..::Sundafrek vikunnar á Dalvík::..

Var að vafra á netinu til 03 síðastliðna nótt, ég lenti inn á svo skemmtilega síðu að ég gat bara ekki hætt fyrr en ég var búin að skoða allar myndirnar. "Helgi Garðars myndasafn"

Já það eru ekki allir eins latir og ég að setja inn myndir, en ég ætla að fara að taka mig á :). Svo lenti ég í smá basli við að koma dóti inn á síðuna og gat ekki hætt fyrr en það var komið á hreint, þar kom Hólmara þverskan enn einu sinni í ljós.

Guðný og krakkarnir fóru í skólann klukkan átta og ég dottaði yfir Ísland í bítið.
Eftir hádegið fór ég svo í sund og ætlaði að vera þvílíkt duglegi að synda fékk lánuð sundgleraugu og alles, en en en ég komst aldrei lengra en í pottinn ;).

Eftir sundið sparkaði ég vélhestinum í gang og spýttist á honum eina ferð eftir sandinum og upp í fjall, svona til að ná úr mér mesta bensínhrollinum ;).

Nýjustu fréttir af dollunni eru þær að rafalinn verði ekki til fyrr en í næstu viku, og gera mestu svartsýnisraddirnar ekki ráð fyrir að frúin sigli fyrr en undir tuttugasta ;(.

Foreldrar mínir er búnir að fá nóg af Íslandsveðrinu í bili og hafa ákveðið að flýja land um stundarsakir, eða ca þrjár vikur.
Kanaríeyjar eru í skotskífunni og verða þær eyjar líklegast lagðar í rúst á næstu vikum, litla systir ætlar að leggja sitt að mörkum við að ryðja svæðið og ætlar hún að fljúga frá Spáni með fersk innlegg í orrustuna á eyjarnar.
Ég óska þeim öllum góðrar ferðar og vona að þau skemmti sér vel án mín ;););););).......

Fleira verður það ekki í dag.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur..............


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi