Nú er búið að setja upp nýtt internetkerfi um borð hjá okkur svo við getum betur fylgst með því hvað er að gerast í veröldinni, ásamt því að geta hlustað á útvarpið yfir netið. Einnig er síminn tekin yfir netið og kostar það mig það sama að hringja héðan og um borð og innanlands, ásamt því að talgæðin eru eins og best verður á kosið. Við erum með íslenskt númer, svo það ætti ekki að vera mjög erfitt að vera í sambandi við sína símleiðis :). Nú svo er líka hægt að nýta sér Skype sem er náttúrulega frítt símkerfi. Í dag er svo fyrirhuguð fjölskylduferð til Akureyrar það sem lokah...
..::Jólatúrinn framundan::.. Jæja nú styttist hratt í að ég fari aftur á hafið, en núna á sunnudaginn flýg ég væntanlega suður ef veður leifir og svo út til Las Palmas á mánudagsmorgun. Já fríið er að verða búið og komið að þessum leiðindapunkti að þurfa að fara aftur, en maður verður bara að leita uppi ljósu punktana og hugsa jákvætt :), það verður þá bara styttra þangað til maður kemur heim næst. Ég hef aðeins verið að uppfæra hjá mér síðuna enda ekki vanþörf á, kóðinn var allur komin í döðlur og allt í steik :), ég er með hugmyndir um að fara að Blogga eitthvað aftur og áhvað að láta bloggið opnast inni í síðunni minni, hvað sem ykkur kann að finnast um það verðið þið bara að setja á kommentin hehe, ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því því það nennir yfirleitt engin að kommenta. Undanfarið hef ég líka eitt smá tíma í að koma Bjarma síðunni aðeins á lappirnar en það verður svo bara að koma í ljós hvernig það verður, en þið getið sjálf dæmt um það á www.bjarminn.is. Hafið það sv...
..::Ætli það sé ekki best að halda sig við það gamla ??::.. Er að reyna að uppfæra þetta bloggumhverfi aðeins með frekar döprum árangri. Setti myndir inn á myndasíðuna áðan.
Er fluttur, þetta kerfi var ekki alveg að gera sig. Nýtt heimilisfang er http://www.blog.central.is/hholm/
..::Komin heim::.. Jæja þá erum við komin heim frá Danmörku, ferðin var alveg frábær. Nýjar myndirúr ferðinni á myndasíðunni.
..::Danmörk forud::.. Jæja þá er komið að því að ég heilsi upp á litlu hafmeyjuna, en við erum á leið til Kaupmannahafnar þar sem eyða á 5dögum í vellystingum hehe, annars er ég spenntari fyrir tívolíinu en litlu hafmeyjunni. Ég hef bara komið einu sinni til Køben en það var bara á flugvöllinn :(. Við verðum svo bara að vona að Danskurinn hafi verið duglegri að læra Enskuna en ég Dönskuna forðum, svona just for clear communication :). Við feðgar tókum smá hjólasprett á sandium í kvöld, þar voru rörin snúin til fulls, Rúnar mætti svo á Dakarnum og sóthreinsaði hann hehe. Planið er þannig að við keyrum suður á morgun miðvikudag og fljúgum út á fimmtudagsmorgun, áætluð heimkoma verður svo að kvöldi 22. Jams that´s it for to now :). Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur meðan við verðum í úttlandinu.
..::Fiskidagshelgi::.. Súpukvöldið og fiskidagurinn voru hreint frábær og var stemmingin í bænum alveg meiriháttar. Við röltum um bæinn á föstudagskvöldið og fengum okkur súpu, ekki var annað að sjá en að allir væru himinlifandi með þetta framtak Dalvíkinga. Við vorum ekki með súpu í þetta skiptið, það villtist samt einn súpuþurfi upp á pallinn hjá mér í von um súpu, þar sem ég var ekki með súpu þá leisti ég málið með því að færa viðkomandi eitt bréf af bollasúpu ;), á fiskideginum hitti ég svo viðkomandi aftur sem sagði mér að bollasúpan hefði komið sér vel, hún var nýtt sem morgunmatur á fiskideginum. Nú fiskideginum eyddum við svo í að væflast um hátíðarsvæðið, þar rakst maður á ýmsa sem maður hefur ekki séð lengi. Annars fór þetta allt vel fram og ekki annað að heyra en að flestir væru ánægðir. Í gærkvöldi grillaði svo frúin grillpinna, eftir grillið sátum við svo á pallinum fram eftir kvöldi við ostaát og rauðvínsdrykkju, góðum degi var svo lokað með hreynt frábærri flugeldasýning...
Mynd
..:Fiskidagurinn:.. Jæja þá er fiskidagurinn að koma og allt á fullu á víkinni, við vorum engir eftirbátar annarra í því og settum allt á fullt í að græja pallinn fyrir fiskidag, það hafðist að klæða innrabyrgðið á veggjunum svo að það er allt klárt frá okkar hálfu. Setti inn nokkrar myndar af framkvæmdunum.
Í gær laugardag, renndi ég svo á hjólinu inn á Akureyri þar sem græjan var fyllt af bensíni g stefnan sett inn á hálendið. Ég fór langleiðina inn í Laugarfell en þar sem mér leist illa á að bensínbyrgðirnar myndu endast til baka þá snéri ég við í tíma, á bakaleiðinni stoppaði ég í Vín, Guðný var nýbúin að keyra guttanum í bæinn og renndi inn í Vín þar sem við drukkum saman kaffi og borðuðum þessa líka fínu súkkulaðitertuna með ís nammi namm. Eftir kaffið hélt ég svo áfram út á Akureyri, þar þurfti ég að tanka aftur enda var ég komin á varatank, ég pumpaði 11L á hjólið svo ekki var nú mikið eftir, og samkvæmt mælingu þá hafði ég farið með 6,38L á 100km, en það verður að viðurkennast að þetta var ekkert sérlega hugsað sem sparakstur. Ég var svo komin heim rúmlega 6 í gærkvöldi, en síðustu km voru frekar erfiðir því sætið á hjólinu er ekki beint í líkingu við LazyBoy sófa og það þreytir mann í afturendanum á lengri keyrslum, svona fyrstu túra sumarsins. Kvöldinu eyddum við svo að mestu í ...
..::Verslunarmannahelgi.)::.. Hún hefur verið með öllu rólegra móti hjá okkur þessi verslunarmannahelgi, ekkert djamm eða chill hehe, kannski að maður sé að verða gamall??. Nutum góða veðursins heima við á föstudaginn og notaði ég tímann til að klippa runnana, svo fórum við feðgar aðeins á Thumpinn. Vinur Einars fékk aðeins að prufa og byrjaði á því að fara aftur fyrir sig ;), en hver hefur ekki prufað það?, Thumpinn var aðeins laskaður á eftir en við redduðum því í skúrnum á eftir. Ég fór svo upp allan dal á hjólkrílinu og hætti ekki fyrr en ég var komin langleiðina upp á Reykjaheiði, þetta er algjör snilld þetta hjól og alveg tilvalið á rollustíga og í að príla þar sem stærri hjól komast illa að. Ég lét svo loksins verða af því að skipta um tankinn á KTM og setti 12L tankinn á en sá sem fylgdi með hjólinu er 8L, þetta átti að gera græjuna betri í lengri túra en mér finnst þetta samt full lítil aukning :(.
Mynd
..::Aftur heim::.. Jæja þá eum við komin heim aftur eftir velheppnaða bústaðarferð í Svignaskarð, nenni nú ekki að skrifa mikið um það núna ;). Setti inn nokkrar myndir úr túrnum. Vona svo að allir skemmti sér vel um helgina, veðrið verður náttúrulega best hérna fyrir norðan ;).
..::Komin á klakann .).)::.. Komin heim á klakann, agalega gott að vera komin heim :). Verð allavega í fríi fram í byrjun sept kannski lengur. Er að fara í bústað suður í Svignaskarð og verðum við þar frá 28júlí til 4 ágúst. Læt þetta nægja í bili. Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niður komin :).
..::Snjór snjór snjór!::.. quality=high bgcolor=#000000 WIDTH="320" HEIGHT="250" NAME="slideshow" ALIGN="" TYPE="application/x-shockwave-flash" PLUGINSPAGE="http://www.macromedia.com/go/getflashplayer"> Það þarf kannski ekki að orðlengja þetta meira en það er allt komið á kaf í snjó og ófærð í bænum í morgun, maður bara skilur þetta ekki, ekkert sumar enn. Og veslings litlu fuglarnir þeir eiga bágt þessa dagana, þeir þyrftu að eiga góða húfu núna, húfu eins og sumir eiga :):). That´s it for to now ;););)
Mynd
..::Framkvæmdafréttir::.. Það er nú eiginlega skammarlegt hvað ég hef verið latur við að uppfæra þetta blogg, en ég reyni að fela mig bak við það að ég hef verið svo mikið að stússast í öðru. Baðuppbyggingin er jú á góðri leið, kemur hægt og bítandi. Er ekki sagt að góðir hlutir gerist hægt, eða eru þetta kannski orð einhvers amlóðans sem notaði þetta til að breiða yfir aumingjaskapinn? Ekki get ég svarað því. En staðan er semsagt þannig að það er búið að klæða veggina setja upp klósettgrindina og leggja hitakerfið í gólfið, ég er líka búin að setja saman baðinnréttinguna sem bíður bísperrt eftir nýju og krefjandi starfi. En það skyggir örlítið á alla framkvæmdagleðina að fína baðkarið er ekki enn komið til landsins svo best ég viti, en vonandi kemur það með sumarskipinu. Núna bíð ég eftir píparanum til að tengja hitalögnina og handklæðaofninn áður en ég get lokað klæðningunni. Í framhaldinu ætti ég að geta gúmmíkvoðað veggina og lagt flísarnar á gólfið. Ekki reikna ég með að komast mi...
..::Betra er seint en aldrei::.. Tókum þetta líka fína vídeo í vetur á Hrísatjörninni, Gummi fór alveg á kostum á grænu hættunni á ísnum, Einar og Jói tóku þetta svo og klipptu til. Lengi stóð til að koma þessu á netið en vegna mikilla anna þá kom ég ´því ekki í verk fyrr en núna ;), en betra er seint en aldrei.