..::Útför Helgu::..
Dagurinn heilsaði okkur með kafaldsbyl og fannkomu, ekki beint veðrið sem við hefðum óskað okkur á útfarardeginum hennar Helgu, en við því var lítið að gera.

Við fórum upp í kirkju um hálfeittleitið og byrjaði athöfnin klukkan hálftvö.
Athöfnin einkenndist af miklum söng og tónlist og var meðal annars þetta lag sungið.

-Rósin-

Undir háu hamrabelti
Höfði drjúpir lítil rós,
þráir lífsins vængja víddir,
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan,
hjartarsláttin, rósin mín,
er kristaltærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.

Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað.
Krjúpa niður, kyssa blómið,
hversu dýrlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.


Mér hefur alltaf þótt jarðarfarir sorglegar athafnir, en þetta var mjög falleg athöfn.
Og ekki vantaði blómin sem bárust, ég hugsa að Helga hefði kunnað að meta öll þessi blóm þótt líklega verði einhver stund þangað til að ég kemst að því.
Það var nánast stytt upp þegar við bárum kistuna út en það var enn bítandi kuldi og vindur. Það var margt í kirkjunni en sjálfsagt hefðu verið fleiri ef veðrið hefði ekki verið svona slæmt. Á eftir var svo erfidrykkja í safnaðarheimilinu.

Mig langar til að biðja Guð almáttugan að fylgja Helgu og taka vel á móti henni á himnunum, einnig langar mig til að biðja Guð að passa Kalla og hans nánustu á þessum erfiðu tímum.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi