..::15ára::..
Elsku Hjördís til hamingju með daginn ;);););););););););););););)
Í dag er litla stelpan mín orðin 15ára. Mikið rosalega líður tíminn hratt, mér finnst svo stutt síðan við stóðum saman niður á bryggju og hentum snuðinu hennar í höfnina ;).
Ég vildi mikið gefa fyrir það að geta verið heima í dag en það ræðst víst ekki við það frekar en annað í þessari veröld.
Ég er búin að vera að drepast úr flensu undanfarna daga svo að bloggið hefur legið niðri, en núna er ég að ná að rífa þetta úr mér ;).
Þar sem ég verð ákaflega sjaldan veikur (7-9-13) þá verð ég fjandanum verri þegar svona ólög ríða yfir mig, og satt best að segja þá var ég eins og tussa breidd á klett alla fyrrinótt og gærdaginn, en á endanum druslaðist ég upp í apótek og fékk einhverjar töflur við sóttinni.......
Stýrið og stamminn eru mætt en því miður höfðu þeir stytt stamman of mikið samkvæmt teikningu sem var greinilega ekki rétt ;(, þetta kemur til með að lengja slippveruna 2daga aukalega “Shit happens”.
Það er verið að vinna í að koma flangsinum á gamla stammann og eru þeir að byrja á að sjóða það saman í dag ;).
Strákarnir eru að rústberja og mála og er af nógu að taka á þeim vígvelli enda hefur greinilega ekki verið vandað til þegar sullað var lit á dolluna síðast, en þetta mjakast allt í rétta átt.
Einnig er verið að taka upp annan ljósmótorinn. Og eftir því sem ég kemst næst var ekki vanþörf á að yfirhala hann.
Kiddi kom út í gær og skrölti ég eftir honum út á flugvöll, gekk það bara nokkuð vel og lenti ég fyrir rest á réttum stað, þ.e.a.s eftir smá slatta af hliðarsporum út af stystu leið.
Jísus kræst þvílíki hávaðinn í þessu rústbanki, það syngur í hausnum á manni og ég er strax farin að sjá eftir því að hafa keypt loftrústhamarinn ;) það má alveg sprengja desbil skalann með honum ;). Og það styttist sjálfsagt í að maður verði heyrnarlaus ;).
Hannes er búin að vera á útopnu í rafmagninu og er búin að setja upp nýja kastara út um allt dekk ásamt því að vera búin að kippa hinum og þessum rafmagnsmálum í liðinn. Núna er hann að tengja ný VHF loftnet og skipta um kapla.
Eins og þið sjáið þá er ekki slegið slöku við að endurbæta dolluna og leifi ég mér að efast um að hún hafi verið í svona góðu standi síðastliðin tuttugu ár.
En nóg þvaður í dag.

Ég bið Guð og gæfuna um að fylgja ykkur hvar sem þið eruð að basla.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi